Bergstaðastræti 28A

Verknúmer : BN017125

3451. fundur 1998
Bergstaðastræti 28A , Úrskurður v/kæru
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. júní s.l., vegna úrskurðar í kærumáli Líneyjar Skúladóttur þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 25. nóvember 1997 á áður gerðum breytingum í húsinu nr. 28A við Bergstaðastræti og staðfesting byggingarfulltrúa á eignaskiptayfirlýsingu þann 6. desember 1997.
Úrskurðarorð:
Ákvarðanir byggingarnefndar Reykjavíkur frá 25. nóvember 1997, um að samþykkja teikningu af áður gerðum breytingum í kjallara hússins nr. 28A við Bergstaðastræti ásamt tilfærslu á vegg milli snyrtingar á 1. hæð og kjallarainngangs og um að samþykkja teikningu af áður gerðri íbúð á efstu hæð hússins með vísun til kvaðar frá 18. nóvember 1965, skulu óbreyttar standa.
Kröfu kæranda um að staðfesting byggingarfulltrúa á eignaskiptasamningi í húsinu verði felld úr gildi er vísað frá.