Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Vatnsveituvegur 50, Sólvallagata 67 Vesturbæjarskóli, Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Göngu- og hjólastígar, Þórunnartún 2014120044, Veghúsastígur 9A, Útilistaverk, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi gatnakerfi, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Álfsnes, Sorpa, Grjótaþorp, Kvosin, Nauthólsvegur 50, Örfirisey, Jöldugróf 6, Lágholtsvegur 11, Klapparstígur 19, Arnargata 10, Arnargata 10, Hólmgarður 19, Hólmgarður 19, Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega,

96. fundur 2015

Ár 2015, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 10:08, var haldinn 96. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2015.



Umsókn nr. 150022 (04.7)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
2.
Vatnsveituvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. janúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 50 við Vatnsveituveg. Í breytingunni felst afmörkun lóðar fyrir dælustöð , samkvæmt uppdr. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8. janúar 2015.

Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:13



Umsókn nr. 150097 (01.13.82)
3.
Sólvallagata 67 Vesturbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar dags. 13. febrúar 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að parhús á lóð nr. 10-12 við Vesturvallagötu verður haldið á lóðinni og verður nýtt undir frístundastarf skólans, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2015.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 150068 (01.47.0)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4.
Suðurlandsbraut 75, Steinahlíð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Reykjavíkurborgar, dags. 6. febrúar 2015 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum um 18 á lóð leikskólans, breyta aðkomu leikskólans á þann veg að öll aðkoma verður frá Gnoðavogi o.fl., samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. febrúar 2015. Einnig er lagt fram minnisblað deildarstjóra náttúru og garða, dags. 12. janúar 2015.

Jón Kjartan Jónsson verkefnisstjóri og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkti jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 45423
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 815 frá 17. febrúar 2015.





Umsókn nr. 150040
6.
Göngu- og hjólastígar, framkvæmdaáætlun
Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 9. febrúar 2015 varðandi göngu- og hjólastíga.

Framkvæmdaáætlun samþykkt að Háaleitisbraut og Grensásvegi undanskildum.
Umhverfis-og skipulagssviði er jafnframt falið að halda opinn íbúafund og boða jafnfram hagsmunaaðila sem samráð hefur verið haft við á fyrri stigum svo sem SHS, Landsamtök hjólreiðamanna og FÍB þar sem kynnt er útfærsla og hönnun á stígum við áðurnefndar götur.



Umsókn nr. 150035
7.
Þórunnartún 2014120044, endurgerð götu
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. febrúar 2015 varðandi endurgerð götunnar Þórunnartúns.

Samþykkt.

Umsókn nr. 150081 (01.15.24 02)
300566-3409 Guðrún Fanney Sigurðardóttir
Njálsgata 19 101 Reykjavík
8.
Veghúsastígur 9A, (fsp) breyting á skilmálum
Lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Sigurðardóttur, dags. 5. febrúar 2015 varðandi skilmálabreytingu á deiliskipulagi reits 1.152.4 vegna lóðar nr. 9 við Veghúsastíg. Breytingin felst m.a. í endurnýjun geymslu, að breyta notkun úr geymslu í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði og að byggja kjallara undir húsinu. Auk þessa er sótt um að endurgera vestara bakhús, færa tengibyggingu framar á lóð og byggja kjallara undir því. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 16. febrúar 2015.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2015 er tekið jákvætt í að gerð verði skilmálabreyting á gildandi deiliskipulagi þar sem heimilt yrði að breyta notkun geymsluhúsnæðis á baklóð í íbúðar og/eða atvinnuhúsnæði, án heimildar til reksturs gistiþjónustu á baklóðum.
Tekið er neikvætt í aukningu á byggingarmagni.





Umsókn nr. 150085
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
9.
Útilistaverk, staðsetning styttu Einars Benediktssonar
Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur dags. 13. október 2014 varðandi mögulega staðsetningu á styttu af Einari Benediktssyni við Höfða. Einnig er lögð fram tillaga að staðsetningu ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. september 2014.


Umhverfis og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu Listasafns Reykjavíkur að staðsetningu listaverksins á lóð Höfða. Ráðið hvetur jafnframt til þess að fundinn verður staður fyrir listarverk á Klambratúni í stað þess sem verður fjarlægt.



