Lækjartorg stjórnarr

Verknúmer : BN015046

3426. fundur 1997
Lækjartorg stjórnarr, Lögð fram til kynningar
Lögð fram til kynningar útskrift út gerðabók Umhverfismálaráðs
frá 14. maí 1997 vegna framkvæmda í stjórnarráðshúsi.
Jafnframt lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 26.
maí 1997 og bréf Árbæjarsafns dags. 20. maí 1997.

Byggingarnefnd samþykkti eftirfarandi bókun: Vegna umræðu að
undanförnu um óleyfisframkvæmdir í Stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg vil byggingarnefnd Reykjavíkur vekja athygli
Framkvæmdasýslu ríkisins á eftirfarandi.

1. Engin umsókn hefur borist byggingarnefnd um byggingarleyfi
þrátt fyrir að framkvæmdir í húsinu séu hafnar og skýr ákvæði í
byggingalögum og byggingarreglugerð um að tilskilin leyfi skuli
fengin áður en framkvæmdir hefjast ásamt áritun iðnmeistara.

2. Ítrekað hefur hið opinbera hafið framkvæmdir við breytingar á
húsunum án fullnægjandi samþykktar byggingarnefndar og má þar
nefna Sölvhólsgötu 7, Tjarnargötu 32 og Borgartún 7 en
meðfylgjandi er samantekt byggingarfulltrúa dags. 27.05.1997 um
þær framkvæmdir.

3. Byggingarnefnd átelur þessi vinnubrögð og bendir aðilum sem
annast framkvæmdir á vegum hins opinbera á að í glidi eru lög og
reglugerðir um skipulags og byggingarmál sem samþykkt eru af
Alþingi og hinsvegar á ágæta handbók um framkvæmdir sem gefin var
út af fjármálaráðuneytinu árið 1991 og fjallar um hvernig hið
opinbera eigi að standa að verklegum framkvæmdum. Sérstök athygli
er vakin á kafla 2.2 í handbókinni en þar er m.a. skýrt hlutverk
byggingarnefnda.