Tómasarhagi 55

Verknúmer : BN017709

73. fundur 1998
Tómasarhagi 55, Niðurrif ofl.
Spurt er hvort leyft verði að fjarlægja einbýlishúsið á lóðinni nr. 55 við Tómasarhaga og byggja fjögurra hæða íbúðarhús með sex til átta íbúðum á lóðinni.
Umsögn Borgarskipulags dags. 6. október 1998 fylgir erindinu.
Neikvætt.
Varðandi þær spurningar sem fram eru settar.
Ekki hefur verið sýnt fram á að ástand hússins kalli á niðurrif.
Með vísan til umsagnar Borgarskipulags verður skipulags- og umferðarnefnd að setja byggingarskilmála fyrir lóðina sé óskað að byggja umfram það byggingarmagn sem nú er á lóðinni.