Umsókn nr. 150042
10.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi gatnakerfi,
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 11. febrúar 2015 óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum hversu margir kílómetrar hafa verið malbikaðir árlega á undanförnum 10 árum. Óskað er upplýsinga um árlegan kostnað við malbikun á sama tíma á verðlagi hvers árs og föstu verðlagi. Hversu margir kílómetrar er gatnakerfi borgarinnar og skipting þess í stofnbrautir, tengibrautir og húsagötur? Hversu margir kílómetrar eru með fleiri en einni akrein í sömu átt?

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir.

Umsókn nr. 140227
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Betri Reykjavík, hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð (US2014120004)
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum skipulagsmál "hraðahamlanir/þrenging á hjólastíg við Barnaskólann í Öskjuhlíð" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 28. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. febrúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. febrúar 2015 samþykkt.

Umsókn nr. 150038
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, hægri beygja á rauðu ljósi (USK2015020017)
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum samgöngur "hægri beygja á rauðu ljósi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. febrúar 2015.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. febrúar 2015 samþykkt.



Umsókn nr. 150039
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, ruslatunna við göngusvæðið fyrir ofan MBL húsið (USK2015020016)
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum umhverfismál "ruslatunna við göngusvæðið fyrir ofan MBL húsið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða

Umsókn nr. 150036
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, make better use of the space besides the Timberland store! (USK2015020014)
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum skipulag "make better use of the space besides the Timberland store!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 150037
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla (USK2015020015)
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "Háaleitisskóli Reykjavík - MJÖG slæmt ástand beggja skólalóða Háaleitisskóla" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 2. febrúar 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmda.

Umsókn nr. 140258 (36.2)
510588-1189 SORPA bs.
Gylfaflöt 5 112 Reykjavík
16.
Álfsnes, Sorpa, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 að auglýsa að nýju breytingu á deiliskipulagi urðunarstaðar í Álfsnesi vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.



Umsókn nr. 150046 (01.13.6)
17.
Grjótaþorp, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags Grjótaþorps.



Umsókn nr. 140559 (01.1)
18.
Kvosin, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar.



Umsókn nr. 150026
630306-0350 Iceeignir ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
19.
Nauthólsvegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Nauthólsvegi 50.



Umsókn nr. 140611 (01.1)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
20.
Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. febrúar 2015 um samþykkt borgarráðs dags. 5. febrúar 2015 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar.



Umsókn nr. 150099 (01.88.90)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Jöldugróf 6, kæra 12/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 13. febrúar 2013 ásamt kæru þar sem kærð er synjun umsóknar um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð nr. 6 við Jöldugróf.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.

Umsókn nr. 100448 (01.52)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
Lágholtsvegur 11, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 2. desember 2010 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi fyrir svalapalli við húsið að Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2011. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2010 að synjaum leyfi fyrir áður byggðum svalapalli á lóð nr. 11 við Lágholtsveg.




Umsókn nr. 100418 (01.15.24)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
581202-2530 JP Lögmenn ehf.
Höfðatorgi 105 Reykjavík
23.
Klapparstígur 19, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 16. júní 2011. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 30. janúar 2015. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 140680 (01.55.32)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
24.
Arnargata 10, kæra 124/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. desember 2014 ásamt kæru dags. 11. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 12. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 150019 (01.55.32)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
25.
Arnargata 10, kæra 6/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 13. janúar 2015 ásamt kæru dags. 10. janúar 2015 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Arnargötu 10. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 14. janúar 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.




Umsókn nr. 140439 (01.81.81)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26.
Hólmgarður 19, kæra 67/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 11. júlí 2013 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leyfa annað þakefni en samþykktar teikningar heimili á hús nr. 19 við Hólmgarð. Lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda. er vísað frá.




Umsókn nr. 140654 (01.81.81)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27.
Hólmgarður 19, kæra 122/2014, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru, dags. 3. desember 2014 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa þ. 8. júlí 2014 að veita byggingarleyfi fyrir núverandi innra og ytra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 19 við Hólmgarð. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. febrúar 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.



Umsókn nr. 150046
28.
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ástand vega,
Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar enda virðist ástandið versna dag frá degi. Hvernig verður brugðist við?