Hæðargarður 27a

Verknúmer : BN011686

3398. fundur 1996
Hæðargarður 27a, Byggja leikskóla
Sótt er um leyfi til að byggja leikskóla úr steinsteypu á
lóðinni nr. 27A við Hæðargarð.
Stærð: 1. hæð 640,2 ferm., 2205 rúmm.
Gjald kr. 2.250.oo + 49.613.oo.
Bréf hönnuðar dags. 03.04.96 fylgir erindinu.
Samantekt borgarskipulags dags. 09.04.1996 vegna kynningar
málsins fylgir erindinu.

Frestað.
Kynna fyrir eigendum fasteigna við Hæðargarð 28, 30, 32, 34, 36,
38, 40, 42 og 29 og Steinagerði 17, 15, og 13.
Halldór Guðmundsson óskaði eftirfarandi bókunar:
Bent er á að þarna er verið að byggja mannvirki í óþökk margra
íbúa hverfisins. Ég tel að með því litavali sem lagt er til muni
fyrirhuguð bygging hrópa á athygli líkt og gerist við samskonar
leikskóla á lóð Laugarnesskóla.