Bergstaðastræti 28A
Verknúmer : BN016611
3446. fundur 1998
Bergstaðastræti 28A, Lagt fram kærubréf
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. mars 1998 vegna tveggja bréfa frá Líneyju Skúladóttur, Bergstaðastræti 28A. Það fyrra dags. 23. febrúar 1998, þar sem hún kærir og krefst ógildingar á ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur 25. nóvember 1997 um að samþykkja umsókn frá Braga Þorsteinssyni f.h., húsfélagsins Bergstaðastræti 28A, um leyfi fyrir breytingum á kjallararými og kjallarainngangi í húsinu frá því fyrirkomulagi sem upphaflega var gert ráð fyrir í skiptasamningi dags. 16. maí 1952.
Í seinna bréfinu sem er, dags. 3. mars 1998, fer Líney fram á að úrskurðað verði að fremri forstofa innréttuð í stigaherbergi á 4. hæð sé innifalið í séreign hennar.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa dags. 25. mars 1998.
Umsögn skrifstofustjóra byggingarfulltrúa samþykkt.