Sorpa bs., Umhverfis- og skipulagsráð, Guðrúnartún, Borgartún 6, Leiksvæði torg og opin svæði 2015, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Miklabraut/Rauðagerði, Kjalarnes, Saltvík landnr. 125744, Reitur 1.172.2, Laugavegur 34a og 36, Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðarhlíð, Fossvogsdalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hafnarstræti 17, Hafnarstræti 19, Austurbakki 2, Tryggvagata 13, Neshagi 16, Austurbakki 2, reitur 1 og 2, Úlfarsfell, Skólavörðustígur 8, Skólavörðustígur 21A, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, Afnot af borgarlandi utan framkvæmdalóða, Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Bílastæðakort íbúa í Reykjavík, Háaleitisbraut og Grensásvegur, Aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki, Mosgerði 7, Fróðengi 1-11, Spöngin 43, Laugavegur 12B og 16, Holtavegur 32,

102. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 1. apríl kl. 09:10, var haldinn 102. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimar Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Agnar Finnsson, Harri Ormarsson, og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130002
1.
Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 348 frá 23. mars 2015.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Eyþóra Geirsdóttir frá skrifstofu borgarlögmanns kynna fundargerð.

Umsókn nr. 150087
2.
Umhverfis- og skipulagsráð, skýrsla náttúruverndarnefndar 2014.
Lögð fram skýrsla náttúruverndarnefndar til Umhverfisstofnunar vegna ársins 2014.

Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri skrifstofu umhverfisgæða tekur sæti undir þessum lið.



Umsókn nr. 150092
3.
Guðrúnartún, stöðubann (USK2015030079)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2015 varðandi stöðubann við norðurkant Guðrúnartúns.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn nr. 150085
4.
Borgartún 6, stæði fyrir hreyfihamlaða (USK2015030048)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. mars 2015 varðandi bílastæði fyrir fatlaða við Borgartún 6.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn nr. 150075
5.
Leiksvæði torg og opin svæði 2015, kynning
Kynning á framkvæmdum verkefna á leikvöllum, torgum og opnum svæðum árið 2015.

Ólafur Ólafsson deildarstjóri skrifstofu framkvæmda og viðhalds tekur sæti undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 10070
6.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 27. mars 2015.



Umsókn nr. 150188 (01.82)
7.
Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. mars 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis. Í breytingunni fellst breyting á fyrirkomulagi og staðsetningu á jarðvegmönum, hækkun á núverandi jarðvegsmönum um 1-3 metra, bæta við strætórein í tengslum við biðskýli við Miklubraut o.fl., samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 16. mars 2015. Einnig er lögð fram skýrsla Landmótunar ódags.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150172 (33.5)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
8.
Kjalarnes, Saltvík landnr. 125744, lóð undir dreifistöð OR
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 19. mars 2015 um nýja 16 fm. lóð undir spennustöð í landi Saltvíkur, landnr. 125744 (dreifistöð nr. 935 Söðlagerði) skv. lóðarblaði Argos, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráðs gerir ekki skipulagslega athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 27. mars 2015.
Samþykkt.


Umsókn nr. 150174 (01.17.22)
630513-1460 Lantan ehf.
Borgartúni 27 105 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
9.
Reitur 1.172.2, Laugavegur 34a og 36, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 25. mars 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna Laugavegs 34a og 36. Í breytingunni felst að byggja kjallara undir bakhús við Laugaveg 34a og 36, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 25. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Hilmars Kristinssonar og Rannveigu Einarsdóttur dags. 27. mars 2015.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir fallast ekki á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Ólafur Kr. Guðmundsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150130 (01.27)
10.
Reitur 1.254, Kennaraskóli - Bólstaðarhlíð, lýsing
Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2015 samkv. 1. mgr. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010 varðandi uppbyggingu á hluta af þróunarsvæði 33 í Aðalskipulagi Reykjavíkur, deiliskipulagi reits 1.254 Kennaraskóli-Bólstaðahlíð.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og hverfisráðs Hlíða.
Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.


Umsókn nr. 150179 (01.85.5)
11.
Fossvogsdalur, lýsing
Kynnt drög að lýsingu Landmótunar dags. 23. mars 2015 fyrir heildarskipulag Fossvogsdals. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að gera sameiginlegt deiliskipulag fyrir allan Fossvogsdalinn. Skipulagssvæðið er að stærstum hluta útivistarsvæði en innan þess eru einnig íþróttasvæði, gróðrarstöðvar, skólar og hverfisverndarsvæði.

Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.

Yngvi Þór Loftsson fulltrúi Landmótunar kynnir.

Umsókn nr. 45423
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 821 frá 31. mars 2015.





Umsókn nr. 48060 (01.11.850.2)
501298-5069 Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
13.
Hafnarstræti 17, Hótel - veitingarekstur
Sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014.
Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015, bréf frá hönnuði dags. 19. febrúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Uppdrættir THG, dags. 22. júlí 2014. Tölvumynd THG.
Áður samþykkt niðurrif: 225,2 ferm., 686,9 rúmm.
Stækkun: 1.439,9 ferm., 4.990,4rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.823

Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 48059 (01.11.850.3)
501298-5069 Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
14.
Hafnarstræti 19, Hótel - verslunarrekstur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum sem verður tengt við hús á lóðinni í Hafnarstræti 17, sótt er um að rífa húsið vegna bágs ástands á steypuvirki og byggja nýbyggingu þar sem frontur að Hafnarstræti verður endurbyggður í núverandi mynd, steinsteypt og einangrað að innan, verslunarrými á jarðhæð með flötu þaki og verður 4. hæð inndregin Hafnarstrætismegin á lóð nr. 19 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 25. febrúar 2015, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015, umsögn fagrýnihóps dags. 20. mars 2015 og minnisblað byggingarfulltrúa Reykjavíkur um afstöðu um skilyrði fyrir niðurrifi hússins dags 30. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar, 9. febrúar 2015 og 23. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Niðurrif: 1108,3 ferm., 3.645,0 rúmm.
Stærðir nýs hús: XX ferm. , XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 48688 (01.11.980.1)
450314-0210 Landstólpar þróunarfélag ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
15.
Austurbakki 2, Bílakjallari og fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílakjallara með 120 stæðum á reit 1 og 2 og 1. áfanga, sem eru tvö samtengd sex hæða steinsteypt fjölbýlishús með 49 íbúðum á reit 1 á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Erindi fylgir brunahönnun og greinargerð um hljóðvist frá Verkís dags. í desember 2014, yfirlit yfir fornminjar á svæðinu frá Borgarsögusafni Reykjavíkur dags. 8. júní 2014 og umsögn um hugsanlega fornleifafundi frá Minjastofnun Íslands dags. 2. júlí 2014.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2015 og umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: Kjallari 357 ferm., bílakjallari (B-rými) 3.897,8 ferm., 1. hæð1.098,1 ferm., 2. hæð 995,2 ferm., 3. hæð 992,1 ferm., 4. og 5. hæð 1.011,8 ferm., 6. hæð 794,6 ferm.
Samtals A-rými: 6.260,6 ferm., 27.480,9 rúmm.
Samtals B-rými: 4.226,7 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 9.500

Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 48982 (01.11.740.7)
580814-0690 T13 ehf.
Bolholti 8 105 Reykjavík
16.
Tryggvagata 13, Fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja úr steinsteypu, 40 íbúða, 6 hæða fjölbýlishús með bílakjallara fyrir 12 bíla og verslunar- og þjónusturými á 1. hæð á lóð nr 13 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir leiðnitapsútreikningur dags. 4. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. mars 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn fagrýnihóps byggingarfulltrúa dags. 17. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. mars 2015.
Stærð: 4.905,9 ferm., 14.887,2 rúmm.
Gjald kr. 9.823

Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 48581 (01.54.221.2)
600169-2039 Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
17.
Neshagi 16, Breyting inni 1-3 hæð - varaaflstöð og kælibúnaður
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. janúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi 1. 2. og 3. hæð og koma fyrir rými fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendur að Neshaga 14 dags. 22. febrúar 2015. Einnig er lögð fram fundargerð vegna fundar með athugasemdaraðilum dags. 31. mars 2015 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. janúar 2015 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2015. Stærð varaaflstöðvarhúss mhl. 03 er 6,0 ferm. , 13,0 rúmm. og kælibúnaðarhúss 02 er 5,3 ferm., 11,7 rúmm. Gjald kr. 9.500

Margrét Þormar verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 31. mars 2015.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa.


