Traðarland 1, Víkingur

Verknúmer : SN080349

222. fundur 2008
Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júlí 2008 þar sem borgarráð beinir því til skipulagsráðs að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar Markar með það í huga að stækka athafnasvæði Víkings. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsstjóra.


143. fundur 2008
Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júlí 2008 þar sem borgarráð beinir því til skipulagsráðs að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar Markar með það í huga að stækka athafnasvæði Víkings.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

139. fundur 2008
Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. júní 2008 vegna samþykktar borgarráðs 5. s.m. að vísa erindi aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings varðandi stækkun á athafnasvæði félagsins til skipulagsráðs, framkvæmda- og eignaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi sama mál.
Vísað til meðferðar embættis skipulagsstjóra.

212. fundur 2008
Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Á fundi skipulagsstjóra 23. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi stækkun á svæði knattspyrnufélagsins Víkings að Traðarlandi 1.
Erindinu var vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.

210. fundur 2008
Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi stækkun á svæði knattspyrnufélagsins Víkings að Traðarlandi 1.
Vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.