Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjusandur, Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Freyjubrunnur 16-20, Reykjavíkurflugvöllur, Laugavegur 95-99, Garðastræti 37, Njálsgata 37, Tangabryggja 18-24, Lindarsel 9, Hlíðarendi 4, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Sogavegur 3, Kjalarnes, Hólaland, Sumargötur, Merkingar hjólastíga, Laufásvegur 47, Miklabraut 38, Hljómskálagarður, Reykjavíkurflugvöllur, Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Hlíðarendi, Götuþvottur, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Kjalarnes, Esjumelar, Kjalarnes, Sætún, Úlfarsfell, kirkjugarður, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,

145. fundur 2016

Ár 2016, miðvikudaginn 20. apríl kl. 9:08, var haldinn 145. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir og Sigurður Ingi Jónsson Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari er Björgvin Rafn Sigurðarson. Þetta gerðist:
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, dags. 15. apríl 2016.





Umsókn nr. 150548
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjusandur, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis og skipulagssviðs dags. í október 2015 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi Kirkjusand miðsvæði M6b vegna fjölda íbúða og magn atvinnuhúsnæðis. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2016 til og með 12. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hörður Harðarson, dags. 26. mars 2016. Einnig er lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 25. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Einnig er lögð fram umsögn deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags, dags. 15. apríl 2016.


Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt skv. 1.mgr. 32. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs



Umsókn nr. 150109 (01.34.51)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
3.
Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur, skv. uppfærðum uppdr. Ask arkitekta ehf., dags. 8. janúar 2016. Einnig er lögð fram uppfærð greinargerð og skilmálar Ask arkitekta ehf., Eflu verkfræðistofu og umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. janúar 2016. Tillagan var auglýst frá 30. janúar til og með 12. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hörður Harðarson, dags. 26. mars 2016 og 6. mars 2016 og undirskriftalisti 18 íbúa við Laugarnesveg og nágrenni, dags. 1. mars 2016, Sveinn Ólafur Arnórsson og Sandra Berg Cepero, dags. 10. mars 2016, Jón Trausti Jónsson, dags. 10. mars 2016, Veitur, dags. 11. mars 2016, Hafliði Bjarki Magnússon, dags. 11. mars 2016 og Steinunn Björg Helgadóttir og Þór Vigfússon, dags. 11. mars 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 22. febrúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18. apríl 2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2016.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. apríl 2016.
Vísað til borgarráðs.

Kl. 9:29 tekur Sigurborg Ó. Haraldsdóttir sæti á fundinum.


Umsókn nr. 160110 (01.75.1)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
4.
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 10. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæðinu þar sem gert er ráð fyrir fjölgun háskólaíbúða á svæði Háskólans í Reykjavík og hækkun húsa að hluta. Á tveimur lóðum í krika Flugvallarvegar og Nauthólsvegar er gert ráð fyrir annars vegar lóð fyrir skólahúsnæði og hins vegar lóð fyrir íbúðarbyggð , samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 18. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 3. mars 2016 og minnisblað Eflu, dags. 11. mars 2016.

Fulltrúar Kanon arkitekta Helga Bragadóttir, Halldóra Bragadóttir og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.





Umsókn nr. 160136 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
5.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ask arkitekta ehf., dags. 23. febrúar 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vísindagarða. Breytingin felur í sér breytingu á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli, samkvæmt kynningargögnum Ask arkitekta ehf., dags. í mars 2016.

Fulltrúar Ask arkitekta Páll Gunnlaugsson og Þorsteinn Helgason og Eiríkur Hilmarsson frá Vísindagörðum HÍ og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Kl. 11:16 víkur Sigurður Ingi Jónsson af fundi, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.




