Bitruháls 1

Verknúmer : BN017730

74. fundur 1998
Bitruháls 1, olíuþró innanhúss
Sótt er um leyfi til að steypa þró utan um olíugeymi á 1. hæð í sem sýndur er í máti Y09-X09 á teikningu af húsi Mjólkursamsölunnar á lóðinni nr. 1 við Bitruháls. Jafnframt eru færðir inn á teikningu aðliggjandi byggingarhlutar og sótt um að teikning nr. 12 sem samþykkt var 27. apríl 1995 verði felld úr gildi.
Gjald kr. 2.500
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.