Fjölskyldugarðar, Gististaðir, Malbiksframkvæmdir í Reykjavík, Gatnalýsing, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, Suður Mjódd, Borgartún 28, Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hafnarstræti 17, Austurhöfn reitur 1, Lindargata 28-32, Laugavegur 30B, Háaleitisbraut 66, Sævarhöfði 33, Þjónusta sveitarfélaga 2014, verkefni umhverfis- og skipulagssviðs, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega, Gunnarsbraut 30, Grettisgata 62,

97. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 09:08, var haldinn 97. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. eða Vindheimar Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Svavar Helgason árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140191
1.
">Fjölskyldugarðar, næstu skref (USK2014110007)
Kynnt tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. október 2014 varðandi næstu skref í rekstri fjölskyldugarða Reykjavíkur. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Grafarvogs frá 18. nóvember 2014 og bókun hverfisráðs Hlíða dags. 21. nóvember 2014.


Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:17.

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.




Umsókn nr. 150052
2.
Gististaðir, kynning
Kynning Heilbrigðiseftirlitsins Reykjavíkur varðandi ábendingar og kvartana sem borist hafa vegna gististaða Reykjavík.

Aron Jóhannesson heilbrigðisfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Áheyrnarfulltrúi Pírata Svavar Helgason bókar:
"Fulltrúi Pírata bókar að það sé nauðsyn að efla eftirlit með því að lögum um íbúðagistingu sé framfylgd og þar sem verði vart við brot verði leitast eftir að fá starfsleyfum svipt."


Umsókn nr. 150050
3.
Malbiksframkvæmdir í Reykjavík, kynning
Lagt fram og kynnt yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. í febrúar 2015 um malbiksframkvæmdir í Reykjavík 2015.

Ámundi V.Brynjólfsson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Lögð fram eftirfarandi tillaga ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagsráðs.
" Umhverfis- og skipulagsráð leggur til við borgarráð að fjárveiting til malbiksframkvæmda á árinu 2015 verði aukin um allt að 150 mkr. Þetta er til að mæta þeirri brýnu þörf sem sem upp er komin og kemur í ljós nú þegar gatnakerfið ¿kemur undan vetri. Hækkun á fjárveitingu til malbiksframkvæmda valdi ekki breytingu á niðurstöðu fjárhagsáætlunar heldur verði um flutning á fjárheimildum innan heildaráætlunar að ræða.
Greinargerð:
Veðurfarslegar aðstæður nú í vetur hafa valdið miklu tjóni á gatnakerfi borgarinnar. Þá er einnig ljóst að á árunum eftir hrun hefur verið dregið úr malbiksframkvæmdum auk þess sem fjárveitingar til þeirra hafa lækkað verulega að raunvirði vegna lækkunar á gengi krónunnar. Framundan í mars og apríl er úttekt á ástandi gatnakerfisins og mat á viðhalds- og endurnýjunarþörf. Það er þó ljóst að aukins fjármagns er þörf þrátt fyrir að nú þegar í fjárfestingaráætlun árins 2015 sé um að ræða hækkun um 100 mkr frá fyrra ári.

Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs samþykkt.


Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókar
"Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Besta flokks þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem ekki verður við unað. Nú dugir bersýnilega ekki venjulegt viðhald heldur þarf stórkostlegt átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira heldur en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks styðja aukin framlög til malbiksframkvæmda enda verður ekki hjá því komist að bregðast við með skjótum hætti. Eðlilegt hefði verið að með tillögunni fylgdu jafnframt tillögur um sparnað á móti. Augljósasti sparnaðurinn er að hætta við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar en áætlaður kostnaður vegna þrengingar vegarins á milli Miklubrautar og Bústaðarvegar eru kr. 160 milljónir."

