Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Holtavegur, Elliðabraut, Fríkirkjuvegur 9, Kvennaskólinn í Reykjavík, Náttúruvernd : USK2015100006, Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menning, Fuglavika í Reykjavík 17-23. október, Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, Aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík., Loftlagsmál, Laugavegur 18B, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Grettisgata 41, Sjafnargata 3, Suður Mjódd, Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, Umhverfis-og skipulagsráð, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemiskvóta,

121. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 7. október kl. 09:07, var haldinn 121. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Sverrir Bollason, Sigurborg Ó Haraldsdóttir sem tekur sæti aðalmanns á fundinum í stað Gísla Garðarssonar, Júlíus Vífill Ingvarsson, og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, Oddrún Helga Oddsdóttir og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson. Þetta gerðist:
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 2. október 2015.






Umsókn nr. 150574 (01.82)
2.
Miklabraut frá Rauðarárstíg að Lönguhlíð, lýsing
Lögð fram lýsing Landslags ehf unnið fyrir umhverfis- og skipulagssvið, dags. 1. október 2015, vegna deiliskipulags Miklubrautar sem afmarkast af lóðarmörkum húsa við Miklubraut 24-66 og til norðurs af gróðurbelti meðfram Klambratúni. Til vesturs eru mörk skipulagsins við Rauðarárstíg og til austurs við Lönguhlíð. Megintilgangur breytingarinnar er að koma fyrir forgangsleið fyrir Strætó í austurátt meðfram Miklubraut sunnanveðri.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar,Vegagerðarinnar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hverfisráði Hlíða, Strætó bs ásamt viðeigandi nefndum og deildum Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarráðs

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:14.


Umsókn nr. 45423
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 845 frá 6. október 2015.



Umsókn nr. 150203
4.
Holtavegur, bílastæði (USK2015090048)
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 24. september 2015, um að bílastæði verði bönnuð við hægri kant Holtavegar frá innkeyrslu að Langholtsskóla að Langholtsvegi.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150214
5.
Elliðabraut, hraði
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 1. október 2015, þar sem lagt er til að hraði á Elliðabraut verði 30 km/klst frá bílastæði við Björnslund að hringtorgi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150205
650276-0359 Kvennaskólinn í Reykjavík
Fríkirkjuvegi 9 101 Reykjavík
6.
Fríkirkjuvegur 9, Kvennaskólinn í Reykjavík, aðkoma þjónustu- og sjúkrabíla (USK2015090037)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 28. september 2015, ásamt bréfi skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík, dags. 11 september 2015, varðandi aðkomu þjónustu- og sjúkrabíla að Kvennaskólanum í Reykjavík að Fríkirkjuvegi 9.

Samþykkt.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:32.


Umsókn nr. 150216
7.
Náttúruvernd : USK2015100006, frumvarp til laga
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. október 2015 þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs varðandi frumvarp til laga um náttúruvernd. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. október 2015.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. október 2015 kynnt.
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.




Umsókn nr. 150219
8.
Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menning, umsögn
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. september 2015 þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs varðandi frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. október 2015.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. október 2015 samþykkt.
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.





Umsókn nr. 150217
9.
Fuglavika í Reykjavík 17-23. október,
Kynnt drög að dagskrá fuglaviku í Reykjavík 17-23 október 2015.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl 10:35
Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:35 .

Kynnt.

Umsókn nr. 150218
10.
Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, ársfundur 2015
Kynnt.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.


Umsókn nr. 150025
11.
Aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík., kynning
Kynnt staða varðandi aðgerðir gegn tröllahvönnum í Reykjavík.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.


Umsókn nr. 150220
12.
Loftlagsmál, kynning
Kynning á áherslum Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum.

Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Umsókn nr. 150534 (01.17.15 01)
661098-2959 BBA Legal ehf.
Katrínartúni 2 105 Reykjavík
480411-2340 Around Iceland ehf.
Laugavegi 18b 101 Reykjavík
13.
Laugavegur 18B, breyting á notkun jarðhæðar
Lagt fram bréf BBA Legal ehf. f.h. Around Iceland ehf. dags. 11. september 2015 varðandi breytingu á notkun jarðhæðar hússins á lóð nr. 18B við Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2015.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
sitja hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 130045
14.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í september 2015.