Umsókn nr. 160069 (02.69.55)
120944-2669 Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
520203-4270 Eignarhaldsfélagið Á.D. ehf.
Akralind 2 201 Kópavogur
6.
Freyjubrunnur 16-20, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 25. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals, Hallar, Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells vegna lóðarinnar nr. 16-20 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að byggja tvo byggingarhluta á suðurhlið hússins út fyrir byggingarreit og breyta einni íbúð í tvær minni íbúðir þannig að í stað 13 íbúða verða 14 íbúðir, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, dags. 5. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Kristinn Ragnarssonar, ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. febrúar til og með 18. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir og Þorkell Frímann Viðarsson, dags. 17. febrúar 2016, Sólveig María Svavarsdóttir, dags. 23. febrúar 2016, Leifur Steinn Elísson, dags. 24. febrúar 2016, Jón Viggó Gunnarsson og Ástríður Elín Jónsdóttir, dags. 25. febrúar 2016 og Jón Heiðar Hannesson, dags. 10. mars. 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags 18. apríl 2016.



Umsókn nr. 150770 (01.6)
7.
Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdr. T.ark, dags. 18. desember 2015, síðast breytt 13. apríl 2016. Tillagan var auglýst frá 6. janúar 2016 til og með 17. febrúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ingimar Eydal, dags. 14. janúar 2016, Friðrik Pálsson f.h. Hjartans í Vatnsmýrinni dags. 15. janúar 2016, Ásta Sigurðardóttir, dags. 15. janúar 2016, Bréf Skagafjarðar, dags. 18. janúar 2016, vegna bókunar byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 14. janúar 2016, Bjarki Jóhannesson, dags. 19. janúar 2016, Bolli Héðinsson, dags. 30. janúar 2016, ásamt fylgiskjali, Kristinn Alex Sigurðsson, dags. 1. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 1. febrúar 2016, Hallsteinn ehf., dags. 1. febrúar 2016, Jóhannes Örn Jóhannesson , dags. 2. febrúar 2016, Sigmundur Sigurðsson, dags. 2. febrúar 2016, Bragi Sigþórsson, dags. 4. febrúar 2016, Júlíus Björn Þórólfsson formaður Yaka Flugklúbbs Alþýðunnar ehf., dags. í febrúar 2016 og mótt. 5. febrúar 2016 og 9. febrúar 2016, Þórólfur Magnússon, dags. 8. febrúar 2016, bréf Akureyrarbæjar, dags. 9. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar frá 2. febrúar 2016, Elliði Vignisson bæjarstjóri f.h. Vestmannaeyjarbæjar, dags. 12. febrúar 2016, Leifur Magnússon, dags. 12. febrúar 2016, Sigurður Ingi Jónsson, dags. 14. febrúar 2016, Alfhild Nielsen, dags. 15. febrúar 2016, Bréf Fljótsdalshéraðs, dags. 15. febrúar 2016, vegna bókunar bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 15. febrúar 2016, bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 15. febrúar 2016, Magnús Brimar Jóhannsson, dags. 15. febrúar 2016, Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri f.h. bæjarráðs Hornafjarðar, dags. 15. febrúar 2016, Bjarni Baerings, dags. 15. febrúar 2016, Byggábirk, dags. 16. febrúar 2016, Ásgeir Jamil Allansson og Bára Einarsdóttir, dags. 16. febrúar 2016, Flugklúbburinn Þytur ehf., dags. 2. febrúar 2016, Hjörleifur Jóhannesson, dags. 16. febrúar 2016, Magnús R. Sigtryggsson, dags. 2. febrúar 2016, Halldór Þór Halldórsson, dags. 16. febrúar 2016, Úlfar Henningsson og Hólmfríður E. Guðmundsdóttir f.h. Garðaflugs ehf., dags. 16. febrúar 2016, Valur Stefánsson f.h. AOPA Ísland, Félag íslenskra einkaflugmanna, dags. 16. febrúar 2016, Erling Jóhannesson, dags. 17. febrúar 2016, Gunnar Valur Sveinsson f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 15. febrúar 2016, Halldór Jónsson, dags. 16. febrúar 2016, Sigurður Ingimarsson, dags. 17. febrúar 2016, Hafsteinn Linnet, dags. 17. febrúar 2016, Þorsteinn Kristleifsson, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Ragnar Arngrímsson, dags. 16. febrúar 2016, Þorsteinn Jónsson, dags. 2. febrúar 2016, Kristján Óskarsson f.h. Flugtæknis, dags. 17. febrúar 2016, Matthías Sveinbjörnsson f.h. Flugmálafélags Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Þorkell Ásgeir Jóhannsson f.h. Mýflugs, dags. 17. febrúar 2016, Ari Guðjónsson f.h. Icelandair Group, dags. 17. febrúar 2016, Reynir Sigurðsson f.h. Samgöngustofu, dags. 17. febrúar 2016, Velferðarráðuneytið, dags. 17. febrúar 2016, Guðmundur Kr. Unnsteinsson og Hallgrímur Óskar Guðmundsson f.h. flugklúbbs Íslands, dags. 17. febrúar 2016, Kristján Guðmundsson f.h. eigenda flugskýlis 33b, dags. 17. febrúar 2016, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf., mótt. 19. febrúar 2016 og Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson f.h. Hjartað í Vatnsmýri, dags. 16. febrúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Isavia, dags. 12. febrúar 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016.

