Laugarnesvegur 89
Verknúmer : BN012239
12. fundur 1996
Laugarnesvegur 89, br.innr.í kjallara
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara hússins á
lóðinni nr. 89 við Laugarnesveg og reisa 12 m. háan skorstein.
Gjald kr. 2.250.oo.
Meðfylgjandi er bréf Helga Óskars Óskarssonar dags. 05.05.1996.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits dags. 30. maí og 22. maí fylgir
málinu. Ennfremur afrit af bréfi Kjötumboðsins dags. 7. júní til
borgarstjóra.
Synjað.
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 21. maí sl. var
ofangreindri umsókn vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur. Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er m.a. vísað til
eftirfarandi samþykktar heilbrigðisnefndar frá 5. des. 1985.
"Samþykkt var að fjarægð reykofna og reykhúsa þar sem matvæli
eru reykt skuli vara a.m.k. 100 m. frá næstu íbúðarhúsum sé
notaður fullnægjandi reyk- og lykthreinsibúnaður að mati
Heilbrigðiseftirlits. Ef sá búnaður er ekki fyrir hendi eða
ófullnægjandi skal þessi fjarlægð vera 200-500 m. eftir
aðstæðum. Starfandi fyrirtækjum er veittur frestur til 1. ágúst
1989 til að uppfylla framangreind skilyrði" Jafnframt er vísað
til eftirfarandi bókunnar heilbrigðisnefndar þann 17. maí sl. en
þá voru nefndinni kynntar hugmyndir Kjötumboðsins hf. um
flutning á kaldreykingu í húsið nr. 89 við Laugarnesveg. " Með
hliðsjón af nálægð fyrirtækisins við íbúðarhverfi telur
nefndin að eðlileg forsenda fyrir að leyfa flutning
reykingarinnar á þennan stað sé að tryggt verði að lykt frá
starfsemi fyrirtækisins valdi hvorki skaða né óþægindum í
nágrenni þess".
Bókun þessi er í samræmi við ákvæði greinar 34 í
mengunarvarnareglugerð en hún er svohlóðandi:
"Forráðamenn fyrirtækja og stofnanna skulu sjá svo um að reykur,
ryk og hættulegar, daunillar eða lyktarmiklar lofttegundir
valdi ekki óþægindum í nærliggjandi umhverfi".
Með vísan til ofangreinds og þeirrar staðreyndar að íbúðarhús
við Laugarnesveg eru í innan við 100 m. fjarlægð frá
fyrirhugaðri staðsetningu á reykháf fyrir kaldreykingu og önnur
við jaðar þeirrar fjarlægðar og ekki hefur verið sýnt fram á að
sá hreinsibúnaður sem Kjötumboðið hyggst nota sé fullnægjandi
er umsókn fyrirtækisins hér með synjað.