Stakkahlíð - kennaraháskóli

Verknúmer : BN014249

3420. fundur 1997
Stakkahlíð - kennaraháskóli, Fjölbýlishús út steinsteypu.
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús með 42
nemendaíbúðum á lóð Kennaraháskólans við Stakkahlíð.
Stærð: 1. hæð 869,3 ferm., 2. hæð 843,1 ferm., 3. hæð 843,1
ferm., 7890 rúmm. Gjald kr. 2.250.oo + 188.334.oo.
Bréf Birgis Thorlacius dags. 18.01.1997 fylgir erindinu.
Erindið var kynnt nágrönnum með bréfi dags. 13.01.1997.
Mótmæli hafa borist með bréfum dags. 06.02.97, 28.01.97 og
08.02.97.
Umsögn skipulags- og umferðarnefndar frá 10.03.1997 fylgir
erindinu.

Samþykkt.
Umsækjandi skal hafa samráð við lóðarhafa í Bólstaðarhlíð 25 og
Borgarskipulag um frágang í lóðamörkum við Bólstaðarhlíð 25.
Þinglýsa skal kvöð á lóð Kennaraháskólans um leiksvæði á lóð
háskóla fyrir námsmannaíbúðir.
Þinglýsa skal kvöð um að íbúðirnar séu námsmannaíbúðir.
Undanþága er veitt frá geymslustærðum.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Ögmundur Skarphéðinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.