Halldóra Hrólfsdóttir verkefnisstjóri, Erna Hrönn Geirsdóttir lögfræðingur og Þorsteinn Hermannsson samgöngustjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarssonar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016 gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur liggja ekki fyrir fullnægjandi gögn og þar með fullvissa um að hægt sé að loka brautinni án þess að það komi niður á flugöryggi. Niðurstaða dómsins byggir á því að samningar skuli halda en ekki á flugöryggissjónarmiðum. Því til stuðnings er vísað til bréfs frá 9.09.2015, sem Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna (ÖFÍA) sendi til innanríkisráðueytis rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia, en í bréfinu kemur fram að í skýrslu Eflu um nothæfisstuðul, en áhættumatsskýrsla Isavia er unnin með hliðsjón af henni, sé hvergi vitnað í leiðbeiningarreglur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) en í þeim sé að finna nánari skýringar á þýðingarmiklum öryggisatriðum sem Efla tekur ekki til greina sem leiðir til þess að skýrslan inniheldur alvarlegar villur. ÖFÍA telur skýrsluna ónothæfa og óásættanlegt sé að áhættumatsskýrsla Isavia byggi á henni við ákvörðunartöku um breytt fyrirkomulag Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er m.a. bent á að borið hafi að taka mið af hemlunarástandi flugbrautar, skyggni og skýjahæð, vindhviðum, brautarbreidd og stærðum flugvéla sem flugvellinum sé ætlað að þjóna. Þar sem þessara atriða hafi ekki verið gætt sé útreikningur nothæfisstuðuls rangur. Þá taki áhættumat Isavia ekki til sjúkraflugs eins og staðfest er í niðurstöðu Samgöngustofu um áhættumatsskýrslu Isavia frá 1. júní 2015. Þá er staðfest í niðurstöðu Samgöngustofu að hin skýrslan sem Efla vann fyrir Isavia um svokallaðan nothæfistíma hafi hvorki verið rýnd né hafi Samgöngustofa tekið afstöðu til hennar. Skýrslan hefur því ekkert vægi en samt er ítrekað vísað til hennar í umsögn skipulagsfulltrúa."

