Borgarlýsing, Blesugróf, Fjölskyldugarðar, Klambratún, Reykjavíkurborg, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kvosin, Hlíðarendi, Vatnsveituvegur 4, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Sigtún 38 og 40, Hæg breytileg átt, Samgöngumiðstöð, Umhverfis- og skipulagssvið, Friggjarbrunnur 51, Reynisvatnsás fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins varðandi leiksvæ,

85. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 09:10, var haldinn 85. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Erna Hrönn Geirsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140198
1.
Borgarlýsing,
Kynning á tillögum um endurbætur og breytingar á borgarlýsinu með tilliti til, að banna á notkun ákveðinna gerða af ljósgjöfum á næsta ári.
Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 09:19.

Ársæll Jóhannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.




Umsókn nr. 140101
060158-3719 Þórarinn Friðjónsson
Vatnsstígur 14 101 Reykjavík
2.
Blesugróf, setja skilti um Tryggva Emilsson við tré
Lagt fram bréf Þórarins Friðjónssonar f.h. afkomendur Tryggva Emilssonar dags. 2. apríl 2014 um að setja skilti um Tryggva Emilsson við tré í Blesugróf.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.




Umsókn nr. 140191
3.
Fjölskyldugarðar, næstu skref
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. október 2014 varðandi næstu skref í rekstri fjölskyldugarða Reykjavíkur.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Frestað.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hverfisráðum Reykjavíkurborgar.




Umsókn nr. 140193
4.
Klambratún, tímabundin æfingaaðstaða fyrir knattspyrnufélagið Valur. US140193
Lagt fram bréf Jóns Valgeirs Björnssonar f.h. samráðs- og samhæfingarhóps vegna uppbyggingar og framkvæmda við Hlíðarenda ódags. um tímabundna æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnufélagið Val á Klambratúni. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra náttúru og garða dags. 3. nóvember 2014.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar í hverfisráði Hlíða.




Umsókn nr. 140195
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Reykjavíkurborg, ástandsmat trjágróðurs
Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu dags. 23. september 2014 varðandi ástandsmat trjágróðurs í Grafarvogi, Bryggjuhverfi og Þórsgötu.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri náttúru og garða tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 10070
6.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 31. október 2014.



Umsókn nr. 140559 (01.1)
7.
Kvosin, breyting á deiliskipulagi
Kynnt kortlagning notkunar og forsendur fyrir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 ásamt greinargerð Önnu Maríu Bogadóttur dags. í október 2014.


Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:59.

Anna María Bogadóttir arkitekt kynnir.

Umsókn nr. 140049 (01.62)
491299-2239 Valsmenn hf.
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
8.
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Valsmanna hf. og Knattspyrnufélagsins Valur dags. 4. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri. Í breytingunni felst fjölgun á íbúðum, fækkun fermetra atvinnuhúsnæðis o.fl., samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014 br. 1. nóvember 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2014, síðast breytt 1. nóvember 2014, og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2014. Tillagan var auglýst frá 27. júní til og með 8. ágúst 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurður Thoroddsen dags. 5. ágúst 2014, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík dags. 7. ágúst 2014, Samtök ferðaþjónustunnar dags. 8. ágúst 2014, Mýflug hf. og læknisfr. þjónusta sjúkraflugs dags. 8. ágúst 2014, Icelandair Group dags. 8. ágúst 2014 og Hjarta í Vatnsmýri dags. 5. ágúst 2014. Einnig er lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. 9. október 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2014.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2014 með fjórum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þrem atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.

Áslaug María Friðriksdóttir víkur af fundi kl. 13:51, þá var einnig búið að fjalla um liði 11, 12 og 13.
Kristín Soffía Jónsdóttir víkur af fundi kl 13:55, þá var einnig búið að fjalla um liði 11, 12 og 13.

Fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Framsókn og flugvallarvinir leggja fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda er vísað til þess að athugasemdir er varða flugbraut 06-24 eigi ekki við rök að styðjast þar sem flugbrautina sé ekki lengur að finna á skipulagi þar sem í gildi sé deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem tók gildi 6. júní 2014 sem ekki gerir ráð fyrir flugbrautinni. Við teljum að umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar sem samþykkt var í borgarstjórn 1. apríl 2014 og tók gildi 6. júní 2014 sé verulega áfátt, bæði varðandi málsmeðferð og efni, og eigi þeir ágallar að leiða til ógildingar deiliskipulagsins en umrætt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar hefur verið kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Eftir að deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar var samþykkt í borgarstjórn 1. apríl 2014 voru ýmis gögn og breytingar gerðar sem aldrei voru lagðar fram, ræddar eða samþykktar í sveitarstjórn. Með bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 28. apríl 2014, voru athugasemdir gerðar við tillöguna. Þessar athugasemdir Skipulagsstofnunar komu ekki til umræðu í sveitarstjórn heldur breytti skipulagsfulltrúi uppdrættinum og sendi Skipulagsstofnun bréf, dags. 13. maí 2014, þar sem upplýst er hvaða lagfæringar hafi verið gerðar, ásamt leiðréttum uppdrætti.
Umhverfis- og skipulagssvið sendi svo Skipulagsstofnun, tæpum tveimur mánuðum eftir að deiliskipulagið hafði verið samþykkt í borgarstjórn, eða með bréfi, dags. 26. maí 2014, eftirfarandi gögn vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar: minnisblað skipulagsfulltrúa til borgarráðs, dags. 20. maí 2014, bréf frá Isavia, dags. 23. apríl 2014, bréf til Isavia, dags. 20. maí 2014 og breytta umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014.
Deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar var samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 10. mars 2014, þ.e. eins og umsögnin leit upphaflega út en ekki með þeim breytingum sem gerðar voru á umsögninni eftir að bréfið kom frá forstjóra Isavía sem dagsett er 23. apríl 2014 en skipulagsfulltrúi breytti umsögninni frá 10. mars 2014 til samræmis við ábendingar Isavia og var umsögnin send breytt til Skipulagsstofnunar með bréfi, dags. 26. maí 2014, án þess að umræddar breytingar hafi verið lagðar fram, ræddar og samþykktar í sveitarstjórn. Þá var minnisblað skipulagsfulltrúa til borgarráðs, dags. 20. maí 2014, bréf forstjóra Isavia, dags. 23. apríl 2014, og bréf skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2014 hvorki lögð fram, rædd eða samþykkt í sveitarstjórn í tengslum við breytingar á umræddu deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Áhættumat vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar 06-24 liggur ekki fyrir. Þá hefur nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar með og án flugbrautar 06-24 ekki verið endurreiknaður í samræmi við reglugerð 464/2007 um flugvelli. Þá liggur ekki fyrir afstaða Samgöngustofu til lokunarinnar. Þegar þessi atriði liggja fyrir væri fyrst hægt að taka upplýsta ákvörðun um hvaða áhrif slík lokun hefði á umhverfi innanlandsflugs og sjúkraflugs. Er því órökrétt og óábyrgt að gera ráð fyrir byggingum sem teppa aðflug að flugbrautinni og loka henni áður en slíkar upplýsingar liggja fyrir. Í stað faglegra vinnubragða er böðlast áfram með breytingar á deiliskipulagi sem ganga út frá því að flugbrautin sé ekki lengur til. Þá er nefnd sem skipuð var um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs enn að störfum og hefur formaður nefndarinnar óskað eftir svigrúmi til að klára þá vinnu."

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson bókaði eftirfarandi:
"Með samkomulagi Reykjavíkurborgar, Innanríkisráðuneytisins og Icelandair var gerð þverpólitísk sátt um að setja á laggirnar nefnd sem hefur það verkefni að finna framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar. Nefndin hefur nýlega greint frá þeim fimm mögulegu flugvallarstæðum sem hún hefur nú til skoðunar og er Vatnsmýrin eitt af þeim. Rögnunefndin, eins og hún hefur verið kölluð, er enn að störfum og hefur formaður hennar óskað eftir svigrúmi til að klára vinnuna. Í síðustu viku sagði Innanríkisráðherra varðandi deiliskipulag Hlíðarenda og áhrif þess á Reykjavíkurflugvöll eftirfarandi: ¿Reykjavíkurborg og ríki voru sammála um að taka ekki stefnumótandi ákvarðanir er varða þetta mál fyrr en Rögnunefndin hefur lokið störfum¿. Icelandair gerir athugasemd við deiliskipulag Hlíðarenda og telur ¿óviðunandi að afkastageta og áreiðanleiki núverandi flugvallarstæðis verði skert með óafturkræfum hætti¿ á meðan verið er að vinna að staðarvali fyrir innanlandsflugið. Það er því ljóst að þrír af fjórum fulltrúum í Rögnunefndinni telja að bíða verði þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Einungis einn nefndarmanna, Dagur B. Eggertsson, skilur samkomulagið með öðrum hætti.
Til að virða þá tímabundnu þverpólitísku sátt varðandi nefndarvinnuna, framtíðarstaðsetningu flugvallararins og öryggi hans greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði gegn tillögunni, þar sem ekki er tímabært að skipuleggja svæði með óafturkræfum hætti þegar óvissa ríkir að þessu leyti."

Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ó. Haraldsdóttir bókuðu:
"Tillagan snýst um breytingu á þegar samþykktu deiliskipulagi Hlíðarendasvæðis, þar sem gert er ráð fyrir að flugbraut 06-24 víki. Breytingin felur eingöngu í sér fjölgun íbúða og breytta tilhögun á atvinnuhúsnæði. Hún fellur vel að meginmarkmiðum nýs aðalskipulags að þétta íbúðarbyggð í vesturhluta borgarinnar og stytta vegalengdir í Reykjavík eins og kostur er. Umhverfis og skipulagsráð hefur nýtt tímann til að fara í saumana á helstu umhverfisþáttum skipulagsins."

Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140537 (04.76.77)
310759-5709 Sigurbjörn Magnússon
Bleikjukvísl 11 110 Reykjavík
130659-2099 Luigi Bartolozzi
Túngata 11 225 Álftanes
9.
Vatnsveituvegur 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigurbjörns Magnússonar dags. 10. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Víðidals vegna lóðarinnar nr. 4 við Vatnsveituveg. Í breytingunni felst að byggja við austurhlið hesthússins, samkvæmt uppdr. Luigi Bartolozzi ark. dags. 8. október 2014. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 22. september 2014.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Umsókn nr. 45423
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 801 frá 4. nóvember 2014.



Umsókn nr. 130590 (01.36.60)
630169-2919 Íslandshótel hf.
Sigtúni 38 105 Reykjavík
450913-0650 Atelier Arkitektar slf.
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
11.
Sigtún 38 og 40, (fsp) uppbygging
Lögð fram til kynningar fyrirspurn Íslandshótels slf. dags. 10. desember 2013 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 38 og 40 við Sigtún ásamt uppdráttum Atelier Arkitekta hf. dags. í október 2014.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Björn Skaptason arkitekt kynnir.




Umsókn nr. 140188
12.
Hæg breytileg átt, Kynning
Kynning á framtíðarhugmyndum verkefnisins "hæg breytileg átt"
Fulltrúar Krads arkitekta kynna.

Fulltrúar Krads Kristján Örn Kjartansson og Kristján Eggertsson arkitektar kynna.

Umsókn nr. 140294
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Samgöngumiðstöð, samkeppni og skipun dómnefndar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júní 2014 ásamt erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 12. maí 2014 þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að efna til samkeppni og skipa dómnefnd vegna áframhaldandi vinnu við þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 5. júní 2014 að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2014.

Keppnislýsing drög.

Fulltrúi Mannvits Þorsteinn R. Hermannsson kynnir.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. nóvember 2014 samþykkt.


Umsókn nr. 130045
14.
Umhverfis- og skipulagssvið, innkaupaskýrsla
Lagt fram yfirlit yfir viðskipti umhverfis- og skipulagssviðs við innkaupadeild í október 2014.



Umsókn nr. 140354 (02.69.31)
660606-2380 111 ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 113 Reykjavík
570394-2079 Mansard - Teiknistofa ehf
Hraunbrún 30 220 Hafnarfjörður
15.
Friggjarbrunnur 51, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. október 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar að Friggjarbrunni 51.



Umsókn nr. 140199
16.
Reynisvatnsás fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins varðandi leiksvæ,
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
21. ágúst 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis og skipulagsráði fram svofellda tillögu: "Lagt er til að fundinn verði heppilegur staður fyrir leiksvæði barna í Reynisvatnsási. Haft verði samráð við hverfisráð og nærliggjandi íbúa varðandi staðsetningu, frágang og leiktæki". Tillagan var samþykkt og skrifstofu umhverfisgæða falið að finna hentugan stað fyrir leiksvæði í hverfinu. Ef þess gerðist þörf yrði gerð tillaga að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og hún grenndarkynnt. Hvað líður þessu verkefni?