Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018, Seltjarnarnes, Sumargötur 2015, Umhverfis- og skipulagssvið, Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020., Grenndarstöðvar, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, Kjalarnes, Esjumelar, Úlfarsárdalur, Úlfarsárdalur, hverfi 4, Veghúsastígur 9A, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Reykjavíkurflugvöllur, Umhverfis- og skipulagssvið, Beykihlíð 8, Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, Einarsnes, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Sóltún 1, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

106. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 13. maí kl. 9:08, var haldinn 106. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140462
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
681077-0819 Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
1.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. apríl 2015 um að vísa erindi samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu dags. 14. apríl 2015 til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Óskað er eftir að umsögn berist innan þriggja vikna. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.
Eva Indriðadóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:15
Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:17

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarsson.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráð.





Umsókn nr. 150233
681077-0819 Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
2.
Höfuðborgarsvæðið, þróunaráætlun 2015-2018, afgreiðsla fyrri hluta
Lagt fram bréf samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. apríl 2015 þar sem óskað er eftir afgreiðslu Reykjavíkurborgar á tillögu að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018, fyrri hluti. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur og Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Evu Indriðadóttur, fulltrúa bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur, fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráð.





Umsókn nr. 150249 (01.51)
560269-2429 Seltjarnarnesbær
Austurströnd 2 170 Seltjarnarnes
3.
Seltjarnarnes, aðalskipulag 2015-2033
Lagt fram erindi skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarness dags. 5. maí 2015 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015 til 2033 á vinnslustigi. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðal- og svæðisskipulags Reykjavíkur tekur sæti á fundinum.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. maí 2015 samþykkt.
Vísað til borgarráð.




Umsókn nr. 150116
4.
Sumargötur 2015, kynning á framkvæmd lokunar
Kynnt framkvæmd lokunar á Laugavegi og dagskrá í tilefni þess.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 150111
5.
Umhverfis- og skipulagssvið, grassláttur og staða hreinsunar á borgarlandinu 2015
Kynnt áætlun um grasslátt sumarið 2015 og staða hreinsunar á borgarlandinu.

Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri. og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 150068
6.
Aðgerðaráætlun í úrgangmálum í Reykjavík til 2020., kynning
Lögð fram Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík 2015-2020.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir víkur af fundi kl. 10:44.

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.
Vísað til umsagnar Sorpu bs.









Umsókn nr. 150114
7.
Grenndarstöðvar, glersöfnun
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. maí 2015 að glersöfnun á grenndarstöðvum í áföngum til 2020.

Eygerður Margrétardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.



Umsókn nr. 10070
8.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 8. maí 2015.

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti fundinum kl. 11:17.




Umsókn nr. 150228
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
9.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Strípsvegur, lóðir fyrir lokahús
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. apríl 2015 varðandi stofnun tveggja lóða fyrir lokahús að Strípsvegi, Vatnsendakrikum, samkvæmt uppdr. Magnúsar Skúlasonar og Gunnlaugs B. Jónssonar dags. 12.apríl 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Umsókn nr. 150253
10.
Kjalarnes, Esjumelar, lýsing
Lögð er fram lýsing dagsett 5. maí 2015 vegna deiliskipulags fyrir Esjumela á Kjalarnesi. Um er að ræða 50 hektara stækkun til austurs á núverandi athafnasvæði Esjumela við Vesturlandsveg, þar sem gert verður ráð fyrir fjölbreyttu framboði athafnalóða af mismunandi stærðum og gerðum.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar:Skipulagsstofnunar,Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar, Veðurstofu Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hverfisráðs Kjalarnes og Mosfellsbæjar.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150212 (02.6)
11.
Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi útivistasvæðis í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulags, fyrirkomulagi bygginga, lóða og bílastæða, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti ásamt skýringarupprætti Landmótunar sf. dags. 8. apríl 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 150263 (02.6)
12.
Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á afmörkum deiliskipulags
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á afmörkun deiliskipulags Úlfarsárdals fyrir hverfi 4. Í breytingunni felst að lóðir nr. 118-120 og 122-124 ásamt 124A við Úlfarsárbraut, sem eru innan marka deiliskipulags hverfis 4 koma til með að tilheyra deiliskipulagi útivistasvæðisins í Úlfarsárdal. Samtímis er samliggjandi mörkum deiliskipulags útivistasvæðisins breytt þannig að áðurnefndar lóðir falla undir það deiliskipulag, samkvæmt uppdr. Björn Ólafs ark. og VA arkitekta ehf. dags. 7. maí 2015.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150134 (01.15.24 02)
530906-0940 RR hótel ehf.
Laugavegi 182 105 Reykjavík
561214-2200 Ark Studio ehf.
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
13.
Veghúsastígur 9A, breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn RR Hótels ehf. dags. 11. mars 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 9A við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að breyta notkun úr geymsluhúsnæði í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði, samkvæmt tillögu Ark studio ehf. dags. 11. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. mars til og með 23. apríl 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Guðmundsson dags. 27. mars 2015, Skapti Þorsteinsson, dags. 8. apríl 2015 og Þorsteinn Steingrímsson dags. 8. apríl 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð og umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. maí 2015.




Umsókn nr. 45423
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 826 frá 12. maí 2015.





Umsókn nr. 150118
15.
Reykjavíkurflugvöllur, Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2015 vegna frumvarps til laga um skipulags- og mannvirkjamál.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sat hjá við afgreiðlsu málsins.


Umsókn nr. 130045
17.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla (USK2015020003)
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í apríl 2015.



Umsókn nr. 150232 (01.78.0)
221048-4079 Birgir Viðar Halldórsson
Beykihlíð 8 105 Reykjavík
18.
Beykihlíð 8, bréf
Lagt fram bréf Birgis Viðars Halldórssonar dags. 27. apríl 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 3. mars 2015 um hvort leyfi fengist til að útbúa tvær íbúðir í einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Beykihlíð.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, skipulagsfulltrúa.




Umsókn nr. 150089
19.
Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, drög að reglum/skilyrðum
Lögð fram drög að reglum/skilyrðum fyrir hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda.


Frestað.

Umsókn nr. 150104
21.
Einarsnes, tillaga Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdir við Einarsnes
Lagður fram tölvupóstur Harðar H. Guðbjörnssonar f.h. Hverfisráðs Vesturbæjar vegna samþykktar Hverfisráðs Vesturbæjar frá 9. apríl 2015 á svohljóðandi tillögu Sjálfstæðisflokksins "Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja til að kannað verði hvort möguleiki sé á því að setja hitalögn í gangstétt og hjólastíg sem verið er að leggja við Einarsnes. Óskað er eftir því að erindið verði sent til Umhverfis- og skipulagsráðs sem fyrst þar sem framkvæmdir eru í þann mund að hefjast að nýju. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 11 maí 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150098
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann (USK2015030068)
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum ýmislegt "það á ekki að kosta í bílastæði fyrir utan spítalann" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 8. maí 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150100
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Betri Reykjavík, endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla (USK2015030066)
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum samgöngur "endurskoða gatnamót Höfðabakka og Vesturhóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 26. mars 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 7. maí 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 7. maí 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150250 (01.23.02)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
24.
Sóltún 1, kæra 30/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. maí 2015 ásamt kæru dags. 29. apríl 2015 þar sem kært er byggingarleyfi vegna fækkunar á bílastæðum á sameiginlegri lóð og vegna akstursleiðar inn og úr bílageymslu fyrir fjölbýlishúsið að Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð Krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2015.



Umsókn nr. 150121
25.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni.