Skógarhlíð 20

Verknúmer : BN014242

3419. fundur 1997
Skógarhlíð 20, Seinagangur við nýbyggingu
Embætti byggingarfulltrúa hefur á undanförnum árum borist
kvartanir vegna seinagangs og draslaraháttar við nýbyggingu KKR
við Skógarhlíð 20.
Hinn 18. júní 1996 ritaði byggingarfulltrúi bréf til KKR og
krafðist úrbóta fyrir 1. sept. þ.á.
Ekki hefur orðið við þeim fyrirmælum sem þar voru sett.
Með vísan til ofanritaðs og bréfs frá 18. júní sl., en þar var
hótað aðgerðum er nú lagt til, með vísan til 26. gr. og 36. gr.
byggingarlaga nr. 54/1978 að KKR verði gefinn frestur til 15.
júní 1997 til þess að fjarlægja vinnupalla við húsið, flytja á
brott allt afgangs byggingarefni, jafna lóð í hæð og þekja þá
hluta sem þannig eiga að vera.
Jafnframt skal gengið frá lóðamörkum í samráði við lóðarhafa
aðliggjandi lóða.
Verði ekki orðið við þessum fyrirmælum verði beitt dagsektum kr.
40.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu og þær
innheimtar í samræmi við 3. mgr. 36. gr. fyrrnefndra laga.
Jafnframt lagt fram bréf Páls Gunnlaugssonar dags. 25. febrúar
1997.

Samþykkt.
Helgi Hjálmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.