Kristnibraut 71, Naustabryggja 13-15, Skagasel 9, Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, Karfavogur 46, Grettisgata 33, Mjóstræti 4, Njálsgata 23, Brautarholt 2, Suðurgata 10, Bankastræti 5, Grettisgata 6, Hafnarstræti 20, Laugavegur 7, Laugavegur 70, Laugavegur 81, Vogabakki,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

43. fundur 2002

Ár 2002, mánudaginn 11. nóvember kl. 09:00 var haldinn 43. embættisafgreiðslu- fundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir aðilar gerður grein fyrir einstökum erindum: Nikulás Úlfar Másson, Jóhannes S. Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Þormar og Ólöf Örvarsdóttir.
Þetta gerðist:


1.02 Kristnibraut 71, (fsp) bílgeymsla
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að nýta rými í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 71 fyrir bílageymslur og hafa aðkomu að þeim sameiginlega fyrir Kristnibraut 69 og Kristnibraut 71 og sambærilega fyrir Kristnibraut 73 og 75, samkv. uppdr. SH hönnunar dags. 23.09.02.
Bréf hönnuðar og samþykki lóðarhafa lóða nr. 71, 73 og 75 við Kristnibraut fylgir erindinu.
Jákvætt. Umsækjandi þarf, á eigin kostnað, að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 71, 73 og 75. Grenndarkynna þarf tillöguna þegar hún liggur fyrir.

2.02 Naustabryggja 13-15, fjölgun íbúða
Lagt fram bréf Gunnars Jónatanssonar framkv.stj. Búseta, dags. 07.11.02, varðandi fjölgun íbúða við Naustabryggju 13-17.
Frestað. Kynna formanni.

3.02 Skagasel 9, br. bílskúr í íbúðarými.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka glugga á austurhlið 1. hæðar og innrétta bílskúr tímabundið sem íbúð fyrir sambýli á lóð nr. 9 við Skagasel, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi dags. 25.09.02.,
Gjald kr. 4.800
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Þinglýsa skal kvöð um að heimild til umsóttar notkunar bílskúrs falli niður ef húsið verði tekið til annara nota en sem sambýli.

4.02 Sóleyjarimi 1, lóð Landssímans, lóð Landssímans í Rimahverfi
Lagt fram bréf Landssíma Íslands hf, dags. 30.10.02, varðandi athugasemdir vegna breytinga á lóðamörkum lóða Landssíma Íslands hf og nýtingu þeirra.
Jákvætt enda verði byggingarreitur til vesturs styttur um 5-6 metra. Vísað til afgreiðslu deiliskipulags svæðisins.

5.02 Karfavogur 46, (fsp)hækka hús og b. bílsk.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka mænir íbúðarhúss um 60 sm, byggja fjóra kvisti svo hægt verði að innrétta svefnherberi á þakhæð og byggja 50 ferm., bílskúr á sama stað og til stóð að byggja helmingi minni bílskúr 1946 á einbýlishúsalóð nr. 46 við Karfavog. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17.10.02.
Neikvætt með vísan til umsagnar hverfisstjóra.

6.02 Grettisgata 33, (fsp) fjölbýlishús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa húsið á lóðinni nr. 33 við Grettisgötu og bygga í þess stað þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar, dags. 14.05.02, breytt 08.06.02.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

7.02 Mjóstræti 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 31.10.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Mjóstræti. Einnig lagt fram bréf Kristins E. Hrafnssonar, dags. 03.10.02, bréf Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 07.10.02, bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 07.10.02 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 08.10.02.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Mjóstræti 2, 3 og 6 og Garðastræti 15 og 17.

8.02 Njálsgata 23, Matsala á 1. h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta eldhús og hafa matsölu í áður verslunarrými á 1. hæð matshluta 02 á lóð nr. 23 við Njálsgötu, samkv. uppdr. Arkitektastofu Þorgeirs, dags. 23.10.02.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 21. september og 17. október 2002, samþykki eins meðeigenda með fyrirvara daghs. 29. október 2002, innfært afsal vegna eignar á 1. hæð matshluta 02 og bréf hönnuðar dags. 3. október 2002 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 21 og 23 og Frakkastíg 16.

