Viðarhöfði 4-6
Verknúmer : BN016680
61. fundur 1998
Viðarhöfði 4-6, Br. á útlit, fyrirkomulagi ofl
Sótt er um leyfi til að breyta milligólfum. setja dyr og glugga á austurgafl, breyta dyrum á norður- og suðurhlið, breyta kvistum á þaki, samnýta einingar 0103 og 0104 tímabundið og fyrir skipulagi bílastæða til samræmis við samþykktir lóðarhafa í húsi nr. 6 við Viðarhöfða.
Nýjar stærðir: 1. hæð 1437,5 ferm. og 78,8 ferm. milligólf, 2. hæð 1448 ferm. og 423,6 ferm. milligólf, samtals 16.175,1 rúmm. (stækkun 2004,1 rúmm.)
Gjald kr. 2.500 + 50.102.
Með erindinu fylgja; samþykkt eignaskiptayfirlýsing dags júlí 1997, samningur um afnot lóðar dags júlí 1997 og samþykktir meðlóðarhafa ritaðar á teikningu.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
60. fundur 1998
Viðarhöfði 4-6, Br. á útlit, fyrirkomulagi ofl
Sótt er um leyfi til að breyta milligólfum. breyta útliti á gafli og norðurhlið, breyta kvistum á þaki, að samnýta einingar 0103 og 0104 tímabundið og fyrir skipulagi lóðar til samræmis við samþykktir lóðarhafa.
Stærðir: 1. hæð 76,8 ferm., 2. hæð minnkun 192,1 ferm., samtals 154,8 rúmm.
Gjald kr. 2.500 + 3870
Með erindinu fylgja; samþykkt eignaskiptayfirlýsing dags júlí 1997, samningur um afnot lóðar dags júlí 1997 og samþykktir meðlóðarhafa ritaðar á teikningu.
Frestað.
Skoðist á milli funda.