Eirhöfði 18

Verknúmer : BN015673

3435. fundur 1997
Eirhöfði 18, Viðbygging ofl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja við 1. hæð hússins á lóðinni nr. 18 við Eirhöfða.
Stærð. 1. hæð 108,3 ferm., 766,2 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 18.289
Jafnframt lögð fram bréf heilbrigðiseftirlitsins dags. 21. febrúar 1997, bréf umsækjenda dags. 4. júní 1997, bréf Borgarskipulags dags. 29. ágúst 1997, tvö bréf umsækjanda dags. 29. sept. 1997 og mótmælabréf lóðarhafa Eirhöfða 16 dags. 25. ágúst 1997 fylgja erindinu.
Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Vegna erindis um undanþágu frá bílastæðareglum er umsækjanda bent á að 14 bílastæði á lóð fullnægja kröfum um bílastæði.
Jafnframt er vísað til samþykktar skipulags- og umferðarnefndar frá 25. ágúst 1997.
Skúrar á lóð skulu fjarlægðir áður en byggingaframkvæmdir hefjast.


3434. fundur 1997
Eirhöfði 18, Viðbygging ofl.
Sótt er um leyfi til þess að byggja við 1. hæð hússins á lóðinni nr. 18 við Eirhöfða.
Stærð. 1. hæð 108,3 ferm., 766,2 rúmm.
Gjald kr. 2.387 + 18.289
Jafnframt lögð fram bréf heilbrigðiseftirlitsins dags. 21. febrúar 1997, bréf umsækjenda dags. 4. júní 1997 og bréf Borgarskipulags dags. 29. ágúst 1997.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Umsækjandi hafi samband við byggingarfulltrúa vegna óleyfisskúra.