Norðlingabraut 5, Norðlingabraut/Bugða, Rauðarárstígur 31, Laugarásvegur 13, Bauganes 1, Hólaberg 84, Kleifarsel 28 - Seljaskóli, Sogavegur 69, Bjarkargata 12, Grettisgata 6A, Slippareitur, Reitur 1.174.3 Stjörnubíósreitur, Vallarstræti, Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, Víðidalur, Fákur, Laugarnestangi 65, Þjóðhildarstígur, Reykjavíkurflugvöllur,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

297. fundur 2010

Ár 2010, föstudaginn 9. apríl kl. 10:30 var haldinn 297. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.10 Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð og gerðir eru tveir nýjir byggingareitir samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 4. janúar 2010. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar til og með 26. mars 2010. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

2.10 Norðlingabraut/Bugða, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar ásamt uppdrætti, dags. 8. apríl 2010, um að koma fyrir fjórum bílastæðum fyrir framan Björnslund, útideild leikskólans Rauðhóls.
Neikvætt.
Gert hefur verið ráð fyrir ellefu bílastæðum á borgarlandi norðan við skógarlundinn samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Ekki er talin ástæða til að breyta gildandi deiliskipulagi til að koma fyrir fleiri bílastæðum á svæðinu.


3.10 Rauðarárstígur 31, málskot
Lagt fram málskot framkvæmdastjóra Hýðis ehf., dags. 11. mars 2010, vegna synjunar embættisfundar byggingarfulltrúa 15. desember 2009 á fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að breyta 1. hæð í skammtímaleiguíbúðir í íbúðar- og verslunarhúsinu á lóð nr. 31 við Þverholt.
Vísað til skipulagsráðs.

4.10 Laugarásvegur 13, bílgeymslur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. mars 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr við fjölbýlishúsið á lóð nr. 13 við Laugarásveg.
Erindi fylgir þinglýst eignaskiptayfirlýsing, dags. í desember 1996.
Bílskúr: 55,7 ferm., 185,2 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 14.261
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laugarásvegi 5, 11, 15, 17 og 17a, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

5.10 Bauganes 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Haralds Helgasonar, dags. 26. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr 1 við Bauganes. Í breytingunni felst að reist verði sjálfstætt standandi hús innan byggingarreitsins sem auðvelt verði að taka niður og flytja.
Frestað.

6.10 Hólaberg 84, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Andrésar N. Andréssonar, dags. 25. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gerðuberg/Hólaberg vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg. Í breytingunni felst aðlögun á byggingarreit að fyrirhugaðri byggingu samkvæmt uppdrætti Hornsteinar arkitektar ehf., dags. 17. mars 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

7.10 Kleifarsel 28 - Seljaskóli, endurgerð á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 3. febrúar 2010 var lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 28. janúar 2010, og tillaga skrifstofustjóra mannvirkjastofu Framkvæmda- og eignasviðs um endurgerð lóðar fyrir Kleifarsel 28, lóð Seljaskóla. Framkvæmda- og eignaráð samþykkti að vísa erindi til Skipulags- og byggingarsviðs. Erindinu var vísað til skoðunar hjá embætti skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.

8.10 Sogavegur 69, deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 5. febrúar 2010 var lagt fram erindi PK arkitekta, dags. 22. janúar 2010, varðandi deiliskipulag fyrir lóð nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti, dags. 5. janúar 2010. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdrætti, dags. 23. febrúar 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

9.10 Bjarkargata 12, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar G. Þorsteinssonar, dags. 30. mars 2010, um að setja bílastæði á lóðina nr. 12 við Bjarkargötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

10.10 Grettisgata 6A, (fsp) lóðamál
Lögð fram fyrirspurn Arnars S. Friðbjarnarsonar og Helenu Stefánsdóttur, dags. 7. apríl 2010, um að fá leigða lóð hjá borginni sem er fyrir framan bakhúsið á lóðinni nr. 6A við Grettisgötu.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

11.10 Slippareitur, (fsp) lóð fyrir flutningshúsið Sólfell
Lögð fram fyrirspurn Minjaverndar, dags. 30. mars 2010, um lóð fyrir saltfiskþurrkunarhúsið Sólfell sem áður stóð að Borgartúni 41. Einnig lögð fram tillaga Argos arkitektastofu, dags. í mars 2010, að staðsetningu þess og endurbyggingu á Slippasvæðinu í Reykjavíkurhöfn.
Kynna formanni skipulagsráðs.

12.10 Reitur 1.174.3 Stjörnubíósreitur, (fsp) aðgengi að baklóðum á reit
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Eddu Þórsdóttur, dags. 2. nóvember 2009, varðandi aðgengi að baklóðum á reit 1.174.3, Stjörnubíósreit. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsstjóra, dags. 25. mars 2010.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

13.10 Vallarstræti, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Björns Ólafs arkitekts, dags. 18. febrúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna nr. 7 við Aðalstræti, nr. 4 við Vallarstræti og nr. 2 við Thorvaldssenstræti. Í breytingunni felst að byggt verði fimm hæða hús með kjallara sunnan Vallarstrætis á nýrri lóð sem sameinar lóðirnar Aðalstræti 7 samkvæmt uppdrætti, dags. 18. febrúar 2010. Einnig lögð fram greinargerð, dags. 16. desember 2009 breytt 6. apríl 2010.
Kynna formanni skipulagsráðs.

14.10 Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram greinargerð og tillaga Erum arkitekta, dags. 17. febrúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæði Fylkis við Fylkisveg. Umfang bygginga minnkar frá samþykktu skipulagi þar sem horfið hefur verið frá því að koma allri starfsemi íþróttafélagsins fyrir innan svæðisins.
Kynna formanni skipulagsráðs.

15.10 Víðidalur, Fákur, (fsp) framkvæmdir vegna Landsmóts 2012
Lögð fram fyrirspurn Jóns F. Hanssonar f.h. Hestamannafélagsins Fáks, mótt. 8. apríl 2010, varðandi framkvæmdir á svæði Fáks fyrir Landsmót 2012, skv. uppdrætti Landslags, dags. 10. febrúar 2010. Framkvæmdirnar lúta m.a. að bílastæði, tjaldstæði og áhorfendastúku.
Vísað til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs og Framkvæmda- og eignarsviðs.

16.10 Laugarnestangi 65, vegna óleyfisframkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010. þar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 25. s.m. að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfis- og samgöngusviðs, framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs: Borgarráðsfulltrúi VG leggur til að framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar verði falið að koma borgarlandinu við Laugarnestanga í viðunandi ástand á kostnað eiganda Laugarnestanga 65. Framkvæmdum verði lokið fyrir varptíma fugla á svæðinu.
Kynna formanni skipulagsráðs.

17.10 Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 22. ágúst 2008, var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf, dags. 21. ágúst 2008, þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir, dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 13. október 2008, og umsögn skipulagsstjóra, dags. 26. mars 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

18.10 Reykjavíkurflugvöllur, orðsending borgarstjóra
Lögð fram orðsending borgarstjóra, dags. 6. apríl 2010, ásamt ályktun Félags íslenskra atvinnuflugmanna um framtíð Reykjavíkurflugvallar, dags. 25. mars 2010.
Vísað til skipulagsráðs.