Viðburðardagskrá Grasagarðsins, Strætó bs., Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Engjateigur 7, Hverafold 49-49A, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurbakki 2, Austurbakki 2, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

149. fundur 2016

Ár 2016, miðvikudaginn 18. maí kl. 09:08, var haldinn 149. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 160145
1.
Viðburðardagskrá Grasagarðsins, kynning
Kynnt viðburðardagskrá Grasagarðsins.

Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 9:13.


Umsókn nr. 160147
500501-3160 Strætó bs
Pósthólf 9140 129 Reykjavík
2.
Strætó bs., mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík
Kynnt minnisblað Strætó bs., dags. 17. maí 2016, varðandi mögulegar leiðakerfisbreytingar haustið 2016 í Reykjavík.

Ragnheiður Einarsdóttir hjá Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 160146
3.
Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, kynning
Kynning á hönnun torgs og göngugötu á Hljómalindarreit.

Hermann Ólafsson og Björgvin Snæbjörnsson frá Landhönnun slf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 10070
4.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 13. maí 2016.





Umsókn nr. 150687 (01.36.65)
531107-0550 Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152 104 Reykjavík
5.
Engjateigur 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf., mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2016 til og með 9. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur, dags. 21. janúar 2016, Antoníus Þ. Svavarsson f.h. Prófasts ehf., dags. 25. febrúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 25. janúar 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Dr. Agna Ásgeirssonar f.h. Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins, lóðarhafa Engjateigs 11, dags. 2. mars 2016 og tölvupóstur Árna B. Björnssonar f.h. Verkfræðingafélags Íslands, lóðarhafa Engjateigs 9, dags. 2. mars 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. maí 2016.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. maí 2016.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 160239 (02.86.60 01)
210651-3579 Ingibjörg H Harðardóttir
Hverafold 49 112 Reykjavík
050653-5529 Þormóður Sveinsson
Heiðargerði 124 108 Reykjavík
6.
Hverafold 49-49A, breyting á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis
Lögð fram umsókn Þormóðs Sveinssonar f.h. Ingibjargar H. Harðardóttur, mótt. 18. mars 2016, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Foldahverfis suður 1. og 2. áfanga vegna lóðarinnar nr. 49-49a við Hverafold, dags. 15. mars 2016. Í breytingunni felst að skilmálum fyrir einbýlishús verði breytt í skilmála fyrir parhús og að heimilt sé að taka í notkun þegar gerð sökkulrými, samkvæmt tillögu, dags. 17. maí 2016. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 13. maí 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
7.
>Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 875 frá 17. maí 2016.




Umsókn nr. 50486 (01.11.980.1)
530513-1060 Kolufell ehf.
Borgartúni 19 108 Reykjavík
8.
Austurbakki 2, Fjölbýlishús - verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða fjölbýlishús á tveggja hæða kjallara, einangrað og klætt að utan með flísum/málmklæðningu, sjö stigahús með 106 íbúðum og verslun og þjónustu á jarðhæð á reit 5B og verður matshluti 05 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig er lögð fram umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rými: 17.408,1 ferm., 62.902,2 rúmm. B-rými: 2.107,8 ferm., 7.110,5 rúmm. C-rými: 64,8 ferm. Gjald kr. 10.100

Ásgeir Ásgeirsson og Fríða Sigurðardóttir frá T.ark arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 50485 (01.11.980.1)
530513-1060 Kolufell ehf.
Borgartúni 19 108 Reykjavík
9.
Austurbakki 2, Hótel
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 6 hæða hótel, einangrað og klætt að utan með flísum/gluggakerfi, 253 herbergi fyrir 512 gesti, á tveggja hæða kjallara á reit 5A og verður matshluti 06 á lóð nr. 2 við Austurbakka. Einnig er lögð fram umsögn Fagrýnihóps, dags. 11. mars 2016.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. mars 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2016. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 21. janúar og skýrsla um hönnunarforsendur hljóðvistar dags. 21. janúar 2016. Stærð A-rýma: 18.447,6 ferm., 68.426,9 rúmm. B-rými: 490 ferm., 2.005,8 rúmm. Gjald kr. 10.100

Ásgeir Ásgeirsson og Fríða Sigurðardóttir frá T.ark arkitektum taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 160151
10.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að umhverfis- og skipulagsráð hvetji til breytingar á lögreglusamþykkt svo íbúar Reykjavíkur þurfi ekki að búa við að nágrannar þeirra noti garða sína sem nokkurs konar kirkjugarða fyrir úrsérgengin bílhræ öllu umhverfinu til ama.
Lögreglusamþykkt Reykjavíkur er ekki í samræmi við reglugerð um lögreglusamþykkt þar sem segir að: "Heimilt er að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu sveitarfélags ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum. Sama gildir um ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Tilkynna skal skráðum eiganda og/eða umráðamanni um flutninginn og skal hann bera kostnað vegna flutnings og vörslu ökutækisins."

Frestað.

Umsókn nr. 160150
11.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Sumargötur
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfsstæðisflokksins um Sumargötur: " Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir óska eftir upplýsingum um það hvort til greina komi að endurskoða rúman opnunartíma svokallaðra sumargatna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað gert athugasemdir við að lokun Laugavegar og neðanverðs Skólavörðustígs í maí sé of snemmt vegna þess að veðurfar bjóði ekki upp á slíkt. Reynslan það sem af er maí hefur sýnt fram á það að mati fjölmargra rekstraraðila að fáir eru á ferli og tekjur hafa dregist verulega mikið saman."

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.