Fjarðarsel 2-18, Grafarholt, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Álfheimar 49, OLÍS, Frakkastígsreitur 1.172.1, Grandavegur 44, Húsahverfi svæði C, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gunnarsbraut 30, Útilistaverk, Vesturhús 2, Háagerði 12, Brekknaás 9, Bergstaðastræti 56, Efstaleiti 5, Götuheiti, Miðborgin, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,

19. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 29. maí kl. 09:10, var haldinn 19. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Reynir Sigurbjörnsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Margrét Vilhjálmsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130154
101262-3409 Sindri Sveinsson
Fjarðarsel 16 109 Reykjavík
281262-5139 Páll Þór Kristjánsson
Fjarðarsel 18 109 Reykjavík
1.
Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða
Lagt fram erindi Sindra Sveinssonar og Páls Þórs Kristjánssonar f.h. húsfélagsins Fjarðarseli 2-18 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að banna bifreiðastöður við Flúðasel.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 130135
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Grafarholt, umferðatengingar
Lögð fram meðfylgjandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um umferðartengingar við Grafarholt er hér með f.h. borgarráðs vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
"Borgarráð samþykkir að í samstarfi við Vegagerð ríkisins og Strætó bs. verði kannaðir tiltækir kostir við að bæta umferðartengingar við Grafarholt, íbúum hverfisins til hagsbóta og með það að markmiði að fjölga möguleikum Strætó bs. á að bæta þjónustu við hverfið. Athugaðir verði kostir þess að leggja afrein af Suðurlandsvegi (norðurstefnu) inn á Krókháls til austurs í átt að Grafarholti og/eða afrein af Vesturlandsvegi (austurstefnu) inn í hverfið að vestanverðu". Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. maí 2013.



Umsókn nr. 10070
3.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. maí 2013.




Umsókn nr. 130247 (01.43.80)
500269-3249 Olíuverzlun Íslands hf.
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Álfheimar 49, OLÍS, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Olíuverzlunar Íslands hf. dags. 17. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 49 við Álfheima. Í breytingunni felst að koma fyrir aðstöðu fyrir metanafgreiðslu á lóðinni, samkvæmt uppdr. Ask. Arkitekta ehf. dags. 16. maí 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130216 (01.17.21)
5.
Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 23. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 8. maí 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130055 (01.52.04)
6.
Grandavegur 44, breyting á deiliskipulag
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Lýsisreits vegna lóðarinnar nr. 44 við Grandaveg. Í breytingunni felst niðurfelling á hjúkrunarheimili og fjölgun íbúða á svæðinu samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti Gláma/Kím ehf. dags. í mars 2013. Einnig eru lagðir fram skýringaruppdrættir ásamt skuggavarpi og skilmálum dags. í mars 2013 ásamt útlitsmyndum. Jafnframt er lagður fram samningur Reykjavíkurborgar við lóðarhafa dags. í mars 2013. Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 21. maí. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ásmundsdóttir dags. 27. mars 2013, Dögg Guðmundsdóttir dags. 29. mars 2013, Óli Ragnar Gunnarsson og Ragnheiður Júlíusdóttir dags. 6. maí 2013, Svanlaug Ásgeirsdóttir og Xavier Rodriguez dags. 13. maí 2013, Sveinn Yngvi Egilsson og Ragnheiður Bjarnadóttir dags. 14. maí 2013, Pétur Jónsson, Hrafnkell Ársælsson og Þuríður Eggertsdóttir dags. 16. maí 2013, Jón Ársæll Þórðarson ódags, Elisa Reid og Guðni Th. Jóhannesson dags. 20. maí 2013, Laufey Pétursdóttir dags. 21. maí 2013, stjórn húsfélagsins Grandavegur 45 dags. 16. maí 2013, Hróbjartur Ö Guðmundsson dags. 17. maí 2013, Erla Gunnarsdóttir dags. 21. maí 2013, Örn Bjarnason f.h. húsfélagsins að Grandavegi 47, dags. mótt. 21. maí 2013, Húsfélagið Hringbraut 119 dags. 21. maí 2013, og Dögg Hjaltalín f.h. íbúafundar Bráðræðisholts dags. 21. maí 2013. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur dags. 23. maí 2013.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Athugasemdir kynntar
Frestað.


