Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Skarfagarðar 3, Arnargata 10, Skógarvegur 12-16, Hafnarstrætisreitur 1.118.5, Aðalstræti 6, Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, Borgartún 28, Stuðlaháls 1, Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Borgartún 8-16A, Hólavallagata 3, Flugvöllur 106748, Háagerði 12, Miklabraut/ Heiðargerði, Miklabraut/Rauðagerði, Umhverfis- og skipulagssvið, Sumargötur 2014, Háskóli Íslands, Samgöngumiðstöð, Sogavegur 73-75, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Garðastræti 17, Reykjavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, Reitur 1.131, Nýlendureitur, Gamla höfnin - Vesturbugt, Einholt-Þverholt, Lindargata 28-32, Bryggjuhverfi, Hlíðarendi,

72. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 9. júlí kl. 09:07, var haldinn 72. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Páll Hjaltason, Gísli Garðarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Björgvins Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 4. júlí 2014.



Umsókn nr. 140349 (01.32.01)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Skarfagarðar 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis. Í breytingunni felst að núverandi lóðamörk Skarfagarða 3 eru lögð niður og gerð er ný minni lóð með sama götunúmeri nær ferjubakka, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júlí 2014.

Björn Ingi Edvaldsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Umsókn nr. 140338 (01.55.32)
070770-5719 Einar Kristinn Hjaltested
Arnargata 10 107 Reykjavík
111058-6369 Andrés Narfi Andrésson
Laufásvegur 42 101 Reykjavík
3.
Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars Kristins Hjaltested dags. 27. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið og að nýta þak viðbyggingar sem þaksvalir. Jafnframt er gert ráð fyrir að byggja megi yfir svalir á norð-austurhlið, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 26. júní 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140270 (01.79.41)
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
551106-0390 Varmárbyggð ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
4.
Skógarvegur 12-16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Varmárbyggðar ehf. dags. 27. maí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 12-16 við Skógarveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða og aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 27. maí 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140356 (01.11.85)
5.
Hafnarstrætisreitur 1.118.5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Hafnarstrætisreits 1.118.5. Í breytingunni felst að spennistöð á torgi er flutt yfir á horn Pósthússtrætis og Tryggvagötu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf. dags. 3. júlí 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Frestað.




Umsókn nr. 140119 (01.13.65)
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf.
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
6.
Aðalstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reita fasteignafélags dags. 20. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna lóðarinnar nr. 6 við Aðalstræti. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og þakhæð hússins, samkvæmt uppdr. Arkís dags. 20. mars 2014. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 10. júní 2014. Einnig er lagður fram tölvupóstur tölvupóstur Guðmundar Jónssonar f.h. eigendur Fálkahússins dags. 13. júní 2014 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 5. maí til og með 23. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðmundur Jónsson f.h. húseigenda Fálkahússins Hafnarstræti 1-3, Einkahlutafél. Strjúgs og Hafnarstrætis 1 og Kjartan Ísak Guðmundsson veitingamaður á UNO sem rekinn er í Fálkahúsinu dags. 22. júní 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 4. júlí 2014.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140140 (05.05.32)
7.
Friggjarbrunnur 42-44, Skyggnisbraut 14-18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Mansard Teiknistofu ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42-44 við Friggjarbrunn og 14-18 við Skyggnisbraut. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, hækkun húss við Skyggnisbraut um eina hæð, fjölgun stæða í bílakjallara og að fallið er frá ákvæði um verslun og þjónustuhúsnæði á jarðhæð við Skyggnisbraut, samkvæmt uppdr. Mansard Teiknistofu ehf. dags. 6. febrúar 2014. Tillagan var auglýst frá 5. maí til og með 16. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Gunnar Ingi Arnason dags. 7. maí 2014, Frank M. Michelsen dags. 7. maí 2014, Björn Ingi Björnsson og Þóra Magnúsdóttir dags 15. maí 2014, Björg Kofoed-Hansen og Þórður Jónsson dags. 16. maí 2014 og Sigurbjörn I. Guðmundsson og Rakel B. Gunnarsdóttir dags. 16. júní 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2014.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2014.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140139 (01.23.01)
690612-0970 HEK ehf.
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
8.
Borgartún 28, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn HEK ehf. dags. 28. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjutúns vegna lóðarinnar nr. 28 við Borgartún. Í breytingunni felst að fyrirhuguð bygging á lóð er breytt úr þjónustubyggingu í íbúða- og þjónustubyggingu, hæðum er fjölgað um eina og fyrirkomulagi bílastæða er breytt, samkvæmt uppdr. Zeppelin ehf. dags. 25. mars 2014. Tillagan var auglýst frá 14. maí til og með 25. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þuríður Einarsdóttir, forstöðumaður stjórnar húsfélagsins Borgartúni 30A og 30B dags. 26. maí 2014, Vífill Oddsson og Katrín Gústafsdóttir dags. 19. júní 2014, Pálmi Finnbogason f.h. Húsfélagsins Borgartúni 30 dags. 24. júní 2014 og íbúaeigendur að Sóltúni 11 og 13 dags. 19. júní 2014. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. júní 2014 ásamt athugasemdum Hauks Viktorssonar ark. f.h. eigenda Sóltúns 11-13 dags. 16. júní 2014.

