Grafarvogur, Miklabraut við Klambratún, Þórunnartún 2, Göngu- og hjólastígar, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Eggertsgata 35, Kjalarnes, Melavellir, 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, Hverfisgata 16 og 16A, Guðrúnartún 1, Austurbakki 2, reitur 1 og 2, Skipholt 70, Laugardalur, Secret Solstice, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Njálsgata 18, Bragagata 35 og Freyjugata 16, Laugavegur 59, Laugavegur 66-68 og 70, Suðurlandsbraut 68 og 70, Hraunberg 4, Vatnsrennibraut í borgarlandi, Sumargötur 2015, Torg í biðstöðu, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Brautarholt 7, Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, Háskólinn í Reykjavík, Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, Skeifan, Suður Mjódd, Úlfarsárdalur, Úlfarsárdalur, hverfi 4, Kjalarnes, Esjumelar, Kvosin, Seltjarnarnes, Sorpa,

110. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 10. júní kl. 09:05, var haldinn 110. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Stefán Agnar Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Helena Stefánsdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 150135
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
1.
Grafarvogur, umferðaröryggi (USK2015020008)
Lagt fram til kynningar skýrsla umferðaröryggishóps hverfisráðs Grafarvogs dags. í október 2014 varðandi umferðaröryggi í Grafarvogi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs , samgöngur, dags. 20. apríl 2015.

Umferðaröryggishópur hverfisráðs Grafarvogs, Árni Guðmundsson, Guðbrandur Guðmundsson, Inga Lára Karlsdóttir og Ólafur Guðmundsson kynna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Þórgnýr Thoroddsen bóka: "Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata þakka kærlega vel unna og góða skýrslu um umferðaröryggi í Grafarvogi. Það er mikilvægt að leita til íbúa þegar farið er í að greina og bæta umferðaröryggi í borginni og nýta þá þekkingu sem liggur hjá íbúum hverfanna. Á hverju ári er um 120 milljónum varið í sérstakar aðgerðir í umferðaröryggismálum. Í ár voru þær aðgerðir sendar til kynningar hverfisráða, umsagna leitað og munu þau vinnubrögð verða viðhöfð framvegis."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: "Skýrsla sem unnin er af umferðaröryggishópi hverfisráðs Grafarvogs er til mikillar fyrirmyndar. Hún dregur fram marga hættulega staði í umferðarskipulagi hverfisins og gerir tillögur um hvað gera þarf til að bæta úr. Í skýrslunni eru mikilvæg skilaboð til borgaryfirvalda og því nauðsynlegt að fara vel yfir hana og bregðast við. Ástæða er til þess að hvetja önnur hverfisráð í borginni til að taka upp sömu vinnubrögð og hafa þannig áhrif á nærumhverfi sitt með tillögum um það hvernig auka má umferðaröryggi."

Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar: "Skýrslan er vel unnin og tilgreinir þau atriði sem lagfæra þarf til að bæta umferðaröryggi í Grafarvogi. Mikilvægt er að borgaryfirvöld bregðist við því sem fram kemur í skýrslunni og bæti umferðaröryggi í hverfinu. Lagt er til að skýrslan verði kynnt öllum hverfisráðum borgarinnar þar sem hún er mjög ítarleg og faglega unnin og gæti komið fleirum til góða."


Umsókn nr. 150022
2.
Miklabraut við Klambratún, strætórein (USK2015010065)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 26. janúar 2015 varðandi strætórein á Miklubraut við Klambratún ásamt gögnum sem kynnt voru í umhverfis- og samgönguráði 2012. Uppdráttur umhverfis- og samgöngusviðs frá nóvember 2011, umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 27. febrúar 2012 og viðbrögð og umfjöllun um umsögnina dags. 4. maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hverfisráðs Hlíða um nýjar forgangsreinar Strætó á Miklubraut dags. 27. febrúar 2012 ásamt bréfi samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut frá 5. nóvember 2008. Jafnframt er lögð fram tillaga Landslags f.h. umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. mars 2015, umsögn Hverfisráðs Hlíða dags. 29. maí 2015 og tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 8. júní 2015.

Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á grundvelli tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 8. júní 2015.

Umsókn nr. 150148
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Þórunnartún 2, vörulosunarstæði (USK2014120044)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 4. júní 2015 þar sem gerð er tillaga um að almennt stæði við Þórunnartún 2 verði vörulosunarstæði frá kl. 8 til kl. 11, samkvæmt tillögu. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd Landmótunar sf. dags. 29. apríl 2015.


Umsókn nr. 150040
4.
Göngu- og hjólastígar, framkvæmdaáætlun (USK2015060039)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur, dags. 8. júní 2015 þar sem gerð er tillaga um breytingu á framkvæmdaráætlun fyrir göngu- og hjólastíga sem felst í að framkvæmdir við Grensásveg er frestað til næsta árs. Í stað Grensásvegar er gerð tillaga um eftirfarandi framkvæmdir:
Elliðaárdalur, stígur og brú við Rafstöð og yfir vesturálinn.
Bústaðavegur austur Hörgsland, Stjörnugróf.
Rafstöðvarvegur endurbætur, Rafstöð - Höfðabakki.
Stekkjarbakki; Grænistekkur - Hamrastekkur.


Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Þórgnýr Thoroddsen bóka: "Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja áherslu á að áfram verði unnið að útfærslu á breytingum á Grensásvegi þrátt fyrir seinkun framkvæmda. Framkvæmdin er mikilvæg aðgerð fyrir hverfið, með tilliti til umferðaröryggis gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda. Framkvæmdin verður boðin út á fyrsta fjórðungi ársins 2016."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka: "Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að umferðaröryggi verði aukið á Grensásvegi með öðrum hætti en að þrengja götuna eins og til stendur. Upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þrengingin kostaði 160 milljónir en endurútreikningur sýnir 25% hækkun og að þrengingin muni kosta 200 milljónir króna. Nú hefur þessari framkvæmd verið frestað um eitt ár. Því er enn einu sinni beint til fulltrúa Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Bjartrar framtíðar að nýta tímann til umferðartalninga á Grensásvegi. Talningar þurfa að taka til allra ferðarmáta og þveranir gangandi og hjólandi. Mikilvægt er að gera einnig umferðarmódel þar sem mat er lagt á hvert umferð muni leita þegar gatan hefur verið þrengd og hvaða áhrif það mun hafa á umferðaröryggi í nærliggjandi íbúðahverfum þar sem meðal annars eru grunnskólar. Þegar þeirra upplýsinga hefur verið aflað er rétt að skoða næstu skref.
Fjárhagsstaða borgarinnar er orðin grafalvarleg. Öll viðvörunarljós blikka og óumflýjanlegt að bregðast við af festu. Enn er haldið til streitu að fara út í dýra framkvæmd sem ekki hefur verið sýnt fram á að nauðsyn beri til að leggja í."


Umsókn nr. 10070
5.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 5. júní 2015.



