Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Kvosin, Landsímareitur, 1.172.0 Brynjureitur, Njálsgötureitur 3, Einholt-Þverholt, Frakkastígsreitur 1.172.1, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík 2013-2017, Brú yfir Fossvog, Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, Útilistaverk, Samgöngumiðstöð, Umhverfis- og skipulagssvið, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavik, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Bergstaðastræti 56, Hagamelur 1, Melaskóli, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024,

18. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 22. maí 2013 kl. 09:10, var haldinn 18. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Helena Stefánsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. maí 2013.




Umsókn nr. 120528 (01.14.04)
2.
Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kvosin - Landsímareitur dags. 20. febrúar 2013. Í breytingunni felst breytt uppbygging á reitnum samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum 1 og 2 og ásamt skýringaruppdrætti. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsenstræti og Kirkjustræti. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 6. mars 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 10. apríl til og með 23. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Bolli Héðinsson dags. 2. maí 2013, Helgi Þorláksson dags. 8. maí 2013, Áshildur Haraldsdóttir 14. maí 2013, Hermann 15. maí 2013, Þorfinnur Sigurgeirsson dags. 15. maí 2013, Baldvin Ottó Guðjónsson dags. 15. maí 2013, Laufey Herbertsdóttir dags. 16. maí 2013, Steingrímur Gunnarsson dags. 16.maí 2013, Ragnheiður Ólafsdóttir dags. 16. maí 2013, Egill Jóhannsson dags. 16. maí 2013, Helga Helgadóttir dags. 16. maí 2013, Aldís Yngvadóttir dags. 16. maí 2013, Sigrún Guðmundsdóttir dags. 16. maí 2013, Hendrik Jafetsson dags. 17. maí 2013, Oddný Björg Halldórsdóttir dags. 17. maí 2013, Marinó Þorsteinsson dags. 17. maí 2013, Guðbjörg Snót Jónsdóttir dags. 17. maí 2013, Tómas Helgason dags. 17. maí 2013, Þorbjörg Ágústsdóttir dags. 16. maí 2013. Einnig er lagður fram tölvupóstur Þóru Andrésdóttur dags. 11. maí 2013, Hverfisráðs Miðborgar dags. 15. maí 2013 og Björns B. Björnssonar f.h. Bin hópsins dags. 16. maí 2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.

Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að framlengja athugasemdafrest við auglýsingu á Kvosinni, Landsímareits til og með 30. maí 2013.

Umsókn nr. 120140 (01.17.20)
460509-0410 Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
3.
1.172.0 Brynjureitur, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og Vatnsstíg. Hagsmunaaðilakynning stóð til og með 4. október 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 30. október 2012. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2012 til og með 4. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúasamtök miðborgar dags. 11. desember 2012 og Logos lögmannsþjónusta f.h. Húsfélagsins að Klapparstíg 29 dags. 4. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. janúar 2013. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsstofnunardags. 21. febrúar 2013 ásamt svari til Skipulagsstofnunar dags. 17. maí 2013.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til svarbréfs til Skipulagsstofnunar dags. 17. maí 2013.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130157 (01.19.03)
4.
Njálsgötureitur 3, deiliskipulag
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. maí 2013 að deiliskipulagi reits 1.190.3, Njálsgötureits. Skipulagssvæðið afmarkast af Njálsgötu, Barónsstíg, Bergþórugötu og Vitastíg.