Helga Lund verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Frestað.

Umsókn nr. 140330 (04.32.68)
490388-1419 Skipulags-,arkitekta-/verkfrst
Garðastræti 17 101 Reykjavík
9.
Stuðlaháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skipulags-, arkitekta- og verfræðistofunnar dags. 24. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Stuðlaháls. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir tank, samkvæmt uppdr. skipulags-, arkitekta- og verfræðistofunnar dags. 8. júli 2014.

Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Umsókn nr. 140362 (01.17.22)
630513-1460 Lantan ehf.
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
10.
Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Lantan ehf. dags. 8. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Klapparstíg og Grettisgötu vegna lóðanna nr. 34A og 36 við Laugaveg og nr. 17 við Grettisgötu. Í breytingunni felst hækkun nýbygginga að hluta um eina hæð, minnkun á byggingarreit kjallara til suðurs og gert ráð fyrir garði í stað friðaðra húsa sem gert var ráð fyrir á lóðinni við Grettisgötu 17 en flutt verða annað, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. í júlí 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Frestað.




Umsókn nr. 140242 (01.6)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11.
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. júní 2014 var lögð fram umsókn Isavia ohl. dags. 13. maí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni flugstjórnarmiðstöðvarinnar, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 12. febrúar 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Umsókn nr. 45423
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru fundargerð nr. 785 frá 8. júlí 2014.







Umsókn nr. 47277 (01.22.010.7)
450613-2580 Höfðahótel ehf.
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
13.
Borgartún 8-16A, Hótel S2, Br. inni /úti
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, uppfæra brunavarnir og fækka herbergjum úr 342 í 320 í nýsamþykktu hóteli í flokki V, teg. A, sbr. BN042394 að Þórunnartúni 2 á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir brunahönnun frá Verkís, 3. útgáfa dags. í febrúar 2014.
Gjald kr. 9.500

Pálmar Kristmundsson og Pétur Guðmundsson kynna.

Umsókn nr. 47276 (01.16.100.6)
710713-0300 Hólavellir fjárfestingarfélag
Eyktarási 4 110 Reykjavík
14.
6">Hólavallagata 3, Endurnýjun - ris, svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris og byggja svalir á bakhlið, lækka jarðveg við suðurhlið húss, innrétta nýja íbúð í risi og hjóla- og vagnageymslu í kjallara fjölbýlishúss á lóð nr. 3 við Hólavallagötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. maí til og með 12. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Rússneska sendiráðið dags. 11 júní 2014 og Árni Guðmundsson og Hjördís Dalberg dags. 12. júní 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2014.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2014. Uppdrættir KJ hönnunar, dags. 15. apríl 2014. Uppdrættir nr. 10-01, 10-02, 10-03.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47738 (01.66.--9.9)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
15.
Flugvöllur 106748, Flugstjórnarmiðstöð - viðbygging - Nauthólsvegur 66
Sótt er um leyfi til að byggja 4. hæða viðbyggingu og neðstu tvær hæðirnar eru byggðar í beinu framhaldi af núverandi flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík á lóð með staðgreinir 202-9310 og landnúmer 106748 við Flugvöllinn .
Skýrsla Brunahönnuðar dags. 20. maí 2014 og bréf frá hönnuði dags. 03 júní 2014 fylgir erindi.
Stækkun: 2.602,5 ferm. 9.495,2 rúmm.
Gjald kr. 9.500 + 9.500

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 47310 (01.81.710.7)
101067-3519 Snorri Þorgeir Ingvarsson
Háagerði 12 108 Reykjavík
100269-2959 Þórdís Ingadóttir
Háagerði 12 108 Reykjavík
16.
Háagerði 12, Viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið og til að breyta innra skipulagi í einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háagerði. Erindi var grenndarkynnt frá 8. maí til og með 5. júní 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hafdís Einarsdóttir, eigandi Mosgerði 22 dags. 30. maí 2014.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2014.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júní 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.




Umsókn nr. 140092
17.
Miklabraut/ Heiðargerði, Strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 7. júlí 2014 varðandi strætórein á Miklubraut og hljóðvarnir við Heiðargerði.

Umhverfis- og skipulagsráðs vísar erindinu til frekari úrvinnslu samgönguskrifstofu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Einnig skal kynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir íbúum í nágrenninu.


Umsókn nr. 140091
18.
Miklabraut/Rauðagerði, Aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og Hljóðvarnir við Rauðagerði
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 7. júlí 2014 varðandi aðgerðir fyrir strætó á Miklubraut og hljóðvarnir við Rauðagerði.

