Keilugrandi 1

Verknúmer : BN018173

3463. fundur 1999
Keilugrandi 1, Br. austustu einingu í þvottahús
Sótt er um leyfi til þess að breyta austustu einingu byggingarinnar á lóðinni nr. 1 við Keilugranda í þvottahús. Breytingar verða gerðar á innra fyrirkomulagi, þ.á.m. verða fjarlægð geymsluloft og gerð 40 cm djúp affermingargryfja í gólf vinnusalar og gerðar nýjar innakstursdyr á austurhlið, komið fyrir ketilhúsi við austurhlið og eiturefnageymslu við suðurhlið. Jafnframt er sótt um leyfi til að koma fyrir 13,5 metra háum reykháf, setja olíutank í jörð við austurhlið.
Minnkun: Milligólf 290 ferm.
Gjald kr. 2.500
Eftirfarandi gögn fylgja erindinu frá fyrri umfjöllunum: Umsögn Borgarskipulags dags. 29. október 1997, umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. desember 1997, greinagerð Gústafs Vífilssonar f.h. Grýtu hraðhreinsunar ehf. dags. 20. janúar 1998, svör Borgarskipulags við athugasemdum að lokinni kynningu og umsögn sama dags. 20. mars 1998 ásamt útskrift úr fundargerðabók SKUM frá 27. apríl 1998.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Gunnar L. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.