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur til að það fjármagn sem meirihlutinn vill nota til þrengingar Grensásvegar verði notað í malbikunarframkvæmdir"

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson og áheyrnarfulltrúi Pírata Svafar Helgason bóka
" Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna benda á að niðurskurður til viðgerða á götum borgarinnar hófst á fjárhagsárinu 2009, þegar Sjálfstæðisflokkurinn leiddi borgarstjórnina. Þá voru útgjöld til viðgerða skorin verulega niður eða úr 690 milljónum króna í 480 milljónir að núvirði. Eða um 30%. Fyrir því voru góðar og gildar ástæður. Tekjur borgarinnar höfðu minnkað um 20%. Það hafði ekki breyst fjárhagsárið 2011. Við bendum ennfremur á að nú stefnir í að útgjöld til gatnaviðverða 2015 verða 690 milljónir króna. Það er jafnhá upphæð og 2008 að núvirði"

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókar
"Árið 2011 var fyrsta fjárhagsár meirihluta Samfylkingar og Besta flokks. Framlög til viðhalds á malbiki voru lækkuð um 37% árið 2011 miðað við árið áður en voru hækkuð á milli áranna 2009 og 2010 í tíð Sjálfstæðisflokksins"





Umsókn nr. 150051
4.
Gatnalýsing, Hvað er framundan
Lögð fram greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofa framkvæmda og viðhalds dags. í febrúar 2015 um framtíð götulýsingar í Reykjavík.

Jóhann S D Christiansen verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.




Umsókn nr. 10070
5.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 20. febrúar 2015.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 10:56.



Umsókn nr. 140503 (01.40.79)
540400-2290 ALP hf.
Vatnsmýrarvegi 10 101 Reykjavík
560997-3109 Yrki arkitektar ehf
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
6.
Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn ALP hf. dags. 26. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10. Í breytingunni felst breyting á mörkum deiliskipulags og nýta lóðina að Vatnagörðum 38 undir þjónustuhús og athafnasvæði fyrir bílaleigu, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 5. desember 2014. Tillagan var auglýst frá 5. janúar til og með 17. febrúar 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vegagerðin dags. 16. febrúar 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. febrúar 2015.


Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:11


Umsókn nr. 150109 (01.34.51)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
7.
Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar umsókn Ask arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 20. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 2 við Kirkjusand. Í breytingunni felst uppbygging á reitnum þar sem áhersla er lögð á blandaða byggð atvinnu- og íbúðahúsnæðis í samræmi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur.





Fulltrúar ASK arkitekta Páll Gunnlaugsson arkitekt, Gunnar Örn Sigurðsson arkitekt og Þorsteinn Helgason arkitekt, fulltrúi Íslandsbanka Bjargey Björgvinsdóttir og fulltrúi Eflu Verkfræðistofu Bryndís Friðriksdóttir kynna.

Umsókn nr. 140617 (04.91)
530214-0870 Teiknistofan Storð ehf.
Laugavegi 168 105 Reykjavík
8.
Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Reykjanesbraut til vesturs, Breiðholtsbraut til norðurs, Skógarseli til austurs og jaðri íbúabyggðar við Þverársel og bæjarmörkum að Kópavogi til suðurs. Í breytingunni felst heildarendurskoðun á eldra deiliskipulagi frá 2008. samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 15. febrúar 2015. Einnig er lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 14. nóvember 2014. Jafnframt er lögð fram umsögn Íþrótta og tómstundaráðs dags. 19. desember 2014 og umsögn Velferðarsviðs dags. 3. febrúar 2015.

Páll Hjaltason víkur af fundi kl. 11:51.


Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt kynnir




Umsókn nr. 140139 (01.23.01)
690612-0970 HEK ehf.
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
9.
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. október 2014 þar sem gerðar eru athugasemdir og sveitarstjórn bent á að taka athugasemdir til umræðu samkv. 1.mgr. 42. gr. skipulagslaga. Einnig er lagður fram uppdráttur Zeppelín arkitekta dags. 25. mars 2014, lagfærður 20. febrúar 2015.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson greiða atkvæði með þeim lagfæringum sem fram koma á uppdrætti skipulagsfulltrúa dags. 25. mars 2014 lagfærðum 20. febrúar 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisfokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir og fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóahnna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti.
Lagfæring að ósk Skipulagsstofnunar felld á jöfnum atkvæðum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Í bréfi Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags Borgartúns 28 - 28a segir: "Fram kemur í athugasemdum að hagsmunaaðilar telja að skort hafi á samráð við undirbúning deiliskipulagsbreytingarinnar. Mikil uppbygging er og hefur verið við Borgartún og á aðliggjandi svæðum og við slíkar aðstæður telur Skipulagsstofnun sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila umfram það sem lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu deiliskipulagsbreytinga kveða á um, sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti". Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 14. ágúst 2014 um að fundað verði með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en deiliskipulagstillagan yrði tekin til afgreiðslu. Þá tillögu felldu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna án nokkurra athugasemda frá fulltrúa Pírata sem er áheyrnafulltrúi. Fulltrúar sömu flokka ákváðu að halda fund um Borgartúnið og nágrenni eftir að deiliskipulagsbreytingin hafði verið afgreidd og sá fundur fjallaði ekki sérstaklega um deiliskipulagsbreytingar á Borgartúni 28 - 28 a. Sá fundur hafði þess vegna ekkert vægi og með þá megnu óánægju sem þar kom fram hefur ekkert verið gert. Á fundi borgarstjórnar 16. september s.á. gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vinnubrögð meirihlutans harðlega. Með tilliti til athugasemda Skipulagsstofnunar skulda þeir fulltrúar sem höfnuðu samráði íbúum afsökunarbeiðni. "

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fagnar því að athugasemdir Skipulagsstofnunar séu lagðar fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs og breyttur uppdráttur til samþykktar. Framsókn og flugvallarvinir greiddu atkvæði gegn breytingu á deiliskipulaginu og er afstaða til þess óbreytt. Skipulagsstofnun telur sérstaklega mikilvægt að haft sé samráð við íbúa og aðra hagsmunaðila umfram lágmarkskröfur skipulagslaga um auglýsingu sbr. sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti. Meirihluti borgarstjórnar, þ.e. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar, voru ekki sömu skoðunar enda virti meirihlutinn að vettugi fjo¨ldamargar athugasemdir sem ba´rust vegna breytinga a´ deiliskipulaginu og höfnuðu því að halda upply´singa- og samra´ðsfund vegna breytinganna a´ður en deiliskipulagið var afgreitt. Eru slík vinnubrögð óásættanleg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti eins og Skipulagsstofnun bendir réttilega á"

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 150108 (01.73.00)
10.
Hamrahlíð 2, Hlíðaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar dags. 19. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð, Hlíðaskóli. Í breytingunni felst að gerður er byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur norðan núverandi íþróttahúss fyrir frístundastarf, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. febrúar 2015.

Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 45423
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 816 frá 24. febrúar 2015.





Umsókn nr. 48060 (01.11.850.2)
501298-5069 Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
12.
Hafnarstræti 17, Hótel - veitingarekstur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. febrúar 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hótel í flokki V með 50 herbergjum úr steinsteypu með mansardþaki sem verður tengt við nýbyggingu á lóðinni Hafnarstræti 19, norðan og vestan við verndað timburhús sem fyrir er á lóð og verður endurbyggt í upprunalegri mynd með hótelherbergum á efri hæðum og morgunverðasal i hlöðnum steinkjallara, á lóð nr. 17 við Hafnarstræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015 og umsögn Minjastofnunar dags. 23. febrúar 2015.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. október 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2014. Einnig fylgir greinargerð vegna hljóðvistar dags. í nóvember 2014, brunahönnun frá Mannvit dags. 2. febrúar 2015, útreikningur á varmatapi dags. 3. febrúar 2015, skýrsla um ástandsskoðun og prófanir frá Mannvit dags. 22. janúar 2015, minnisblöð frá verkfræðistofunni Hnit dags. 8. apríl, 18. júlí, 18. nóvember og 21. og 27. nóvember 2014 og 20. janúar 2015, umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. september og 4. desember 2014 og 12. janúar og 9. febrúar 2015, bréf frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 3. febrúar 2015 og bréf frá verkfræðistofunni Hnit dags. 9. febrúar 2015 fylgja erindi. Áður samþykkt niðurrif: xx ferm., xx rúmm. Stækkun: XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 9.500

