Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, Aðalskipulag Reykjavíkur, Hraunbær 103-105, Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, Skildinganes 2, Sorpa bs., Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, Flókagata, Miðborgin, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ránargata 8A, Njálsgata 18, Grófin, Suðurlandsbraut 68 og 70, Veghúsastígur 1, Laugavegur, Baldurstorg, Sumargötur 2015, Sumargötur 2015, Torg í biðstöðu, Vatnsrennibraut í borgarlandi, Dýrahald á opinberum stöðum, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Umhverfis- og skipulagssvið, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Ránargata 29A, Borgartún 28, Borgartún 28, Laufásvegur 70, Laufásvegur 68, Hverfisgata 18, Holtavegur 23, Langholtsskóli, Freyjubrunnur 33,

111. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 24. júní kl. 09:04, var haldinn 111. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 12. og 19. júní 2015.



Umsókn nr. 150109 (01.34.51)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur.

Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:16.

Borghildur Sölvei Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Páll Gunnlaugsson arkitekt kynnir.




Umsókn nr. 150352
3.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Norðlingaholt - breyting á athafnasvæði
Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. júní 2015 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur sem felur í sér breytingar á athafnasvæði Norðlingaholts.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Skóla- og frístundasviðs og Hverfisráð Árbæjar.

Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 150168 (04.33.11)
4.
Hraunbær 103-105, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103-105 við Hraunbæ. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að á nýrri lóð í beinu framhaldi af núverandi lóð við Hraunbæ 103-105 verði heimilt að reisa 5-9 hæða byggingu með um 50 íbúðir fyrir eldri borgara, samkvæmt uppdrætti Guðmundar Gunnlaugssonar ark. dags. 30. apríl 2015. Uppbyggingin er í samræmi við áherslur um þéttingarsvæði Þ85 í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-20130. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur dags. 24. mars 2015.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 140313 (01.22.10)
5.
Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók umhverfis- og skipulagsráðs.


Umsókn nr. 150178
091082-3069 Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Bauganes 31a 101 Reykjavík
670510-0340 a2f arkitektar ehf.
Laugavegi 26 101 Reykjavík
6.
Skildinganes 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grétars Sigfinns Sigurðssonar dags. 26. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags lóðarinnar nr. 2 við Skildinganes. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og niðurfelling á kvöð um bifreiðageymslu, samkvæmt uppdr. A2f arkitekta ehf. dags. 26. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. apríl til og með 2. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Höskuldur H. Ólafsson og Sigríður Ólafsdóttir dags. 13. maí 2015, Ingibjörg Briem og Páll Einarsson dags. 13. maí 2015, Bryndís Blöndal dags. 13. maí 2015, Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar Pálsson og María Sveinsdóttir húseigendur Bauganesi 4 dags. 14. maí 2015, Kristján B. Jónasson og Gerður Kristný Guðjónsdóttir dags. 14. maí 2015 og Gunnar Snorri Þorvarðarson, Hjördís Logadóttir, Ægir Þormar og María Sveinsdóttir dags. 1. júní 2015. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Magneu Gunnarsdóttur-Evans dags. 8. júní 2015. Einnig er lagt fram skuggvarp A2f arkitekta ehf. dags. 21. maí 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnissjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Synjað með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júní 2015.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.




Umsókn nr. 130002
7.
Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 351 frá 12. júní 2015.



Umsókn nr. 140154
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8.
Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um erindi stýrishóps samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. ágúst 2014 og bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. júní 2015.



Umsókn nr. 150153
050745-5899 Örn Hjaltalín
Flókagata 15 105 Reykjavík
230769-3469 Eyjólfur Ármannsson
Flókagata 13 105 Reykjavík
9.
Flókagata, áskorun til Reykjavíkurborgar að draga úr og hægja á umferð
Lagt fram bréf Eyjólfs Ámannssonar og Arnar Hjaltalín dags. 10. júní 2015 ásamt undirskriftalista 82 íbúa við Flókagötu dags. 28. maí 2015 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að fara framkvæmdir til að draga úr og hægja á umferð á Flókagötu og að gatan verði gerð að vistgötu á milli Rauðarárstígs og Snorragötu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 140187
10.
Miðborgin, sleppistæði fyrir hópbifreiðar (USK2013020026)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 15. júní 2015 varðandi "sleppistæði" við Laugaveg fyrir hópbifreiðar samkv. uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2015 og við Lækjargötu á móts við Hótel Borg samkv. uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júní 2015.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 831 frá 16. júní 2015 og nr. 832 frá 23. júní 2015.





