Þórsgata 2

Verknúmer : BN017129

3451. fundur 1998
Þórsgata 2, Úrskurður vegna kæru
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 10. júní s.l., vegna úrskurðar í kærumáli nokkura íbúa við Óðinsgötu og Spítalastíg þar sem kærð var samþykkt byggingarnefndar frá 26. mars s.l., á byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á Þórsgötu 2.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfum allra kærenda um að fellt verði úr gildi byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Þórsgötu 2, Reykjavík, sem samþykkt var af byggingarnefnd Reykjavíkur hinn 26. mars 1998 og staðfest af borgarstjórn hinn 2. apríl 1998. Skulu hinar kærðu ákvarðanir standa óraskaðar.
Kröfu kærenda að Óðinsgötu 8 og 8B og Spítalastíg 8, um að gert verði deildiskipulag fyrir reitinn áður en slík breyting sem um sé að ræða með fyrirhugaðri byggingu komi til greina, er vísað frá nefndinni.