Templaras 3 kirkjutorg 4
Verknúmer : BN015030
3426. fundur 1997
Templaras 3 kirkjutorg 4, byggja svalir
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu húsi í
norðausturhorni lóðar, og byggja svalir úr timbri á 1. hæð
Templarasunds 3 (austurhlið) og Kirkjutorgs 4 (suðurhlið)
Gjald kr. 2.250.oo.
Bréf Karls Steingrímssonar dags. 25.03.96 fylgir erindinu.
Jafnframt lagt fram bréf Karls J. Steingrímssonar dags. 18. mars
1997. Ennfremur lagt fram bréf Kirkjuhvolls dags. 05.04.1997.
Málinu fylgir bréf forsætisnefndar Alþingis dags. 5. maí 1997 og
ítrekað álit Húsafriðunarnefndar frá 2. okt. 1996.
Samþykkt.
Athygli umsækjanda er vakin á því að samþykki byggingarnefndar
tekur ekki til veitingaaðstöðu á svölum, sé það ætlunin skal
sækja um leyfi fyrir því.
Bókun byggingarfulltrúa:
Þau vinnubrögð umsækjanda að hefja framkvæmdir án leyfis
byggingarnefndar eru ámælisverð og í litlu samræmi við þá
reynslu sem forráðamaður Kirkjuhvols s.f. ætti að hafa öðlast
vegna margháttaða umsvifa sinna á byggingarsviði.
Byggingarfulltrúi hvetur forráðamann Kirkjuhvols s.f. til þess
að kynna sér byggingarlög og reglugerðir og þannig að tryggja
sér hnökralausa afgreiðslu bygginarleyfisumsókna í framtíðinni.