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bóka:
"Við tökum heilshugar undir vandaða og ýtarlega umsögn skipulagsfulltrúa. Til hefur staðið að leggja niður NA/SV-flugbrautina í vel á þriðja áratug. Borgarstjórnir í Reykjavík og ríkisstjórnir hafa tekið fjölda skrefa sem miðar að því að umrædd flugbraut hverfi, að fluggarðar séu víkjandi og að kennslu- og æfingaflugi verði fundinn annar staður. Nú síðast gerðu ríki og borg með sér samning í október 2013 og féll nýlega í héraði dómur á þá leið að ríkinu bæri að loka flugbrautinni innan 16 vikna. Sjúkraflugi er ekki stefnt í hættu við gildistöku skipulagsins nú frekar en áður þegar staðið hefur til að leggja NA/SV flugbrautina niður. Nauðsynlegt er að samþykkt verði deiliskipulag svo unnt sé að bjóða upp á nauðsynlegt viðhald og þróun flugstöðvarinnar uns miðstöð innanlandsflugs verður fundinn staður til frambúðar."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Málaferli Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna NA/SV flugbrautar standa yfir því ákveðið hefur verið að vísa niðurstöðu Héraðsdóms til Hæstaréttar. Þar til að niðurstaða fæst úr þeim málaferlum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir ekki rétt að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll."

Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 160278 (01.17.41)
470691-1589 Rit og bækur ehf.
Stórhöfða 30-40 110 Reykjavík
470105-2160 Plan 21 ehf
Álakvísl 134 110 Reykjavík
8.
Laugavegur 95-99, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ólafar G. Valdimarsdóttur f.h. Rita og bóka ehf., mótt. 5. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðarinnar nr. 95-99 við Laugaveg. Í breytingunni felst að á lóðinni verði heimil verslunar- og þjónustustarfstarfsemi í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 þ.m.t. almenn skrifstofu starfsemi og hótelþjónusta fyrir gististað í flokki V, en auk þess er heimilt að á eftri hæðum verði starfsemi gististaðar, skrifstofur eða íbúðir. Jafnframt eru heildarskilmálar settir fyrir lóðina auk þess að B og C rýmum er bætt inn í heildarflatarmál, heimilt verður að fullnýta gildandi deiliskipulagheimildir við Laugaveg auk þess að heimilt verður að stækka 4. hæð yfir bakbyggingu við Laugaveg allt að 1,5 metra frá útvegg o.fl., samkvæmt uppdr. Plan 21 ehf., dags. 5. apríl 2016.

Jón Ágúst Kjartansson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 160287 (01.16.1)
530608-0690 GAMMA Capital Management hf.
Garðastræti 37 101 Reykjavík
691004-2790 Kurt og Pí ehf
Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík
9.
Garðastræti 37, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf., f.h. Gamma Capital Management hf., mótt. 11. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.161 vegna lóðarinnar nr. 37 við Garðastræti.Í breytingunni felst að byggja megi garðskála með kjallara, gera tvö bílastæði við götu sunnanmeginn húss, stalla baklóð með steyptum stoðveggjum, stækka þakhæð til suðurs, byggja skyggni til austurs og gera þaksvalir innan afmarkaðs reits, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf., dags. 7. apríl 2016.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 160035 (01.19)
180844-4149 Benjamín G Magnússon
Grundarsmári 17 201 Kópavogur
10.
Njálsgata 37, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Benjamíns G. Magnússonar ark., mótt. 14. janúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.0, Njálsgötureitur 1, vegna lóðarinnar nr. 37 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að byggja við og hækka húsið á lóðinni, byggingu nýs húss á baklóð merkt nr. 37B o.fl., samkvæmt uppdr. Benjamíns G, Magnússonar ark., dags. 13. janúar 2016. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 28. janúar 2016, skýringarmyndir Benjamíns G. Magnússonar ark., dags. 18. febrúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. mars 2016.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 160114 (04.02.31 03)
700896-2429 Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf.
Hamraborg 11 200 Kópavogur
581198-2569 ÞG verktakar ehf.
Lágmúla 7 108 Reykjavík
11.
Tangabryggja 18-24, breyting á deiliskipulagi vegna húss nr. 24
Lgð fram umsókn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., mótt. 12. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna húss nr. 24 á lóð nr. 18-24 við Tangabryggju. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum í húsinu úr 40-44 í allt að 63 íbúðir og bílastæðaskilmálum lítillega samkvæmt uppdr. Björns Ólafs arkitekts, ódags.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, skv. 1. mgr. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150649 (04.92.81)
020378-4689 Sigurvin Lárus Jónsson
Danmörk
12.
Lindarsel 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram fram að nýju umsókn Sigurvins Lárusar Jónssonar, mótt. 27. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 9 við Lindarsel. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit um 1.5 metra til suðurs og heimilt byggingarmagn á lóðinni er hækkað, samkvæmt uppdr. Pro-ark teiknistofu, dags. febrúar 2016. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. mars til og með 4. apríl 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þorgrímur Jónsson, dags. 31. mars 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 8. apríl 2016 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2016.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2016.

