Sörlaskjól 38

Verknúmer : BN014032

3417. fundur 1997
Sörlaskjól 38, Aðgerðir vegna glugga
Tillaga byggingarfulltrúa til aðgerða vegna glugga á bílskúr í
lóðamörkum. Með bréfi dags. 18. júlí 1996 til Jens Jóhannssonar
Ystaseli 31 var Jens beðinn að hafa samband við byggingarfulltrúa
vegna kæru um óleyfisglugga á bílskúr í lóðamörkum í Sörlaskjóli
38, en Jens er skráður eigandi að bílskúrnum og íbúð í húsinu
Sörlaskjóli 38. Engin viðbrögð hafa orðið frá hendi Jens
Jóhannssonar vegna ofanritaðs bréfs. Því leggur undirritaður til
með vísan til 36. gr. byggingarlaga, nr. 54/1978 með síðari
breytingum, að Jens Jóhannssyni Ystaseli 31 verði gefinn frestur
til 1. maí 1997 til þess að fjarlæga þá glugga sem eru í bílskúr
á lóðamörkum Sörlaskjóls 38 og Ægisíðu 127, loka gluggagötum með
A60 lokun og ganga frá yfirborði veggjarins á sama hátt og fyrir
er. Verði þessum fyrirmælum ekki sinnt verði beitt dagsektum kr.
15.000 á hvern dag sem það dregst að ljúka verkinu. Dagsektir og
kostnaður verði innheimt samkvæmt ákvæði í 3. mgr. 36. gr.
byggingarlaga. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga er
jafnframt lagt til að Jens Jóhannssyni verði gefinn frestur til
að tjá sig um málið til 12. febrúar n.k.

Samþykkt.