Lækjargata 6a
Verknúmer : BN014323
3420. fundur 1997
Lækjargata 6a, br,versl, í veitingastað
Sótt er um leyfi til þess að innrétta veitingastað á 1. hæð í
húsinu á lóðinni nr. 6a við Lækjargötu.
Gjald kr. 2.387.oo.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 03.02.1997.
Mótmæli hafa borist með bréfum dags. 10.02.97, 31.01.97 og
11.02.97.
Ennfremur lagt fram bréf hönnuðar dags. 18.02.1997 og bréf
lögmanns umsækjanda dags. 25.02.1997.
Samþykki Eiganda risíbúðar dags. 4. mars 1997 fylgir erindinu.
Samþykkt.
Samþykkt byggingarnefndar byggist á þeirri forsendu, sem kemur
fram í gögnum með umsókn umsækjenda að veitingastaðurinn verði
ekki opinn lengur en til kl. 22.00.
Samþykkt að vekja sérstaka athygli lögreglustjóra á þessari
forsendu samþykkis byggingarnefndar.