Umsókn nr. 160307 (01.62.98)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
13.
Hlíðarendi 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi ALARK arkitekta ehf., dags. 19. apríl 2016 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda frá 2015 vegna lóðarinnar nr. 4 við Hlíðarenda (lóð B). Í breytingunni felst uppfærsla á skilmálatöflu þannig að B og C rými eru færð inn í nýtingarhlutfall lóðar.

Samþykkt með vísan til a liðar 1. gr. í viðauka 1.1 um fullnaðarafgreiðslur umhverfis- og skipulagsráðs án staðfestingar borgarráðs.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Sverris Bollasonar, fulltrúa Bjartar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinna Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur


Umsókn nr. 160263 (06.1)
14.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.1 Neðra Breiðholt, kynning
Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.1, Neðra Breiðholt. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var í Breiðholtsskóla 5. apríl sl.




Frestað.

Umsókn nr. 160264 (06.2)
15.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.2 Seljahverfi, kynning
Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.2, Seljahverfi. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var í Seljaskóla 7. apríl nk.




Frestað.

Umsókn nr. 160265 (06.3)
16.
Hverfisskipulag, Breiðholt 6.3 Efra Breiðholt, kynning
Kynning á drögum um framtíðarsýn hverfisskipulags Breiðholts hverfi 6.3, Efra Breiðholt. Einnig er kynnt hvernig til tóks með íbúafund í Breiðholti sem haldinn var í Fellaskóla 9. apríl sl.




Frestað.

Umsókn nr. 45423
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 871 frá 19. apríl 2016.



Umsókn nr. 160231 (01.81.09)
270365-3539 Kjartan Hafsteinn Rafnsson
Hlíðarbyggð 15 210 Garðabær
440110-0100 Fiskikóngurinn ehf
Sogavegi 3 108 Reykjavík
18.
Sogavegur 3, (fsp) stækkun kjallara
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Fiskikónginn ehf., mótt. 16. mars 2016, varðandi stækkun kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sogaveg til vesturs, undir núverandi porti og bæta við nýjum inngangi, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 16. mars 2016.
Frestað.

Umsókn nr. 160082
040859-2929 Þór Ingi Daníelsson
Svíþjóð
19.
Kjalarnes, Hólaland, (fsp) sambýli
Lögð fram fyrirspurn Þórs Inga Daníelssonar, mótt. 1. febrúar 2016, varðandi byggingu sambýlis á jörðinni Hólaland á Kjalarnesi með 6-8 íbúðum. Einnig er lögð fram umsögn velferðarsviðs, dags. 7. apríl 2016.

Frestað.

Umsókn nr. 160107
20.
Sumargötur, stöðubann (USK2016040035)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 18. apríl 2016, þar sem lagt er til að á þeim tíma árs sem sumargötulokanir eru í gildi þá gildi stöðubann á viðkomandi götum. Bannið gildir frá kl. 11 á daginn til kl. 7 að morgni næsta dags.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.

Guðfinna J. Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 160106
21.
Merkingar hjólastíga, kynning
Kynning á merkingum hjólastíga.
Frestað.