Margrét Þormar verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að forkynna framlagða tillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 130238 (01.24.43)
5.
>Einholt-Þverholt, deiliskipulag
Lögð fram drög að lýsingu Ask arkitekta dags. í maí 2013 vegna deiliskipulags á reitnum Einholti-Þverholti. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Svæðið afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Miðborgar og Hlíða.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson bókaði: Það er fagnaðarefni að uppbyggingin á Einholts/Þverholts-reitnum sé loks að hefjast og ég styð deiliskipulagið.
Rétt er þó að láta þess getið að tæplega 50 ný bílastæði sem nú bætast við, vinna gegn yfirlýstum markmiðum borgarinnar um minni mengun, minni hávaða frá umferð, meira umferðaröryggi og fallegri borgarmynd. Bílastæði draga til sín umferð, og upphafleg tillaga sem gerði ráð fyrir færri stæðum hefði skapað betra borgarumhverfi. Borgin þarf að leita leiða til að skapa gott borgarumhverfi á nærliggjandi reitum, þar sem almenningsrými verða í forgangi ásamt góðri aðstöðu til að ganga eða hjóla um svæðið, fremur en að teppaleggja með malbiki sem gerir ekkert annað en að draga til sín umferð.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: Fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri hreyfingar Græns framboðs umhverfis og skipulagsráð ítreka þá skoðun sína að aukinn fjöldi bílastæða leiðir til aukinnar bílaumferðar. Sú skoðun byggir á reynslu skipulagsyfirvalda og borgarbúa í Reykjavík og öðrum borgum. Við bendum einnig á að það er rauður þráður á íbúafundum í Reykjavík að borgarbúar kvarta yfir of mikilli og hraðri bílaumferð í borginni. Ein skilvirkasta leiðin til að tempra bílaumferðina er að takmarka bílastæðin eins og kostur er. Vegna lagatæknilegra mistaka í vinnslu málsins föllumst við á að samþykkja lýsinguna til samþykktar og kynningar, jafnvel þótt hún geri ráð fyrir tæplega 50 fleiri bílastæðum en upphaflega stóð til. Við fögnum fyrirhugaðri uppbyggingu við Einholt og Þverholt. við teljum að deiliskipulagstillagan feli í sér raunhæf fyrirheit um mannvænt og vistvænt hverfi.


Umsókn nr. 130216 (01.17.21)
6.
Frakkastígsreitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn dags. 10. maí 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits, reitur 1.172.1. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarlínum, hækkun húsa og göngukvöð felld niður, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 21. maí 2013. Einnig er lögð fram greinargerð ódags. og umsagnir Minjastofnunar dags. 8. maí 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frestað.

Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
7.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Lögð fram drög að tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur dags. í apríl 2013 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum (Þéttbýlisuppdráttur og Kjalarnes) og greinargerð, ( Borgin við Sundin, Skapandi borg, Vistvænni samgöngur, Græna borgin, Borg fyrir fólk, Miðborgin, Landnotkunarákvæði, Inngangur)
ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum. Einnig er lögð fram umsögn Siglingastofnunar dags. 8. maí 2013 og umsögn Kópavogsbæjar, dags. 10. maí 2013.



Kynnt.

Umsókn nr. 45423
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 731 frá 21. maí 2013.



Umsókn nr. 130100
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Aðgerðaráætlun í úrgangsmálum í Reykjavík 2013-2017, aðgerðaráætlun
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2013 varðandi gerð aðgerðaráætlunar í úrgangsmálum í Reykjavík 2013-2017.

Eygerður Margrétardóttir og Guðmundur B. Friðriksson sátu fundinn undir þessum lið.

Samþykkt.

Umsókn nr. 130081
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Brú yfir Fossvog, Greinargerð starfshóps
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. mars 2013 þar sem óskað eru umagnar umhverfis- og skipulagsráðs varðandi brú yfir Fossvog. Einnig er lagt fram bréf Siglingarsambands Ísland dags. 22. apríl 2013 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. maí 2013.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. maí 2013 samþykkt.


Umsókn nr. 130116
300857-2219 Jón Jónsson
Hraunbær 160 110 Reykjavík
11.
Elliðaárdalur - Árbæjarstífla, bréf
Lagt fram bréf Jóns Jónssonar dags. 9. apríl 2013 varðandi losun lóns við Árbæjarstíflu. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. 16. maí 2013.

Guðmundur B. Friðriksson sat fundinn undir þessum lið

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130250
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
12.
Útilistaverk, "Þúfa" listaverk á Norðurgarð
Lagt fram erindi Faxaflóahafna, dags. 21. maí 2013, þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um uppsetningu og staðsetningu listaverksins Þúfu á Norðurgarði í Örfirisey, ásamt greinargerð, ódags. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2013.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við staðsetningu listaverksins Þúfu á Norðurgarði í Örfirisey.

Umsókn nr. 130249
13.
Samgöngumiðstöð, skýrsla vinnuhóps
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2013 vegna afgreiðslu borgarráðs 28. febrúar um að vísa skýrslu vinnuhóps á vegum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. um þróun samgöngumiðstöðvar og nánasta umhverfi til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Vísað er til bréfs borgarstjórans í Reykjavík dags. 1. mars s.l. , þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs um ofangreinda skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að samgöngumiðstöð við Hringbraut geti verið áhugaverður kostur sem skiptistöð strætisvagna og miðstöð fyrir skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn.
Eins og fram kemur í bréfi borgarstjóra hefur endanleg þarfagreining ekki enn verið unnin og ákveðnum þáttum í undirbúningi er ólokið
Ráðið mun fylgjast með störfum stýrihóps sem fjallar um uppbyggingu miðstöðvarinnar og með tillögum Strætó BS varðandi hugsanlegar breytingar á leiðarkerfi almenningssamgangna.





