Álftamýri 79

Verknúmer : BN017102

3453. fundur 1998
Álftamýri 79, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu úr steinsteypu í inngarði Álftamýrarskóla og aðra í austur, að fella tré í inngarði og færa holræsi vegna viðbyggingar á kostnað umsækjanda á lóðinni nr. 79 við Álftamýri.
Stærð: Viðbygging í inngarði 187 ferm., viðbygging í austur 417,1 ferm., samtals 604,1 ferm., 1608 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 40.200
Jafnframt lagt fram bréf borgarverkfræðings dags. 30. júlí 1998 og bréf gatnamálastjóra dags. 30. júlí 1998 vegna holræsis.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


3452. fundur 1998
Álftamýri 79, Viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja einnar hæðar viðbyggingu úr steinsteypu í inngarði Álftamýrarskóla og aðra í austur á lóðinni nr. 79 við Álftamýri.
Stærð: Viðbygging í inngarði 187 ferm., viðbygging í austur 417,1 ferm., samtals 604,1 ferm., 2058 rúmm.
Gjald kr. 2.500 +51.450
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.