Umsókn nr. 150313 (01.63.61)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6.
Eggertsgata 35, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 1. júní 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, austurhluta háskólalóðar, vegna lóðarinnar nr. 35 við Eggertsgötu. Í breytingunni felst að skilgreina byggingarreit svo koma megi fyrir að hámarki tveimur færanlegum vinnuhúsum á lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júní 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150181
471103-2330 Matfugl ehf.
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Matfugls ehf. dags. 27. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir alifuglahús, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 4. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Stefáns Geirs Þórissonar hrl. f.h. Matfugls ehf. dags. 16. mars 2015 og umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Eflu dags. 15. apríl 2015. Jafnframt er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlitsins dags. 2. júní 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150207 (01.17.20)
8.
1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015. Deiliskipulagsbreytingin felst í að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, stgr. 1.172.0, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs 31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013. Tillagan var kynnt frá 12. maí til og með 28. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Logos lögmannsþjónusta f.h. húsfélagsins að Klapparstíg 29 og Rakarastofunnar Klapparstíg ehf. ásamt uppl.gögnum. dags. 27. maí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 150183 (01.17.10)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
9.
Hverfisgata 16 og 16A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðanna nr. 16 og 16A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að sett er kvöð um aðkomu á lóð nr. 16 við Hverfisgötu fyrir lóð nr. 16A við Hverfisgötu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 26. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. apríl til og með 14. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. f.h. Huldu Hákon og Hákonar Heimis Kristjónssonar eigenda fasteignarinnar að Hverfisgötu 16A dags. 30. apríl 2015 og Pálína Jónsdóttir f.h. Húsfélags Hverfisgötu 16, undirrituð Pálína Jónsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Frances Harper, Halldóra Ólafsdóttir, Sigurður Pálmason og Helga Rut Arnarsdóttir 16 dags. 13. maí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. júní 2015.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150276 (01.21.62)
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
10.
Guðrúnartún 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 12. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vegna lóðarinnar nr. 1 við Guðrúnartún. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum á lóð með því að koma fyrir bílastæðum ofan á bílakjallara, sem heimilt er að reisa norðan við húsið, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. maí 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Tillögunni er synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2015 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar þeirra Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Friðriksdóttur og fulltrúa Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150318 (01.11)
450314-0210 Landstólpar þróunarfélag ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
080455-5269 Pálmar Kristmundsson
Erluás 2 221 Hafnarfjörður
11.
Austurbakki 2, reitur 1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 2. júní 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að fella niður eftirfarandi setningu í kafla 6.2, reitur 1 í greinargerð: "Fimmta og sjötta hæð eru inndregnar, sú sjötta meira en fimmta." Í staðinn kemur eftirfarandi setning: "Efsta hæð bygginga verði inndregin í samræmi við deiliskipulagsuppdrátt - sneiðingar", samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 5. júní 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150087 (01.25.52)
580293-3449 Rok ehf.
Lágmúla 7 108 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
12.
Skipholt 70, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Roks ehf. dags. 10. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðarinnar nr. 70 við Skipholt. Í breytingunni felst hækkun hússins um eina inndregna hæð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 29. apríl 2015. Einnig er lagt fram samþykki þinglýstra eigenda húsnæðis að Skipholti 70, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. júní 2015 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar þeirra Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þeirra Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Friðriksdóttur og fulltrúa Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka: "Ljóst er að skortur er á litlum íbúðum í Reykjavík. Ef 32 íbúðir komast fyrir á grundvelli byggingarreglugerðar á auðvitað að samþykkja slíkt til að verða við þeirri eftirspurn sem er á markaðnum."

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 11:55 og Ólafur Guðmundsson tekur sæti á fundinum kl: 11:55.


Umsókn nr. 150146
440299-2969 Solstice Productions ehf.
Síðumúla 1 101 Reykjavík
13.
Laugardalur, Secret Solstice, framlenging á dagskrá á útisvæðum
Lögð fram umsókn Friðriks Ólafssonar og Jakobs Frímanns Magnússonar dags. 9. október 2014 til borgarráðs um leyfi til að halda útilistarhátíðna Secret Solstice. Einnig er lagður fram tölvupóstur Friðriks Ólafssonar dags. 27. maí 2015 varðandi framlengingu á dagskrá útihátíðarinnar Secret Solstice Festival í Laugardalnum til kl. 23:30 á útisvæðum. Jafnframt er lögð fram umsögn Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis dags. 6. júní 2015 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs, dags. 9. júní 2015.

Svæði og ný staðsetning.
121. fundur hverfisráðs Laugardals.
Fundur 10.09.14.

Umhverfis- og skipulagsráð lítur svo á að þeim skilyrðum sem sett voru hafi verið mætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. júní 2015. Ráðið gerir ekki athugasemd við framlengingu á tíma útitónleikahalds til kl. 23:30 með vísan til umsagnar hverfisráðs Laugardals.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 12:15.


Umsókn nr. 45423
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 830 frá 9. júní 2015.





