Stakkahlíð - kennaraháskóli

Verknúmer : BN014579

3422. fundur 1997
Stakkahlíð - kennaraháskóli, Lóðarmarkabreyting
Þórir Óskarsson, rektor Kennaraháskóla Íslands óskar eftir
samþykki fyrir því að lóð Kennaraháskólans verði skipt í tvær
lóðir samkvæmt mæliblaði mælingadeildar borgarverkfræðings dags.
09.04.1997.
Lóðin er 52006 ferm., sbr. mæliblað útg. 03.04.1986 Tekið undir
lóðina Bólstaðarhlíð 23 fyrir stúdentaíbúðir: 3910 ferm., lóðin
verður 48096 ferm., kvöð á lóðinni um leiksvæði fyrir íbúa í
Bólstaðarhlíð 23.
Bólstaðarhlíð 23 lóðin verður 3910 ferm.
Kvöð á lóðinni um akstursumferð á 6 m breiðu svæði við norðurmörk
og um gögnuumferð á 1.5 m breiðu svæði við austurmörk.
Einnig er kvöð á lóðinni að íbúðirnar verði námsmannaíbúðir.
Sjá samþykktir skipulags- og umferðarnefndar 24.02.1997,
10.03.1997 og samþykkt borgarráðs 08.04.1997.

Samþykkt.
Með fyrirvara um samþykki borgarráðs á niðurfellingu kvaðar um
byggingu húsmæðrakennaraskóla á lóðinni.