Þingholtsstræti 18

Verknúmer : BN017143

3451. fundur 1998
Þingholtsstræti 18, Lóðamarkabreyting
Helgi Hjálmarsson, arkitekt óskar eftir f.h., Menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, leyfi til þess að sameina lóðir Menntaskólans í Reykjavík við Lækjargötu og Þingholtsstæti 18 samkvæmt uppdrætti mælingadeildar borgarverkfræðings dags. 19. júní 1998.
Lóð Menntaskólans við Lækjargötu: Lóðin er talin 7769 ferm., eftir að lóðin Amtmannsstígur 2C (961 ferm) hluti af lóðinni Amtmannsstígur 4A (12 ferm) og lóðirnar Bókhlöðustígur 9 og 11 (266 ferm og 215 ferm) voru sameinaðar henni, sbr. samþykkt byggingarnefndar 13. júní 1963, sbr. Litra k14 nr. 113 dags. 1. maí 1963, Litra K14 nr. 114, dags. 20. apríl 1963. Ath! Litra k14 nr. 117, dags. 1. maí 1963 (afsöl) fyrir skika úr Amtmannsstíg 4A og Bókhlöðustíg 9 og 11): svo og eftir skerðingu hennar, sem samþykkt var á fundi í byggingarnefnd 30. nóvember 1967 (ath. villandi bókun flatarmáls) sbr. og Litra U18 nr. 71, dags. 14. júlí 1967. (-117 ferm.)
Lóð Menntaskólans við Lækjargötu var talin 6432 ferm., fyrir 1963, þar af 1585 ferm., undir Lækjargötu.
Lóðin reynist 7809 ferm.
Þingholtsstræti 18: Lóðin er talin 437 ferm., sbr. samþykkt byggingarnefndar 30. nóvember 1967 og Litra U18 nr. 71, dags. 14. júlí 1967. Lóðin reynist 436 ferm.
Lóðirnar verða sameinaðar í eina lóð, sem verður að stærð 8245 ferm., þar af 1585 ferm., undir Lækjargötu og 46 ferm., undir Bókhlöðustíg.
Sjá samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. maí 1998 og samþykkt borgarráðs 19. maí 1998.
Samþykkt.
Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.