Umsókn nr. 130150
14.
Umhverfis- og skipulagssvið, tillaga varðandi upplýsingarskilti á framkvæmdastað.
Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingarinnar.
"Samfylkingin og Besti flokkurinn leggja til að framkvæmdaraðilar, í samráði við byggingarfulltrúa, setji upp upplýsingaskilti þar sem allar meiriháttar framkvæmdir í borginni eru fyrirhugaðar og einnig við framkvæmdir sem að mati byggingarfulltrúa teljast þess eðlis að kynning á framkvæmdum teljist nauðsynleg. Skal þá haft samráð við byggingarfulltrúa um efni og staðsetningu skilta. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast. Jafnframt er lagt til að ósk um uppsetningu slíkra skilta skuli þá bókuð við samþykkt byggingaáforma "

Samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 13:50


Umsókn nr. 130118
15.
Umhverfis- og skipulagssvið, heildaryfirlit
Lagt fram heildaryfirlit umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í mars 2013.



Umsókn nr. 130148
16.
Betri Reykjavík, rafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut
Lögð fram hugmynd úr flokknum stjórnsýsla frá samráðsvefnum Betri Reykjavík "Rafræn kosning um staðsetningu Landspítalans við Hringbraut" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 130109
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum
Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur "Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. maí 2013.

Samþykkt að vísa tillögunni til stjórnar Strætó bs.

Umsókn nr. 130111
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur "Tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130112
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál "Betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.

Tekið er undir að bæta aðstöðu hunda á Geirsnesi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til meðferðar.

Umsókn nr. 130115
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, tiltektardagur í Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt "Tiltektardagur í Reykjavík" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.


Þar sem árlegur tiltektardagur hefur fest sig í sessi er ekki talinn ástæða til að setja upp annan tiltektardag með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. maí 2013.

Umsókn nr. 130139
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Betri Reykjavík, grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur
Lögð fram þriðja efsta hugmynd aprílmánaðar af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og kemur úr málaflokknum Samgöngur "Grænn hjólastígur frá Reykjavík til Keflavíkur" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.


Vísað til Vegagerðarinnar með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.

Umsókn nr. 130140
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, lækka gjaldskrá hjá strætó
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Samgöngur "Lækka gjaldskrá hjá strætó" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.




Tillögunni hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. maí 2013.

Umsókn nr. 130138
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Betri Reykjavík, laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 "Laga og betrumbæta aðstöðu og aðkomu á Geldinganesi" ásamt samantekt af umræðum og rökum.




Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Umsókn nr. 130141
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Betri Reykjavik, almenningssalerni í miðbænum
Lögð fram efsta hugmynd aprílmánaðar 2013 í flokknum Skipulag frá samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013
"Almenningssalerni í miðbænum" ásamt samantekt af umræðum og rökum.



Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 130142
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
25.
Betri Reykjavík, fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk
Lögð fram önnur efsta hugmynd aprílmánaðar á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál "Fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk"ásamt samantekt af umræðum og rökum.







Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 130143
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
26.
Betri Reykjavík, reyklaus strætóskýli
Lögð fram fjórða efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. apríl 2013 "Reyklaus strætóskýli" og kemur úr málaflokknum Umhverfismál ásamt samantekt af umræðum og rökum.




Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 130144
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
27.
Betri Reykjavík, bekki í Hólahverfið
Lögð fram efsta hugmynd í flokknum Ýmislegt af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl 2013 " Bekki í Hólahverfið" ásamt samantekt af umræðum og rökum.







Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Umsókn nr. 120536 (01.18.56)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
28.
Bergstaðastræti 56, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 8. maí 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 120099 (01.54.21)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
29.
Hagamelur 1, Melaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að beina því til hverfisráðs vesturbæjar að standa fyrir opnum fundi með börnum og foreldrum í hverfinu um staðsetningu boltagerðis og aðstæður barna til útivistar og leikja almennt.



Umsókn nr. 130222
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
30.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðisskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013 um breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.