Umsókn nr. 120562 (02.84)
7.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2012 br.23.maí 2013 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C" ,vegna húsagerðarinnar E8, E9 og útbyggingum. Breytingin felst í því að heimilt hámarks byggingarmagn er hækkað og heimildum til útbyggingar breytt. Tillagan var kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á fundi 21. maí 2013.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að endurauglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 732 frá 28. maí 2013.



Umsókn nr. 130233 (01.24.71)
301272-4569 Ársæll Valfells
Gunnarsbraut 30 105 Reykjavík
9.
Gunnarsbraut 30, málskot
Lagt fram málskot Ársæls Valfells móttekið 7. maí 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 22. febrúar 2013 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 30 við Gunnarsbraut, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta dags. 27. mars 2012.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frestað.

Páll Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 130196
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Útilistaverk, listaverkagjöf CCP
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 10. apríl 2013 varðandi fyrirhugaða listaverkagjöf CCP til Reykjavíkurborgar, einnig er lögð fram umsögn Listasafns Reykjavíkur dags. 5. apríl 2013, ásamt erindi CCP. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130262 (02.84.80)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
11.
Vesturhús 2, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 24. maí 2013, ásamt kæru dags. 17. maí 2013 vegna synjunar byggingarfulltrúa frá 14. maí 2013 um skiptingu fasteignar í tvær íbúðir og nota rými undir bílageymslu á lóðinni nr. 2 við Vesturhús.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130264 (01.81.7)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
12.
Háagerði 12, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. apríl 2013 ásamt kæru dags. 5. apríl 2013 þar sem kærð er afgreiðsla byggingafulltrúans í Reykjavík á umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu að Háagerði 12.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 130265 (04.76.41)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
13.
Brekknaás 9, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 14. febrúar 2013 ásamt kæru dags. 8. febrúar 2013 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn fyrir breyttu innra skipulagi og bæta við aðstöðu húss á lóð nr. 9 við Brekknaás.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 120536 (01.18.56)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
14.
Bergstaðastræti 56, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. maí 2013. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um stöðvun framkvæmda við Bergstaðastræti 56 í Reykjavík samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi.



Umsókn nr. 130213 (01.74.54)
660269-1779 BYGGIÐN - Félag byggingamanna
Borgartúni 30 105 Reykjavík
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
15.
Efstaleiti 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 5 við Efstaleiti.



Umsókn nr. 130166
16.
Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 um ný götuheiti í Reykjavík sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013.



Umsókn nr. 130125
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013.



Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
18.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í apríl 2013 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (Þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð, ( Borgin við Sundin, Skapandi borg, Vistvænni samgöngur, Græna borgin, Borg fyrir fólk, Miðborgin, Landnotkunarákvæði, Inngangur) ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn Siglingastofnunar dags. 8. maí 2013, umsögn Kópavogsbæjar dags. 10. maí 2013 og bréf skipulagsstofnunar dags. 22. maí 2013. Jafnframt er lagður fram listi yfir breytingar/viðbætur við fyrirliggjandi tillögu - efnislegar breytingar og aðrar lagfæringar dags. 27. maí 2013, kort sem sýnir afmörkun götusvæða í miðborginni, til útreiknings á kvótum við skilgreindar götuhliðar, sbr. ákvæði miðborgarstefnu, minnisblað frá Minjasafni Reykjavíkur um flokkun verndarsvæði, varðandi framfylgd Borgarverndarstefnu og samantekt á athugasemdum eftir íbúafundi vorið 2012.

Haraldur Sigurðsson verkefnisstjóri aðalskipulags sat fundinn undir þessum lið.



Kynnt.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 14:05.