Höfðabakki 1
Verknúmer : BN011531
3397. fundur 1996
Höfðabakki 1, innrétta 19íbúðir
Sótt er um leyfi til að innrétta 18 hótel íbúðir í íbúðarhóteli
auk húsvarðaríbúðar alls 19 hótelíbúðir í húsinu á lóðinni nr. 1
við Höfðabakka.
Gjald kr. 2.180.oo. Meðfylgjandi eru bréf Hjartar
Aðalsteinssonar, dags. 28.12.95 og 03.01.96 og samþykki eigenda
dags. 18.12.95. Yfirlýsing vegna kvaðar frá fiskbúðinni Vör,
dags. 22.12.95. Yfirlýsing vegna kvaðar frá Feita Dvergnum, dags.
20.12.95. Bréf Ragnars Halldórs Hall, hrl, dags. 05.01.96 fylgir
erindinu.
Samþykkt.
Með vísan til bókunar byggingarfulltrúa.
Þinglýsa skal kvöð á alla eignarhluta að þeir eru hótelíbúðir
ætlaðar til tímabundinnar íbúðar, án þess að íbúar geti skráð
þar lögheimili sitt. Með þeirri undantekningu, að heimilt er að
skrá einstakling, hjón eða par með búsetu í húsvarðaríbúð.
Húsvarðaríbúð er órjúfanlegur hluti sameignar. Skylt er eigendum
hótelíbúðanna að stofna og reka sérstakt húsfélag sem starfi á
grundvelli fjöleignarhúslaga nr. 26/1994. Við sölu á hótelíbúðum
þarf að liggja fyrir samþykki meirihluta þinglýstra eigenda
hótelíbúðanna. Með hótelíbúð er átt við herbergi með sér baði,
svefn- og eldunaraðstöðu. Þjónusta er sameiginleg hvað varðar
ræstingu, húsvörslu, þvott og meðferð á líni.
Frágangur á brunavörnum háður sérstakri úttekt
slökkviliðsstjóra. Áskilið samþykki heilbrigðisnefndar.