Umsókn nr. 160097
22.
Laufásvegur 47, bílastæði
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 11. apríl 2016, þar sem lagt er til að gert verði bílastæði við Laufásvegu 47. Einnig er lagt fram yfirlitskort og loftmynd.


Frestað.

Umsókn nr. 160098
23.
Miklabraut 38, bílastæði
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 11. apríl 2016, þar sem lagt er til að gert verði bílastæði við Miklubraut 38. Einnig er lagt fram yfirlitskort og loftmynd.

Frestað.

Umsókn nr. 150232
121247-3489 Hjörleifur Stefánsson
Fjölnisvegur 12 101 Reykjavík
24.
Hljómskálagarður, Torflistaverk
Lögð fram tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. ágúst 2014 að torflistaverki í Hljómskálagarðinum. Einnig lagt fram bréf stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, dags. 21. október 2015 þar sem staðfest er að verkið verði hluti af dagskrá 30. Listahátíðar í Reykjavík 2016. Jafnframt er lagt fram bréf Hönnu Styrmisdóttur og Hjörleifs Stefánssonar f.h. Listahátíðar í Reykjavík, dags. 9. apríl 2016 og tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts að torflistarverki í Hljómskálagarðinum, dags. 13. apríl 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.

Umsókn nr. 160283 (01.6)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25.
Reykjavíkurflugvöllur, endurnýjun starfsleyfis
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 7. apríl 2016, þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á umsókn Isavia ohf., um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Reykjavíkurflugvöll og fyrir æfingasvæði fyrir flugvallaslökkvilið. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðuðum starfsleyfisskilyrðum fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa sviðsstjóra.

Umsókn nr. 160080
26.
Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, tillaga
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 4. apríl 2016, varðandi afnot af borgarlandi vegna viðburða sumarið 2016. Einnig er lögð fram umsókn KSÍ, Símans, Landsbankans, Icelandair, N1, Vífilfells, Borgun og Íslenskrar Getraunar um aðstöðu á Ingólfstorgi til sýninga á leikjum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu 2016, ódags., umsókn Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, ódags. um þrjá viðburði innan borgarmarkanna, tölvupóstur Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, dags. 16. mars 2016, bréf Magnúsar Ragnarssonar framkvæmdastjóra Miðla Og markaða til Nova, dags. 16. mars 2016, og tölvupóstur Ómars Smárasonar, dags. 21. mars 2016 ásamt skýringarmyndum. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Nova dags. 15. apríl 2016 og tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2016 varðandi afnot af borgarlandi vegna viðburða sumarið 2016.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjori tekur sæti á funinum undir þessum lið.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2016 samþykkt.

