Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Úlfarsbraut 122-124, Brautarholtsstígur, Rauðalækur, Aðgerðaáætlun vegna hávaða, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Kjalarnes, Vallá, Endurgerð og viðhald gatna og opinna svæða 2013, Endurbætur og viðhald fasteigna 2013, Borgartún endurgerð, Tjaldmiðstöð í Laugardal, Umhverfis- og skipulagssvið, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,

23. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 09:10, var haldinn 23. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Diljá Ámundadóttir, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Björgvin Rafn Sigurðarson, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Dagskrá:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. júní 2013.



Umsókn nr. 130298 (05.05.57)
2.
Úlfarsbraut 122-124, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur til bráðabirgða fyrir tvær færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. júní 2013.

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals og Íbúasamtök Úlfarsárdals. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur er hvatt til að upplýsa foreldra barna Dalskóla um tillöguna

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:23


Umsókn nr. 130167
3.
Brautarholtsstígur,
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. júní 2013 að lagningu stígs meðfram Brautarholtsvegi, frá Brautarholtsvegi 39 að Grundarhverfi.

Samþykkt.

Umsókn nr. 130035
4.
Rauðalækur, Lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Hnit dags. 16. maí 2013 varðandi breytingu á lokun Rauðalækjar.


Vísað til kynningar í Hverfisráði Laugardals.
Jafnframt er óskað eftir að hverfisráðið kynni framlagða tillögu fyrir íbúum Rauðalækjar.


Umsókn nr. 130174
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5.
Aðgerðaáætlun vegna hávaða, tillaga
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun dags. 14. júní 2013 í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir.


Bergþóra Kristinsdóttir og Ólafur Daníelsson frá verkfræðistofunni Eflu kynntu.
Frestað.


Umsókn nr. 45423
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 735 frá 18. júní 2013.



Umsókn nr. 130293
681077-0819 Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
7.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. júní 2013 ásamt erindi svæðisskipulagsstjóra SSH, dags. 5. júní 2013, varðandi verkefnislýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Erindið er f.h. borgarráðs sent umhverfis- og skipulagsráði til umsagnar.
Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnti
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, verkefnisstjóra svæðisskipulags.


Umsókn nr. 130302
8.
Kjalarnes, Vallá, hænsnahús
Lagt fram bréf Lögmanna Lækjargötu ehf. dags. 17. maí 2013 varðandi leyfi til byggingar hænsnahúss í landi Vallá á Kjalarnesi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða 1 við skipulagslög nr. 123/2010..

Björn Ingi Edvardsson sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunnar fyrir framkvæmdinni í samræmi við 1. tl. ákvæðis til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010.

Umsókn nr. 130168
9.
Endurgerð og viðhald gatna og opinna svæða 2013, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir vegna "Endurgerðar og viðhalds gatna og opinna svæða 2013".

Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl 12:05

Theodór Guðfinnsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130169
10.
Endurbætur og viðhald fasteigna 2013, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir vegna verkefna við "Endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna 2013".

Júlíus Vífill vék af fundi kl. 12:10

Þorkell Jónsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130171
11.
Borgartún endurgerð, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir við göngu- og hjólastíga í Borgartúni.

Auður Ólfafsdóttir verkfræðingur kynnti.

Umsókn nr. 130172
12.
Tjaldmiðstöð í Laugardal, kynning
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. júní 2013 varðandi framkvæmdir í Laugardal við nýtt þjónustuhús og viðbyggingu við þjónustumiðstöð.

Þorkell Jónsson deildarstjóri framkvæmda og viðhalds kynnti.

Umsókn nr. 130175
13.
Umhverfis- og skipulagssvið, Þriggja mánaða uppgjör
Lagt fram þriggja mánaða uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs.

Mánaðarlegt rekstraruppgjör janúar - mars 2013.
Verkstöðuskýrsla nýframkvæmda janúar - mars 2013.

Hreinn Ólafsson fjármálastjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum lið.



Umsókn nr. 110388 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra 2 vegna framkvæmdaleyfis, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2011 þar sem kærð er ákvörðun skipulagsráðs frá 17. ágúst 2011 vegna framkvæmdaleyfis til jarðvegslosunar á Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
15.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. júní 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar á fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 (apríl 2013, með framlögðum breytingu og lagfæringum) sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Samþykkt var að senda tillöguna, ásamt umhverfisskýrslu, til athugunar hjá skipulagsstofnun og í kjölfar í auglýsingu.