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. febrúar 2015 gerir umhverfis- og skipulagsráð ekki athugasemdir við erindið
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 150051 (01.11)
450314-0210 Landstólpar þróunarfélag ehf.
Grófinni 1 101 Reykjavík
13.
Austurhöfn reitur 1, (fsp) breyting á skilmálum
Lögð fram fyrirspurn Landstólpa þróunarfélags ehf. dags. 26. janúar 2015 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Austurhafnar, sérákvæðis um byggingar á reit 1.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar PK. arkitekta Pálmar Kristmundsson arkitekt og Fernando de Mendonça arkitekt , og fulltrúi Stólpa Gísli Steinar Gíslason kynna.

Umsókn nr. 140619 (01.15.24)
510412-0950 Fjeldsted & Blöndal lögman slf.
Ármúla 17 108 Reykjavík
14.
Lindargata 28-32, (fsp) bílastæði
Lagt fram bréf Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu f.h. lóðarhafa Lindargötu 28-32 dags. 20. nóvember 2014 varðandi bílastæðamál á lóðinni.

Frestað.

Umsókn nr. 140655 (01.17.22)
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir
Hofteigur 20 105 Reykjavík
15.
Laugavegur 30B, (fsp) aukning á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur dags. 3. desember 2014 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 30B við Laugaveg samkvæmt uppdráttum dags, 25. nóvember 2014.




Frestað.

Umsókn nr. 150100 (01.72.71)
530194-2489 Kirkjumálasjóður
Laugavegi 31 150 Reykjavík
16.
Háaleitisbraut 66, (fsp) bygging skrifstofu og þjónustuhús
Lögð fram fyrirspurn Kirkjumálasjóðs dags. 13. febrúar 2015 um að byggja skrifstofu- og þjónustuhús fyrir starfssemi Kirkjuhússins/Biskupstofu við Grensáskirkju- og safnaðarheimili á lóð nr. 66 við Háaleitisbraut, samkvæmt ódags. skissu . Einnig er lagt fram bréf sviðsstjóra lögfræði- og fasteignasviðs Biskupstofu dags. 13. febrúar 2015.

Frestað.

Umsókn nr. 150049
17.
Sævarhöfði 33, starfsleyfi Björgunar
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs um hve lengi mögulegt er að fyrirtækið Björgun ehf. starfi að Sævarhöfða 33. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. febrúar 2015.

Frestað.

Umsókn nr. 150048
18.
Þjónusta sveitarfélaga 2014, verkefni umhverfis- og skipulagssviðs,
Kynning á niðurstöðum könnunar út frá verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs.

Fulltrúi Capacent Þórhallur Ólafsson kynnir.

Umsókn nr. 150046
19.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega, (USK2015020053)
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. febrúar 2015 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn.
"Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar enda virðist ástandið versna dag frá degi. Hvernig verður brugðist við?" Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir dags. 24. febrúar 2015.

Frestað.

Umsókn nr. 150110 (01.24.71)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
20.
Gunnarsbraut 30, kæra 14/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 19. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um leyfi fyrir viðbyggingu, byggingu tvennra svala á suðvesturhlið, breyta innra skipulagi og breyta í tvíbýlishús, fjölbýlishúsi á lóð nr. 30 við Gunnarsbraut.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 150111 (01.19.01)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Grettisgata 62, kæra 15/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. febrúar 2015 ásamt kæru þar sem kært er byggingarleyfi vegna viðbyggingar og svala á annarri og þriðju hæð, fyrir lóð nr. 62 við Grettisgötu.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.