Umsókn nr. 160053
27.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð.
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 17. febrúar 2016 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir eftirfarandi fyrirspurn:
"Stór atvinnu- og iðnaðarsvæði verða tekin undir íbúðabyggð á þessu og næstu árum. Nægir að nefna Vogabyggð (Elliðaárvog), Höfðann, Skeifuna, Laugaveg og Múlana en á þessum reitum eru skráð mjög mörg og rótgróin fyrirtæki. Ljóst er að atvinnustarfsemi margra þessara félaga samræmist ekki fyrirhugaðri íbúðabyggð þannig að þau eiga ekki annarra kosta völ en að undirbúa flutning og sækja um nýjar lóðir fyrir starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða atvinnusvæði innan borgarmarkanna hefur verið deiliskipulagt fyrir þessi fyrirtæki? Hver hefur undirbúningur á þeim svæðum verið og hvenær verður vegagerð og framkvæmdum við aðra grunnþjónustu lokið? Hvenær mun úthlutun atvinnulóða hefjast?"Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags, dags. 6. apríl 2016.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Halldór Halldórsson, telja augljóst af svarinu við fyrirspurninni að borgaryfirvöld hafa sýnt framtíðaratvinnusvæðum borgarinnar skeytingarleysi. Svæðin sem nefnd eru sem valmöguleikar eru fá, lítil og úti í jöðrum borgarinnar. Stefnan um þéttingu byggðar er skynsamleg en hefur af hálfu borgaryfirvalda fyrst og fremst verið sett fram á forsendum þarfarinnar fyrir þróun íbúðabyggðar. Þarfir og hagsmunir atvinnulífsins hafa ekki verið í forgrunni, þótt það ætti að vera augljóst að borg þrífst ekki án öflugs atvinnulífs. Gera verður ráð fyrir þörfum þess í borgarskipulaginu ekki síður en þörfum borgarbúa fyrir íbúðarhúsnæði og gera verður ráð fyrir því, meðal annars vegna hagkvæmra samgangna, að atvinnustarfsemi sé ekki bara ýtt út á jaðra borgarinnar. Áformuð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í mörgum hverfum sem hafa hingað til hýst ýmsa atvinnustarfsemi. Reykjavíkurborg hefur ekki boðið upp á neina heildstæða kynningu gagnvart þeim sem verður bolað burt af svæðum sínum í nánustu framtíð. Það veldur óöryggi á meðal þeirra sem halda úti þeirri atvinnustarfsemi sem borgin ætti alla jafna að passa upp á að verði áfram í borginni. Fyrirspurnum fyrirtækja um möguleika á öðrum lóðum hefur verið svarað illa eða ekki af hálfu borgarinnar sem verður að teljast ótæk vinnubrögð sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér, með því að fyrirtækin í borginni hrekist í önnur sveitarfélög."


Umsókn nr. 160063
28.
Hlíðarendi, Fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 9. mars 2016 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa fulltrúa Famsóknar- og flugvallarvina.
"Miklar jarðvegsframkvæmdir hafa verið unnar að Hlíðarenda, bæði fyrir og eftir ógildingu deiliskipulags fyrir Reykjavíkurflugvöll er tók gildi með auglýsingu nr. 539/2014 í B-deild Stjórnartíðinda 6. júní 2014 og síðan úrskurðað ógilt af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála þann 17. desember 2015 vegna verulegra annmarka á málsmeðferð. Spurt er: 1. Hver er áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar af framkvæmdum að Hlíðarenda? 2. Hvað hefur Reykjavíkurborg borið mikinn kostnað af framkvæmdum að Hlíðarenda frá upphafi framkvæmda til 1. mars 2016 og vegna hvaða framkvæmda?


Frestað.

Umsókn nr. 160092
29.
Götuþvottur, tillaga Framsóknar og flugvallarvina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. apríl 2016, vegna samþykktar borgarstjórnar frá 5. apríl 2016 að vísa svohljóðandi tillögu Framsóknar og flugvallarvina um götuþvott til umhverfis- og skipulagsráðs: " Framsókn og flugvallarvinir leggja til að götur borgarinnar verði þrifnar nú með sama hætti og verið hefur undanfarin ár og því verði fallið frá samþykkt umhverfis- og skipulagssviðs þess efnis að þvo ekki húsagötur eftir veturinn."
Greinargerð: Hætta er á að fjöldi barna og fullorðinna sem eiga við ýmsa öndunarsjúkdóma að stríða, svo sem asma og lungnasjúkdóma, muni finna fyrir vaxandi óþægindum vegna aukinnar loftmengunar og svifryks yfir hættumörkum í miklum þurrki og vindi verði götuþvottinum sleppt. Einnig má búast við að þessir einstaklingar muni lenda í auknum lyfjakosnaði vegna þessa. Ljóst er að 3,5 milljónir króna muni sparast með að sleppa því að þrífa húsagötunnar með vatni. Framsókn og flugvallarvinir telja að til þess að ná að fjármagna þvottinn megi til dæmis fækka utanlandsferðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar. Hrein torg fögur borg.

Frestað.