Umsókn nr. 48449 (01.13.601.8)
100760-3209 Jon Olav Fivelstad
Ránargata 8a 101 Reykjavík
12.
Ránargata 8A, Breyting
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja létt opið skýli með glerþaki yfir inngangi 1. hæðar í húsi á lóð nr. 8A við Ránargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 19. mars til og með 16. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristján Már Kárason dags. 25. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.
Stækkun:11,9 ferm. B-rými, xx rúmm. Gjald kr. 9.500

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.




Umsókn nr. 48945 (01.18.222.6)
300946-2089 Peter Gill
Bandaríkin
240345-2779 Antonio Paulino Alvarez
Bjarnarstígur 1 101 Reykjavík
13.
Njálsgata 18, Færa hús, nýr byggingarhluti, hækkun o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu. Að lokinni grenndarkynningu er erindi lagt fram að nýju. Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014. Stærð verður: 237,1 ferm., 680,6 rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.




Umsókn nr. 150350 (01.11.8)
440900-2830 Stúdíó andrúm arkitektar ehf.
Laugarásvegi 11 104 Reykjavík
111254-3899 Haraldur Örn Jónsson
Túngata 16 101 Reykjavík
14.
Grófin, (fsp) endurbætur og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Haralds Arnar Jónssonar dags. 18. júní 2015 varðandi endurbætur og uppbyggingu á reit 1.140, Grófin, samkvæmt tillögu Andrúm arkitekta ehf. dags. í mars 2015 og uppdr. Andrúm arkitekta ehf. dags. 16. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 2. maí 2014 og greinargerð dags. 16. júní 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, á eigin kostnað, með þeim fyrirvörum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.



Umsókn nr. 140027 (01.47.1)
681013-0910 Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf
Hringbraut 50 101 Reykjavík
15.
Suðurlandsbraut 68 og 70, (fsp) sameining lóða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 68 og 70 við Suðurlandsbraut, aukningu á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð Glámu-Kím dags. 21. janúar 2014. Einnig er lagt fram minnisblað Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2014, uppfærðir uppdrættir Glámu Kím mótt. 7. maí 2015 og bréf framkvæmdastjóra IEB ehf dags 6. maí 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 samþykkt.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi kl. 12:09
Trausti Haraldsson tekur sæti á fundinum kl. 12:50.


Umsókn nr. 150187 (01.15.242.1)
600269-0979 Ottó ehf
Klettagörðum 23 104 Reykjavík
16.
Veghúsastígur 1, Klapparstígur 19, bréf
Lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar dags. 28. maí 2015 varðandi afstöðu umhverfis- og skipulagsráðs á mögulegri nýtingu lóðarinnar nr. 1 við Veghúsastíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. apríl 2015. Jafnframt er lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar dags. 31. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. júní 2015 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Áslaug María Friðriksdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.



Umsókn nr. 150156
17.
Laugavegur, vörulosunarstæði
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulags, byggingar og borgarhönnuna, dags. 22. júní 2015 að stæðum sem merkt verða sérstaklega vörulosun frá kl. 07:00-11:00 á daginn við Laugaveg.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að hafa sleppistæði frá kl. 07:00 til 11:00, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015. til reynslu í þrjá mánuði .

Umsókn nr. 140045
18.
Baldurstorg, hönnun, kynning
Kynnt hönnun á Baldurstorgi sem afmarkast af Nönnugötu, Baldursgötu og Óðinsgötu.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kristján Örn Kjartansson arkitekt kynnir.

Umsókn nr. 150145
421109-0280 Michelsen úrsmiðir ehf
Laugavegi 15 101 Reykjavík
491009-1360 Miðborgin okkar
Aðalstræti 2 101 Reykjavík
700913-1550 Solon Bistro ehf.
Gauksási 27 221 Hafnarfjörður
19.
Sumargötur 2015, framlenging niður Bankastræti
Lagðir fram tölvupóstar Miðborgarinnar okkar og kaupmanna við Laugaveg þar sem óskað er eftir að sumargötur verði framlengdar niður Bankastræti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150147
20.
Sumargötur 2015, kynning
Kynnt staða sumargatna, viðburði tengdum þeim og nýjar læsingar.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 150150
21.
Torg í biðstöðu, kynning
Kynnt torg í biðstöðu verkefni sumarsins, staða þeirra og sagt sérstaklega frá verkefnunum Krás og Bitatorgi. Jafnframt er kynnt staða í hönnun á þremur torgum: Baldurstorg, Óðinstorg og Freyjutorgi.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 150144
531205-0810 Nova ehf.
Lágmúla 9 108 Reykjavík
22.
Vatnsrennibraut í borgarlandi, tímabundið leyfi
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Arnars Guðmundssonar markaðsstjóra f.h. Nova dags. 1. júní 2015 varðandi tímabundið leyfi fyrir vatnsrennibraut í borgarlandi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2015.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar dags. 22. júní 2015 samþykkt.