Umsókn nr. 48945 (01.18.222.6)
300946-2089 Peter Gill
Bandaríkin
240345-2779 Antonio Paulino Alvarez
Bjarnarstígur 1 101 Reykjavík
15.
Njálsgata 18, færa hús, nýr byggingarhluti, hækkun o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að færa til vesturs um tvo metra, byggja viðbyggingu að Njálsgötu 20, hækka um eina hæð, byggja kvisti, endurbyggja og minnka bílskúr og innrétta tvær íbúðir í húsi á lóð nr. 18 við Njálsgötu. Að lokinni grenndarkynningu er erindi lagt fram að nýju. Erindi var grenndarkynnt frá 24. apríl til og með 22. maí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Pétur Óli Gíslason dags. 5. maí 2015, Bryndís Emilsdóttir f.h. Heimsborga ehf. dags. 6. maí 2015 og Elísabet Árnadóttir dags. 19. maí 2015. Einnig er lagður fram tölvupóstur Péturs Óla Gíslasonar dags. 1. júní 2015 þar sem athugasemdir eru dregnar til baka.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 18. nóvember 2014. Stærð verður: 237,1 ferm., 680,6 rúmm. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Gjald kr. 9.823

Frestað.

Umsókn nr. 150131 (01.18.62)
210254-5609 Thomas Möller
Ljósakur 7 210 Garðabær
171247-2689 Einar Karl Haraldsson
Þórsgata 18 101 Reykjavík
16.
Bragagata 35 og Freyjugata 16, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Thomasar Möllers og Einars Karls Haraldssonar dags. 6. mars 2015 varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og 16 við Freyjugötu, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags 4. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. mars 2015, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2015 og bréf Thomasar Möllers og Einars Karls Haraldssonar dags. 7. maí 2015 ásamt ástandsskoðun frá 28. apríl 2015 á húseignum að Bragagötu 35 og Freyjugötu 16.
Frestað.

Umsókn nr. 150265 (01.17.30)
410612-0110 Trípólí sf.
Klapparstíg 16 101 Reykjavík
17.
Laugavegur 59, (fsp) inndregin hæð
Lögð fram fyrirspurn Trípólí sf. dags. 8. maí 2015 um að byggja inndregna hæð ofan á húsið á lóð nr. 59. við Laugaveg.
Frestað.

Umsókn nr. 150279 (01.17.40)
690414-1550 Fring ehf.
Ármúla 7 108 Reykjavík
420409-1250 Adamsson ehf-arkitektastofa
Laugavegi 32b 101 Reykjavík
18.
Laugavegur 66-68 og 70, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Fring ehf. dags. 13. maí 2015 um að þriggja hæða bakhús á lóð nr. 70 við Laugaveg standi áfram, húsið verður lagfært, notað sem gistirými á öllum hæðum og tengist hóteli á aðliggjandi lóð nr. 66-68 við Laugaveg, heimilt verði að koma fyrir stiga- og lyftuhúsi við vesturgafl bakhúss lóðarinnar nr. 70 við Laugaveg, byggingarreitur jarðhæðar hússins á lóð nr. 70 við Laugaveg verði minnkaður, o.fl., samkvæmt uppdr. Adamssonar ehf.-arkitektastofu dags. 12. maí 2015.
Frestað.

Umsókn nr. 140027 (01.47.1)
681013-0910 Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf
Hringbraut 50 101 Reykjavík
19.
Suðurlandsbraut 68 og 70, (fsp) sameining lóða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014 varðandi sameiningu lóðanna nr. 68 og 70 við Suðurlandsbraut, aukningu á byggingarmagni og stækkun lóðarinnar, samkvæmt uppdráttum og greinargerð Glámu-Kím dags. 21. janúar 2014. Einnig er lagt fram minnisblað Íbúða eldri borgara í Mörk ehf. dags. 22. janúar 2014, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. febrúar 2014, uppfærðir uppdrættir Glámu Kím mótt. 7. maí 2015 og bréf framkvæmdastjóra IEB ehf dags 6. maí 2015.
Frestað.