Umsókn nr. 150137
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
30.
Betri Reykjavík, snjóruðningur (USK2015060002)
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum framkvæmdir "snjóruðningur" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 150059
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
31.
Betri Reykjavík, fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli (USK2015020077)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "fleiri ruslafötur í miðbænum og helst í öll strætóskýli" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 160072
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
32.
Betri Reykjavík, hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar (USK2016030036)
Lagt fram erindið ¿hringtorg á gatnamótum Háaleitisbrautar, Ármúla og Safamýrar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. febrúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd febrúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160004
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
33.
Betri Reykjavík, hraðahindranir sem fletjast út (USK2015120051)
Lagt fram erindið ¿hraðahindranir sem fletjast út" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd desembermánaðar 2015 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 150207
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
34.
Betri Reykjavík, grænar götur í Smáíbúðahverfinu (USK2015090063)
Lagt fram erindið ¿grænar götur í Smáíbúðahverfinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160045
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
35.
Betri Reykjavík, Laugaveg að göngugötu í sumar frá Vitastíg (USK2016020026)
Lagt fram erindið ¿Laugaveg að göngugötu í sumar frá Vitastíg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2016. Erindið var önnur efsta hugmynd janúarmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160088
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
36.
Betri Reykjavík, hraðahindrun á Ljósvallagötu (USK2016040011)
Lagt fram erindið ¿hraðahindrun á Ljósvallagötu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fjóðra efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160089
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
37.
Betri Reykjavík, fjölga ferðum strætisvagna (USK2016040012)
Lagt fram erindið ¿fjölga ferðum strætisvagna" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160085
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
38.
Betri Reykjavík, gangbrautir í Reykjavík (USK2016040008)
Lagt fram erindið ¿gangbrautir í Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum samgöngur.
Frestað.

Umsókn nr. 160100
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
39.
Betri Reykjavík, Reykjavík betri skipulögð með mannfólkið í huga (USK2016040029)
Lagt fram erindið ¿Reykjavík betri skipulögð með mannfólkið í huga" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum ýmislegt.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 160101
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
40.
Betri Reykjavík, lýsing við göngustíginn við Ægissíðu (USK2016040030)
Lagt fram erindið ¿lýsing við göngustíginn við Ægissíðu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2016. Erindið var efsta hugmynd marsmánaðar 2016 í málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald.

Umsókn nr. 150141
41.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kirkjugarður í Úlfarsfelli, breyting á aðalskipulagi og umhverfismat
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.



Umsókn nr. 160014
42.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2016
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2016.



Umsókn nr. 150253
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
43.
Kjalarnes, Esjumelar, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á nýju deiliskipulagi athafnasvæðis Esjumela við Vesturlandsveg.



Umsókn nr. 150689
440406-0840 Kjalarnes ehf.
Seilugranda 11 107 Reykjavík
210651-3819 Einar Ingimarsson
Heiðargerði 38 108 Reykjavík
44.
Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar að Sætúni I, Kjalarnesi.



Umsókn nr. 150753 (02.6)
561204-2760 Landmótun sf.
Hamraborg 12 200 Kópavogur
45.
Úlfarsfell, kirkjugarður, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. apríl 2016 um samþykki borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á deiliskipulagi nýs kirkjugarðs í Úlfarsfelli.



Umsókn nr. 160121
46.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þrif á tækjum sem fara út af framkvæmdasvæðum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir leggja til að tæki sem fara út af framkvæmdasvæðum í borginni verði þrifin til að koma í veg fyrir svifryk. Fyrst og fremst er um að ræða malarflutningabíla sem aka inn og út af framkvæmdasvæðum með tilheyrandi moldar- og malarburði inn á götur borgarinnar. Þessir bílar þyrla upp svifryki og skilja eftir sig slóðir af efni sem aðrir bílar þyrla svo upp líka. Til að koma í veg fyrir þetta er lagt til að settar verði reglur um að dekk þessara tækja verði þrifin áður en farið er út á götur.
Frestað.