Staðahverfi - nafngiftir

Verknúmer : BN011615

3397. fundur 1996
Staðahverfi - nafngiftir, Staðahverfi - Nafngiftir
Byggingarfulltrúi leggur til í samráði við Þórhall Vilmundarson
að götur í hverfinu hljóti nöfn, sem enda á staðir til samræmis
við Korpúlfsstaði. Forliðir nafnanna verði dregnir af staðháttum
í grennd við hverja götu fyrir sig, og er þá tekið mið af staða
nöfnum afbýla og hjáleigu frá höfuðbólum (t.d. Mosastaðir frá
Kaldaðarnesi):
1) Vestasta gatan er skammt austan við skólagarða, og er lagt
til, að hún fái nafnið GARÐSSTAÐIR.
2) Næsta gatan fyrir austan er upp af Leynisbrúnum austan
Gorvíkur og fái húsn nafnið BRÚNASTAÐIR.
3) Gatan þar fyrir austan er upp af Bökkum við sjóinn og fái
nafnið BAKKASTAÐIR.
4) Austasta gatan liggur að Ferðamannabörðum við Korpúlsstaðaá og
suður af Króabarði við sjóinn og fái nafnið BARÐASTAÐIR.
5) Tengibraut frá hringtorgi á Víkurvegi að Korpúlfsstaðaá fái
nafnið KORPÚLSSTAÐAVEGUR.
6) Heimreið að Korpúlfsstöðum fái nafnið THORSVEGUR, eða að
viðbótartillögu byggingarnefndar Thors Jensengata.

Samþykkt.