Suðurgata 121

Verknúmer : BN014457

3424. fundur 1997
Suðurgata 121, Fjölbýlishús úr steinsteypu.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús úr
steinsteypu með 76 stúdentaíbúðum á lóð við Suðurgötu.
Stærð: kjallari 619,2 ferm., 1. hæð 978,4 ferm., 2. hæð 983,2
ferm, 3. hæð 983,2 ferm., 10308 rúmm.
Gjald kr. 2.387.oo + 246.052.oo.
Erindið var kynnt fyrir nágrönnum með bréfi dags. 3. febrúar 1997
mótmæli hafa borist með bréfi dags. 11. febrúar 1997.
Bréf hönnuða dags. 05.03.1997 fylgir erindinu.
Umsögn Borgarskipulags dags. 12.03.1997 fylgir erindinu.
Bréf hönnuðar dags. 21. mars 1997 fylgir erindinu
Afrit úr fundargerð heilbrigðisnefndar frá 2. maí 1997
varðandi undanþágu frá hljóðvist fylgir erindinu.

Samþykkt.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Undanþága um stærð á geymslum samþykkt sbr. bréf hönnuðar dags. 5. mars 1997.