Umsókn nr. 150169
450314-0210 Landstólpar þróunarfélag ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
680504-2880 PK-Arkitektar ehf.
Þórunnartúni 2 105 Reykjavík
18.
Austurbakki 2, reitur 1 og 2, (fsp) breyta greinargerð
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa Þróunarfélags ehf. dags. 24. mars 2015 um breytingu í greinargerð varðandi uppbrot húshliða í Reykjastræti, samkvæmt tillögu PK-arkitekta ehf. dags. 24. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Arnhildar Pálmadóttur ark. f.h. Landstólpa Þróunarfélags ehf. dags. 24. mars 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Umsókn nr. 140481 (02.6)
690169-2829 Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
19.
Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður
Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Jafnframt er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. mars 2015 samþykkt.



Umsókn nr. 150152 (01.17.12)
011272-5929 Jóhann Jónsson
Hlíðarbyggð 51 210 Garðabær
20.
Skólavörðustígur 8, (fsp) veitingastaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Jónssonar dags. 18. mars 2015 varðandi leyfi til að innrétta veitingastað í flokki II í rými 0102 og 0103 fyrir 50 gesti í húsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.

Jón Kjartan Ágústsson verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

Umsókn nr. 150154
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
21.
Skólavörðustígur 21A, (fsp) breyting á notkun/starfssemi
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 18. mars 2015 varðandi rekstur gistiheimilis í flokki II á efri hæðum hússins á lóð nr. 21A við Skólavörðustíg ásamt stækkun á veitingahúsi jarðhæðar sem yrði í flokki II, samkvæmt tillögu Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015. Einnig er lagt fram bréf Zeppelin ehf. dags. 17. mars 2015.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
Frestað.

Umsókn nr. 150002
22.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2015
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagsviðs að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2015.

Margrét Þormar verkefnisstjóri skipulagsfulltrúa tekur sæti undir þessum lið.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150089
23.
Hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda, drög að reglum/skilyrðum
Lögð fram drög að reglum/skilyrðum fyrir hávaðasamar framkvæmdir í jarðvinnu byggingarframkvæmda.

Frestað.

Umsókn nr. 150090
24.
Afnot af borgarlandi utan framkvæmdalóða,
Kynnt tillaga að breyttum verklagsreglum varðandi afnot af borgarlandi utan framkvæmdalóða.

Frestað.

Umsókn nr. 150088
25.
Ársskýrsla byggingarfulltrúa, ársskýrsla 2014
Lögð fram til kynningar ársskýrsla byggingarfulltrúa Reykjavíkur fyrir árið 2014.

Frestað.

Umsókn nr. 150079
501170-0119 Bílastæðasjóður Reykjavíkurborg
Vonarstræti 4 101 Reykjavík
26.
Bílastæðakort íbúa í Reykjavík, endurskoðaðar reglur
Lagt fram bréf bílastæðasjóðs dags. 16. janúar 2015 vegna samþykktar bílastæðanefndar frá 9. janúar 2015 um að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um endurskoðaðar reglur um bílastæðakort íbúa (íbúakort) í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150081
27.
Háaleitisbraut og Grensásvegur, fundargerð
Lögð fram fundargerð dags. 16. mars 2015 vegna opins íbúafundar um Háaleitisbraut og Grensásveg fimmtudaginn 12. mars 2015.



Umsókn nr. 150054
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
28.
Aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki, skýrsla starfshóps (USK2015020066)
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 24. febrúar 2015 vegna samþykktar borgarráðs frá 19. febrúar 2015 um að vísa skýrslu starfshóps dags. 16. febrúar 2015 um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki til umfjöllunar og umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. mars 2015.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23.mars 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150166 (01.81.55)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
29.
Mosgerði 7, kæra 20/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. mars 2015 ásamt kæru þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa um að beita ekki þvingunarúrræðum vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð á lóð nr. 7 við Mosgerði, Reykjavík, á þeim grundvelli að ekki hafi verið um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir að ræða. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 100066 (02.37.6)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
30.
Fróðengi 1-11, Spöngin 43, kæra 5/2010, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. febrúar 2010, ásamt kæru, dags. 28. janúar 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi Fróðengi 1-11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. ágúst 2010. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. mars 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 140492 (01.17.14)
450905-1430 Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
690906-1390 Batteríið Arkitektar ehf.
Hvaleyrarbraut 32 220 Hafnarfjörður
31.
Laugavegur 12B og 16, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. mars 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 19. mars 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðanna nr. 12B og 16 við Laugaveg.



Umsókn nr. 150117 (01.39.3)
32.
">Holtavegur 32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. mars 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 19. mars 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Laugardals austurhluta vegna lóðarinnar nr. 32 við Holtaveg.