Umhverfis- og skipulagsráðs vísar erindinu til frekari úrvinnslu samgönguskrifstofu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Einnig skal kynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir íbúum í nágrenninu.


Umsókn nr. 130118
19.
Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í apríl 2014.



Umsókn nr. 140126
20.
Sumargötur 2014, Torg í biðstöðu
Torg í biðstöðu verkefni sumarsins kynnt. Torgin í ár eru Fógetagarður, Káratorg, Óðinstorg, Vitatorg, Bernhöftstorfa og Hlemmur. Einnig er verkefnið "Sumargötur 2014" kynnt.

Kynnt.

Umsókn nr. 140070
21.
Háskóli Íslands, hugmyndasamkeppni
Kynntar niðurstöður úr hugmyndasamkeppni.



Umsókn nr. 140294
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Samgöngumiðstöð, samkeppni og skipun dómnefndar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. júní 2014 ásamt erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að efna til samkeppni og skipa dómnefnd vegna áframhaldandi vinnu við þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 5. júní 2014 að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.

Keppnislýsing drög.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 140265 (01.81.1)
570599-2249 SVÞ-samtök verslunar & þjónustu
Borgartúni 35 105 Reykjavík
23.
Sogavegur 73-75, lagt fram bréf
Kynnt bréf SVÞ-samtök verslunar & þjónustu, dags. 25. maí 2014 varðandi málsmeðferð og synjun embættis skipulagsfulltrúa á erindi Hjallastefnunnar ehf. um að reka leik- og grunnskóla að Sogavegi 73-75. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30 maí 2014 samþykkt

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins,



Umsókn nr. 140098
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Betri Reykjavík, vantar klósettaðstöðu bæði fyrir fatlaða og venjulegt fólk
Lögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar úr flokknum samgöngur "vantar klósettaðstöðu bæði fyrir fatlaða og venjulegt fólk" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. apríl 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. júní 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140114
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25.
Betri Reykjavík, halda fund um skipulag miðbæjarins fyrir fólkið
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum skipulag "halda fund um skipulag miðbæjarins fyrir fólkið" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. maí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140117
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26.
Betri Reykjavík, Gera Blesugrófina að sveit í borg
Lögð fram efsta hugmynd maímánaðar úr flokknum ýmislegt "Gera Blesugrófina að sveit í borg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. maí 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2014.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. júní 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140352
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27.
Garðastræti 17, kæra 57/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2014 ásamt kæru dags. 1. júlí 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Garðastræti 17.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140360 (01.6)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
28.
Reykjavíkurflugvöllur, kæra 58/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140361 (01.6)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
29.
Reykjavíkurflugvöllur, kæra 59/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 4. júlí 2014 ásamt kæru dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er ákvörðun Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl s.á. að breyta deiliskipulagi fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140300 (01.17.22)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
30.
Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, kæra 49/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. júní 2014 ásamt kæru dags. 5. júní 2014 þar sem kærð er deiliskipulagsbreyting vegna lóðar að Grettisgötu 17 og að Laugavegi 34A og 36. Einnig lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. júní 2014 ásamt viðbótarkröfum kærenda, dags. 19. júní 2014. Krafist er bráðabirgðaúrskurðar um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. júní 2014.



Umsókn nr. 140109
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
31.
Reitur 1.131, Nýlendureitur, kæra 19/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Nýlendureits. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 24. júní 2014. Úrskurðarorð: "Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni."



Umsókn nr. 140108 (01.0)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
32.
Gamla höfnin - Vesturbugt, kæra 19/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Vesturbugtar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 24. júní 2014. Úrskurðarorð: "Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni."



Umsókn nr. 130237 (01.24.43)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
33.
Einholt-Þverholt, kæra 35/2013, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. apríl 2013 ásamt kæru Þórarins Haukssonar dags. 7. apríl 2013 þar sem kært er deiliskipulag Einholts-Þverholt. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 24. júní 2014. Úrskurðarorð: "Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni."



Umsókn nr. 140058 (01.15.24)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
34.
Lindargata 28-32, kæra 7/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2014 ásamt kæru, dags. 3. febrúar 2014, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 17. október 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Lindargötu 28 til 32. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála frá 30. júní 2014. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða, skv. hinni kærðu ákvörðun borgarráðs frá 17. október 2013, um að breyta deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðanna Lindargötu 28, 30 og 32, er hafnað.



Umsókn nr. 140083 (04.0)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
35.
Bryggjuhverfi, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 15. maí 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um vinnu við undirbúning að hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Ártúnshöfða.



Umsókn nr. 140049 (01.62)
491299-2239 Valsmenn hf.
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
36.
Hlíðarendi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. júní 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar 16. júní 2014 um auglýsingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.

Hjálmar Sveinsson víkur af fundi kl 15:17
Páll Hjaltason tekur við formennsku í fjarveru Hjálmars.