Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, Kjalarnes, Móavík, Sorpa bs., Sorpa, Klambratún, Reykjanesfólkvangur, Þórunnartún 2014120044, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Umhverfis- og skipulagssvið, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Ingólfsstræti 2A, Neshagi 16, Ásvallagata 2, Rauðagerði 39, Ferjuvað 1-3, Kirkjuteigur 21,

108. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 27. maí kl. 9:12, var haldinn 108. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Harri Ormarsson, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 22. maí 2015.



Umsókn nr. 150228
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
2.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, lóðir fyrir lokahús
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. apríl 2015 varðandi stofnun tveggja lóða fyrir lokahús að Strípsvegi, Vatnsendakrikum, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar og Gunnlaugs B. Jónssonar dags. 12.apríl 2015.



Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 13. maí 2015.
Rétt bókun er:
Samþykkt. Með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er samþykkt að falla frá kynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Vísað í borgarráð.



Umsókn nr. 150229
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
3.
Kjalarnes, Móavík, lóð undir dreifistöð Orkuveitur Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24. apríl 2015 varðandi stofnun lóðar undir dreifistöð í landi Móavíkur á Kjalarnesi, landnr. 125732 (dreifistöð nr. 936 við Móa), samkvæmt lóðaruppdrætti Argos ehf. dags. 15. desember 2015.


Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs miðvikudaginn 13. maí 2015.
Rétt bókun er:
Samþykkt. Með vísan til 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er samþykkt að falla frá kynningu þar sem umsóknin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Vísað í borgarráð.



Umsókn nr. 130002
4.
Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 350 frá 22. maí 2015.



Umsókn nr. 150132
5.
Sorpa, heimboð
Kynnt boð Sorpu um heimsókn umhverfis- og skipulagsráðs til aðalstöðva Sorpu í Álfsnesi.

Eygerður Margrétardóttir deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Kynnt.

Umsókn nr. 150047
6.
Klambratún, heildarskipulag
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í maí 2015 að endurskoðun heildarskipulags Klambratúns.

Ólafur Ólafsson deildarstjóri, Svava Þorleifsdóttir og Elísabet Guðný Tómasdóttir fulltrúar Landslags taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.


Herdís Anna Þorvaldsdóttir víkur af fundi kl. 10:06, Áslaug María Friðriksdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.


Umsókn nr. 150115
7.
Reykjanesfólkvangur, framtíðarstefnumörkun
Kynnt minnisblað Sverris Bollasonar dags. 7. maí 2015 varðandi framtíðarstefnumörkun fyrir útivistarsvæði Reykjavíkurborgar í jaðri byggðar: Reykjanesfólkvangur og önnur svæði.

Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Kynnt.

Umsókn nr. 150035
8.
Þórunnartún 2014120044, endurgerð götu (USK2014120044)
Kynntar framkvæmdir varðandi endurgerð götunnar Þórunnartúns.

Staða málsins kynnt.

Umsókn nr. 45423
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 828 frá 26. maí 2015.





Umsókn nr. 130118
10.
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í mars 2015.



Umsókn nr. 150131
11.
Umhverfis- og skipulagssvið, þriggja mánaða uppgjör 2015
Lagt fram þriggja mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs.



Umsókn nr. 150122
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, borgin grípi inn í lóðir þar sem byggingar hafa tafist (USK2015040066)
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum skipulagsmál "borgin grípi inn í lóðir þar sem byggingar hafa tafist" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 150123
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið (USK2015040065)
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum framkvæmdir "færanlegur kaffistandur í Grafarholtið yfir sumarið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda- og viðhalds.

Umsókn nr. 150127
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ (USK2015040061)
Lögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum samgöngur "leysa stanslausan umferðarhnút við gangbrautarljós við HÍ" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 150126
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, "Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin (USK2015040062)
Lögð fram fjórða efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "Velkominn" skilti þegar keyrt er inn í úthverfin" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúi.

Umsókn nr. 150129
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, setja bann við sölu plastpoka í stórmörkuðum borgarinnar (USK2015040059)
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "setja bann við sölu plastpoka í stórmörkuðum borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 150128
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, útrýmum veggjakroti í miðbænum (USK2015040060)
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "útrýmum veggjakroti í miðbænum" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands.



Umsókn nr. 150124
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, gæludýrageldingar á vegum borgarinnar (USK2015040064)
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum ýmislegt "gæludýrageldingar á vegum borgarinnar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 150125
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, skrá alla ketti hjá borginni (USK2015040063)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum umhverfismál "skrá alla ketti hjá borginni" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 150299 (01.17.0)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Ingólfsstræti 2A, kæra 28/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 24. apríl 2015 ásamt kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 24. mars 2015 að veita leyfi til að byggja veislustofu með þaksvölum við núverandi 3. hæð að Ingólfsstræti 2A, koma fyrir útibekkjum og og gróðurbelti, framlengja lyftu og flóttaleið frá Bankastræti 7 á þaksvölum Gamla Bíós. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150295 (01.54.22)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
22.
Neshagi 16, kæra 35/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. maí 2015 ásamt kæru vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. apríl 2015 um að gefa út byggingarleyfi fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150301 (01.16.21)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
23.
Ásvallagata 2, kæra 29/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. apríl 2015 ásamt kæru vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík um að beita þvingunarúrræðum vegna framkvæmda á lóð nr. 2 við Ásvallagötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150302 (01.82.13)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
24.
Rauðagerði 39, kæra 25/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 16. apríl 2015 ásamt kæru vegna synjunar byggingarfulltrúans í Reykjavík 17. mars 2015 á reyndarteikningu fyrir Rauðagerði 39.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150303 (04.73.15)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
25.
Ferjuvað 1-3, kæra 26/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 17. apríl 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa á samþykki um breytingar á bílastæði B-17 í bílageymslu við Ferjuvað 1-3 í Reykjavík, ásamt lokaúttekt á húsinu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130077 (01.36.11)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26.
Kirkjuteigur 21, kæra 6/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 28. janúar 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Teigahverfis vegna Kirkjuteig 21. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. febrúar 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 16. apríl 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs 25. október 2012 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðar nr. 21 við Kirkjuteig.