Umsókn nr. 150064
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, körfuboltavöll í Úlfarsárdal (USK2015010004)
Lögð fram efsta hugmynd desembermánaðar úr flokknum íþróttir "körfuboltavöll í Úlfarsárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. desember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds, dags. 1. október 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda og viðhalds, dags. 1. október 2015 samþykkt.



Umsókn nr. 150191
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, umferðaröryggi í Laugarnesinu (USK2015090015)
Lagt fram erindið ¿umferðaröryggi í Laugarnesinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 3. september 2015. Erindið var efsta hugmynd ágústmánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 28. september 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra, dags. 28. september 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150164
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, kortleggja hvar niðurföll í Rvk eru, aðgengilegt á netinu (USK2015070038)
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum ýmislegt "kortleggja hvar niðurföll í Rvk eru, aðgengilegt á netinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. júlí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. október 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150206
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, upphitað strætóskýli til prófunar (USK2015090062)
Lagt fram erindið ¿upphitað strætóskýli til prófunar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150207
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, grænar götur í Smáíbúðahverfinu (USK2015090063)
Lagt fram erindið ¿grænar götur í Smáíbúðahverfinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150208
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, að setja upp ljós við göngu/hjólagötu meðfram Strandveg (USK2015090064)
Lagt fram erindið ¿að setja upp ljós við göngu/hjólagötu meðfram Strandveg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150209
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Betri Reykjavík, halda göngustígum (ekki bara gangstéttum) opnum að vetri (USK2015090065)
Lagt fram erindið ¿halda göngustígum (ekki bara gangstéttum) opnum að vetri" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var fjórða efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150210
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, þrífa veggjakrot í Seljahverfi (USK2015090066)
Lagt fram erindið ¿þrífa veggjakrot í Seljahverfi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum umhverfismál.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða.

Umsókn nr. 150211
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Betri Reykjavík, Norðuljósin- slökkvum götuljósin (USK2015090067)
Lagt fram erindið ¿Norðuljósin- slökkvum götuljósin" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum framkvæmdir.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins.

Umsókn nr. 150213
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Betri Reykjavík, stjörnubjört Reykjavík(USK2015090069)
Lagt fram erindið ¿stjörnubjört Reykjavík" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum ýmislegt.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, rekstur og umhirða borgarlandsins.

Umsókn nr. 150212
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25.
Betri Reykjavík, að Reykjavík sé höfuðborg alls Íslands með flugvöll (USK2015090068)
Lagt fram erindið ¿að Reykjavík sé höfuðborg alls Íslands með flugvöll" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2015. Erindið var efsta hugmynd septembermánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum skipulag.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 150581 (01.17.31)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26.
Grettisgata 41, kæra 81/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. september 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi fyrir Grettisgötu 41. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150580 (01.19.6)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27.
Sjafnargata 3, kæra 80/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 28. september 2015 ásamt kæru þar sem kærð synjun á útgáfu byggingarleyfis fyrir lóð nr. 3 við Sjafnargötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140617 (04.91)
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf.
Laugavegi 168 105 Reykjavík
28.
Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 18. september 2015, vegna samþykktar borgarráðs 17. september 2015 á breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar sem afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs.



Umsókn nr. 150371 (01.17.40)
130272-5769 Halldór Eiríksson
Fífusel 26 109 Reykjavík
29.
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. september 2015 um samþykki borgarráðs dags. 24. september 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareitur.



Umsókn nr. 150221
30.
Umhverfis-og skipulagsráð, ferð formanns til Dublin
Tilkynnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs fari til Dublin 8 til 11 október 2015 til að kynna sér uppbyggingu félagslegs húsnæðis.



Umsókn nr. 150222
31.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemiskvóta, starfsemiskvótar smásöluverslunar og veitingastaða í miðborginni
Lögðfram fyrirspurn fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíuar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur þar sem óskað er upplýsinga um starfsemiskvóta smásöluverslunar og veitingastaða í miðborginni. Hver eru hlutföll þessara kvóta núna? Með hvaða hætti fylgist umhverfis- og skipulagssvið með þróun kvóta? Hversu margar fyrirspurnir hafa borist undanfarin ár vegna kvóta? Hafa verið veittar undanþágur frá kvótum?