9.02 Brautarholt 2, Byggja ofaná og br. í 23 íb.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 10.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja ofan á húsið, byggja útbyggingar og svalir á 2.- 4. hæð og breyta innra skipulagi allra hæða fyrir samtals tuttugu og þrjár íbúðir ásamt verslun á 1. hæð hússins á lóð nr. 2 við Brautarholt, samkv. uppdr. Þormóðs Sveinssonar ark. daggs. 24.09.02.
Samþykki meðlóðarhafa (matshluta 01) dags. 25. september 2002, samþykki meðeigenda dags. 30. september 2002 og ljósrit af bréfum hönnuðar til skipulagsfulltrúa dags. 24. og 25. september 2002 ásamt ljósriti af svarbréfum skipulagsfulltrúa dags. 19. mars og 27. september 2002 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.10.02.
Stærð: Stækkun húss samtals 469,7 ferm., 1823,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 87.547
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 1, Stakkholti 2-4, Mjölnisholti 14, Brautarholti 4, Stórholti 2, Einholti 2, Þverholt 11 og Skipholti 1.

10.02 Suðurgata 10, fsp. breyting inni og úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja hæð ofan á tengibyggingu á suðurhluta lóðar og breyta gluggum á framhlið (austurhlið) hússins á lóðinni nr. 10 við Suðurgötu, samkv. uppdr. Batterísins, dags. 18.10.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 04.11.02.
Jákvætt með þeim breytingum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsfulltrúa.

11.02 Bankastræti 5, (fsp)Hótel og veitingasala
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 05.11.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingasal á 1. hæð og hótel með rúmlega 30 hótelherbergjum á efri hæðum atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bankastræti. Bréf fyrirspyrjanda dags. 4. nóvember 2002 fylgir erindinu.
Frestað. Óskað eftir umsögn hverfisstjóra.

12.02 Grettisgata 6, breytingar
Lagt fram bréf Bergþóru Bertu Guðjónsdóttur, dags. 01.11.02, varðandi breytingar á risíbúð að Grettisgötu 6, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar arkitekts, dags. 01.11.02.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

13.02 Hafnarstræti 20, fsp. kaffihús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta suðurhlið fyrstu hæðar og reka kaffihús á fyrstu hæð hússins nr. 20 við Hafnarstræti, samkv. uppdr. Arkitektur.is, dags. 21.10.02.
Bréf hönnuðar dags. 21. október fylgir erindinu.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Samræmist skipulagi.

14.02 Laugavegur 7, fsp. veitingastaður
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í samræmi við meðfylgjandi teikningar M3 arkitekta, dags. 21.10.02, á fyrstu hæð hússins nr. 7 við Laugaveg.
Frestað.

15.02 Laugavegur 70, kaffi- og kökuhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að reka kaffihús með sætum fyrir u.þ.b. fjörutíu gesti ásamt sölu á kaffi og kökum í verslunarhúsnæði á fyrstu hæð hússins nr. 70 við Laugaveg, samkv. uppdr. Valdísar Bjarnadóttur arkitekts, dags. í október 2002. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. október 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 66, 68, 69, 71, 72 og 73.

16.02 Laugavegur 81, (fsp) kaffihús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta útliti norður- og austurhliðar húss og hvort leyfður yrði rekstur kaffihúss með sætum fyrir fimmtíu gesti á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 81 við Laugaveg, samkv. uppdr. Vinnustofu Kópavogs, dags. 22.10.02.
Samkomulag eigenda Laugavegar 81 dags. 27. september 2002.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.

17.02 Vogabakki, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 30.05.02, varðandi erindi Samskipa frá 2. maí 2002 um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar frystigeymslu við Vogabakka, samkv. uppdr. arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 29.05.02. Breytingin tekur til lóðanna Holtavegur 3, Kjalarvogur 7-15 og 19. Málið var í auglýsingu frá 27. sept. til 8. nóvember, athugasemdafrestur var til 8. nóvember 2002. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.