Hafnarstræti 20

Verknúmer : BN016901

3451. fundur 1998
Hafnarstræti 20, Lögð fram bréf
Lögð fram tvö bréf Lögfræðiþjónustunnar ehf. þe. fax frá 6. maí og bréf frá 11. maí 1998, svo og tvö bréf SVR dags. 7. maí 1998 og bréf borgarlögmanns dags. 13. maí 1998, ennfremur bréf SVR dags. 26. maí 1998, greinagerð Valdimars Jóhannessonar dags. 24. maí 1998 og bréf Ingólfs Hjartarsonar hrl. dags. 23. maí 1998.
Jafnframt lögð fram tvö bréf borgarstjóra dags. 2. og 4. júní 1998, bréf byggingadeildar borgarverkfræðings dags. 23. júní 1998 og bréf Lögfræðiþjónustunar dags. 24. júní 1998.

Með vísan til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 1998, samþykkir byggingarnefnd að uppdrættir frá 26. febrúar 1998 verði felldir úr gildi, en uppdrættir frá 14. nóvember 1996 taki gildi að nýju. Samþykkt með þremur atkvæðum, Hilmar Guðlaugsson og Gunnar L. Gissurarson sátu hjá.
Rökstuðningur byggingarnefndar:
Krafa lögmanns Valdimars Jóhannessonar um að byggingarnefnd verði ekki við umsókn SVR o.fl., um að veita á ný byggingarleyfi í Hafnarstræti 20 í samræmi við samþykkt nefndarinnar frá 14. nóvember 1996 byggist á því, að áfrýjun dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 1998 fresti réttaráhrifum dómsins.
Lögmaðurinn hefur ekki vísað til skýrra lagaákvæða sem binda hendur byggingarnefndar í þessum efnum. Vísan til 5. gr. aðfaralaga, sem tekur til dóma um fjárkröfur, á ekki við í þessu sambandi. Það erindi sem lagt hefur verið fyrir byggingarnefnd lýtur að leyfi til byggingarframkvæmda sem tilvitnað ákvæði aðfaralaga tekur ekki til. Gangi dómur í Hæstarétti Valdimar í vil ber að gera viðeigandi ráðstafanir í Hafnarstræti 20. Framkvæmdir nú eru því á ábyrgð umsækjanda, en byggingarnefnd tekur aðeins afstöðu til byggingarleyfisumsóknarinnar sem slíkrar og er samþykki hennar í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl 1998.
Bókun byggingarnefndar:
Byggingarnefnd telur ámælisverð þau vinnubrögð forráðamanna SVR og byggingadeildar borgaverkfræðings sem viðhöfð voru við breytingar á húsnæði SVR í Hafnarstræti 20 eftir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur þann 29. apríl 1998. Væntir byggingarnefnd þess að slík vinnubrögð verði ekki endurtekin.
Guðlaugur Gauti Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


3450. fundur 1998
Hafnarstræti 20, Lögð fram bréf
Lögð fram tvö bréf Lögfræðiþjónustunnar ehf. þe. fax frá 6. maí og bréf frá 11. maí 1998, svo og tvö bréf SVR dags. 7. maí 1998 og bréf borgarlögmanns dags. 13. maí 1998, ennfremur bréf SVR dags. 26. maí 1998, greinagerð Valdimars Jóhannessonar dags. 24. maí 1998 og bréf Ingólfs Hjartarsonar hrl. dags. 23. maí 1998.
Frestað.
Byggingarnefnd samþykkir að óska umsagnar lagastofnunar Háskóla Íslands varðandi ágreining um frestun réttaráhrifa vegna áfrýjunar héraðsdóms, sem kveðinn var upp þann 29. apríl 1998, þ.e. hvort úrskurður setts umhverfisráðherra frá 8. desember 1997 skuli standa óbreyttur þar til niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir, þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fellt úrskurð setts umhverfisráðherra úr gildi.
Steinunn V. Óskarsdóttir á móti og óskaði bókað að hún teldi hægt að afgreiða málið með vísan til álits borgarlögmanns.
Byggingarfulltrúa falið, með vísan til bréfs SVR dags. 26. maí 1998 að óska skýringa byggingadeildar borgarverkfræðings á þætti hennar í síðustu breytingu á Hafnarstræti 20.


3449. fundur 1998
Hafnarstræti 20, Lögð fram bréf
Lögð fram tvö bréf Lögfræðiþjónustunnar ehf. þe. fax frá 6. maí og bréf frá 11. maí 1998, svo og tvö bréf SVR dags. 7. maí 1998 og bréf borgarlögmanns dags. 13. maí 1998.
Frestað.
Byggingarfulltrúa falið að krefja SVR skýringa á framkvæmdum eftir dómsuppkvaðningu héraðsdóms.
Steinnunn V. Óskarsdóttir á móti frestun með vísan til álits borgarlögmanns.