Umsókn nr. 150134
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Dýrahald á opinberum stöðum, tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum (USK2015050053)
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. maí 2015 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 19. maí 2015 á svohljóðandi tillögu "Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktastöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska."
.
Frestað.

Umsókn nr. 140462
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
681077-0819 Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
24.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 8. júní 2015 vegna samþykktar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 1. júní 2015 á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins - Höfuðborgarsvæði 2040.



Umsókn nr. 130118
25.
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í apríl 2015.




Umsókn nr. 150155
26.
Umhverfis- og skipulagssvið, rekstraruppgjör janúar - apríl 2015
Kynnt rekstraruppgjör umhverfis- og skipulagssviðs fyrir janúar til apríl 2015.



Umsókn nr. 150141
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27.
Betri Reykjavík, betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar (USK2015060007)
Lögð fram þriðja efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150060
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28.
Betri Reykjavík, miðborgin fyrir fólkið (USK2015020078)
Lögð fram efsta hugmynd febrúarmánaðar úr flokknum skipulag "miðborgin fyrir fólkið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 27. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150140
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
29.
Betri Reykjavík, strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum (USK2015060006)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150139
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
30.
Betri Reykjavík, sporvagnar án spora eða kapalvagnar (USK2015060004)
Lögð fram önnur efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "sporvagnar án spora eða kapalvagnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 5. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 120545
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
31.
Betri Reykjavík, gera Amtmannsstíg að vistgötu
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 "Gera Amtmannsstíg að vistgötu" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 8. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 8. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150099
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
32.
Betri Reykjavík, bætt lýsing á göngustígum í Ártúnsholti (USK2015030067)
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum framkvæmdir "bætt lýsing á göngustígum í Ártúnsholti" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 140225
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
33.
Betri Reykjavík, bæta lýsingu á göngustíg við Ægisborg (US2014120002)
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "bæta lýsingu á göngustíg við Ægisborg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 11. júní 2015 samþykkt.



Umsókn nr. 150103
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
34.
Betri Reykjavík, lækka gjöld á flokkunartunnum fyrir heimilissorp (USK2015030063)
Lögð fram önnur efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum umhverfismál "lækka gjöld á flokkunartunnum fyrir heimilissorp" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða, dags. 11. júní 2015.


Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 11. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 140221
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
35.
Betri Reykjavík, Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum
Lagður fram tölvupóstur skrifsstofu borgarstjóra og borgarritara dags 19. nóvember 2014 ásamt efstu hugmynd októbermánaðar úr flokknum ýmislegt "Melskóli. Má ekki gera við klukkuna ofaná kringlunni í skólanum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. júní 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 12. júní 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150342 (01.13.52)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
36.
>Ránargata 29A, kæra 45/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 12. júní 2015 ásamt kæru, þar sem kært er byggingarleyfi vegna framkvæmda við lóð nr. 29a við Ránargötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 23. júní 2015.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

Umsókn nr. 150348 (01.23.01)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
37.
Borgartún 28, kæra 46/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. júní 2015 ásamt kæru dags. 14. júní 2015 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

Umsókn nr. 150345 (01.23.01)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
38.
Borgartún 28, kæra 46/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júní 2015 ásamt kæru vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 28 við Borgartún.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra

Umsókn nr. 120356 (01.19.73)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
39.
Laufásvegur 70, kæra 75/2012, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2012, vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti til mannvirkjagerðar í bakgarði lóðar nr. 70 við Laufásveg. Einnig er farið fram á stöðvun framkvæmda. Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. ágúst 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júní 2015. Úrskurðarorð: Felld eru úr gildi leyfi byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 1. nóv. 2011 og 17. júlí 2012 að því er varðar steinsteypta palla á lóðinni nr. 70 við Laufásveg.



Umsókn nr. 120043 (01.19.72)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
40.
Laufásvegur 68, kæra 2/2012, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. janúar 2012 ásamt kæru dags. 9. janúar 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna Laufásvegar 68. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19. mars 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 11. júní 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 29. nóv. 2011 á reyndarteikningum vegna framkvæmda á árunum 2006 og 2007 á fasteigninni Laufásvegur 68.



Umsókn nr. 100450 (01.17.10)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
41.
>Hverfisgata 18, kæra 73/2010, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 1. desember 2010 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Hverfisgötu 18 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. mars 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. júní 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 150066 (01.43.01)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
42.
Holtavegur 23, Langholtsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar Langholtsskóla, nr. 23 við Holtaveg.



Umsókn nr. 140542
570394-2079 Mansard - Teiknistofa ehf
Hraunbrún 30 220 Hafnarfjörður
43.
Freyjubrunnur 33, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 33 við Freyjubrunn.