Umsókn nr. 150315 (04.67.40)
670900-2740 Lyfjastofnun
Vínlandsleið 14 113 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Hraunberg 4, lyfsöluleyfi
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. júní 2015 ásamt bréfi Lyfjastofnunar dags. 12.maí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn á umsókn, dags. 6. maí 2015, frá lyfjafræðingi um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Hraunbergi 4. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 10. júní 2015.
Frestað.

Umsókn nr. 150144
531205-0810 Nova ehf.
Lágmúla 9 108 Reykjavík
21.
Vatnsrennibraut í borgarlandi, tímabundið leyfi
Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Arnars Guðmundssonar markaðsstjóra f.h. Nova dags. 1. júní 2015 varðandi tímabundið leyfi fyrir vatnsrennibraut í borgarlandi.

Frestað.

Umsókn nr. 150147
22.
Sumargötur 2015, kynning
Kynnt staða sumargatna, viðburði tengdum þeim og nýjar læsingar.
Frestað.

Umsókn nr. 150150
23.
Torg í biðstöðu, kynning
Kynnt torg í biðstöðu verkefni sumarsins, staða þeirra og sagt sérstaklega frá verkefnunum Krás og Bitatorgi. Jafnframt er kynnt staða í hönnun á þremur torgum: Baldurstorg, Óðinstorg og Freyjutorgi.

Frestað.

Umsókn nr. 150121
24.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 130045
25.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í maí 2015.



Umsókn nr. 150139
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26.
Betri Reykjavík, sporvagnar án spora eða kapalvagnar (USK2015060004)
Lögð fram önnur efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "sporvagnar án spora eða kapalvagnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 150140
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27.
Betri Reykjavík, strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum (USK2015060006)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "strætó hefji akstur 3 tímum fyrr á sunnudögum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 150143
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28.
Betri Reykjavík, bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla (USK2015060009)
Lögð fram fjórða efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "bæta við strætóferðum svo nemendur í HR og HÍ komist í skóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 150141
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
29.
Betri Reykjavík, betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar (USK2015060007)
Lögð fram þriðja efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum samgöngur "betri samgöngur í strætó frá Grafarvogi til Mosfellsbæjar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 29. maí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 150012 (01.24.20)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
30.
Brautarholt 7, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Rauðarárholts vegna lóðarinnar nr. 7 við Brautarholt.



Umsókn nr. 140686 (02.57.83)
501213-1870 Orkuveita Reykjav - Veitur ohf.
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
31.
Gylfaflöt 2-4, 6-8, 10-12 og 14, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 2-4, 6-8, 10-12 og 14 við Gylfaflöt.



Umsókn nr. 150214 (01.75.1)
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
32.
Háskólinn í Reykjavík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík í samræmi við niðurstöðu hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Háskólans í Reykjavík, Háskólagarða.



Umsókn nr. 150236 (01.36.60)
450913-0650 Atelier Arkitektar slf.
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
630169-2919 Íslandshótel hf.
Sigtúni 38 105 Reykjavík
33.
Sigtún 38 og 40, Sigtúnsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 38 og 40 við Sigtún.



Umsókn nr. 150202 (01.46)
34.
Skeifan, þróun og endurskoðun deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi minnisblaðs skipulagsfulltrúa vegna þróunar og endurskoðunar deiliskipulags Skeifunnar.



Umsókn nr. 140617 (04.91)
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf.
Laugavegi 168 105 Reykjavík
35.
Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar . Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs.



Umsókn nr. 150212 (02.6)
36.
Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.



Umsókn nr. 150263 (02.6)
37.
Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á afmörkum deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals, fyrir hverfi 4.



Umsókn nr. 150253
38.
Kjalarnes, Esjumelar, lýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi auglýsingu um lýsingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Esjumela á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 140559 (01.1)
39.
Kvosin, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar.



Umsókn nr. 150249 (01.51)
560269-2429 Seltjarnarnesbær
Austurströnd 2 170 Seltjarnarnes
40.
Seltjarnarnes, aðalskipulag 2015-2033
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. maí 2015 um samþykki borgarráðs 21. maí 2015 varðandi umsögn um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar.



Umsókn nr. 150132
41.
Sorpa, heimboð
Fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs kynna sér starfsemi Sorpu.