Nafngiftir - bryggjuhverfi

Verknúmer : BN014744

3424. fundur 1997
Nafngiftir - bryggjuhverfi, Nafngiftir - Bryggjuhverfi
Byggingarfulltrúi leggur til að götuheiti í Bryggjuhverfi verði:
Básbryggja, nafnið er sótt í örnefnið Bás nálægt þeim stað þar
sem skipulag af hverfinu gerir ráð fyrir bátastæði.
Naustabryggja, nafnið er sótt í örnefnið Naustatanga en hann er
á norðurströnd Grafarvogs.
Tangabryggja, nafnið skýrskotar til fyrrnefnds Naustatanga og
Litlatanga sem er á suðurströnd Grafarvogs.
Enn er lagt til að höfnin verði nefnd Bryggjuhöfn hafnarbakki
Bryggjugarður og torgið Bryggjutorg.

Samþykkt.