Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Umhverfis- og skipulagsráð, Samgöngumiðstöð, Umhverfis- og skipulagssvið, Hlemmur, Götuheiti, Earth 101, Hljómskálagarður, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Laugavegur 178, Ármúli 6,

15. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 2. maí 2013 kl. 13:40, var haldinn 15. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 26. apríl 2013.




Umsókn nr. 130222
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, svæðiskipulagsbreyting vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagt fram erindi borgarráðs dags. 29. apríl 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs á erindi svæðisskipulagsnefndar dags. 23. apríl 2013 varðandi breytingartillögu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitafélaga dags. 19. apríl 2013. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla dags. febrúar 2013, drög að umferðarspá dags. 5. nóvember 2012 og umsagnir og athugasemdir. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. apríl 2013.

Haraldur Sigurðsson sat fundin undir þessum lið.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 13:48.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: Fallist er á að breytingatillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 til 2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga til samþykktar í auglýsingu sbr. 24 gr. Skipulagslaga. Tekið skal fram að í því fellst ekki samþykki á tillögunum.


Umsókn nr. 45423
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 728 frá 30. apríl 2013.



Umsókn nr. 130087
4.
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Sverrisdóttur varðandi Vatnsveituveg
Óskað er eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið skoði kosti og galla þess að loka Vatnsveituvegi fyrir almennri bílaumferð. Einnig verði skoðað með hvaða hætti er hægt að stýra nauðsynlegri öryggisumferð. Niðurstöður verði kynntar ráðinu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagssviðs, samgöngur dags. 2. maí 2013.

Ráðið samþykkir að banna almenna umferð um Vatnsveituveg, í tilraunaskyni í eitt ár.

Umsókn nr. 130083
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Samgöngumiðstöð, leiðakerfi Strætó.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi spurningar:
1. Hversu stór hluti heildarferða í kerfinu mun breytast við þessa leiðarkerfisbreytingu?
2. Hvaða áhrif hefur þetta á fjölda skiptinga í kerfinu?
3. Í ljósi þess að allar stærri leiðarkerfisbreytingar til þessa hafa skilað farþegafækkun, er spurt: Hversu mikil er farþegafækkunin áætluð í kjölfar þessara breytinga?


Frestað.

Umsókn nr. 130131
6.
Umhverfis- og skipulagssvið, Tillaga að breytingum á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssvið
Kynnt tillaga að breytingum á fyrirkomulagi verkstöðva sem heyra undir umhverfis- og skipulagssvið.
Tillögunni fylgir greinargerð.



Umsókn nr. 130181 (01.2)
7.
Hlemmur, kynning
Umhverfis- og skipulagssvið hélt HönnunarMars hátíðlegan með sýningunni HönnunarHlemmi dagana 13.-17.mars. Á sýningunni var samráðsveggur þar sem hægt var að koma hugmyndum sínum um framtíð Hlemms á framfæri. Alls bárust 126 hugmyndir. Niðurstöður úr samráðinu verður kynnt ráðinu.

Hildur Gunnlaugsdóttir og Valný Aðalsteindóttir sátu fundinn undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 130166
8.
Götuheiti, 4 ný götuheiti í Reykjavík
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2013 vegna fjögurra tillagna um ný götuheiti í Reykjavík sem samþykkt voru í nafnanefnd 18. s.m.

Frestað.

Umsókn nr. 130091
9.
Earth 101, styrkumsókn
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 24. mars 2013 varðandi umsókn um styrk fyrir Earth 101 verkefnið. Einnig eru lögð fram að umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 2. maí 2013.

Umsögnin samþykkt.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins og bókaði ¿Afstaða til málsins verður tekin í borgarráði¿.


Umsókn nr. 130127
10.
Hljómskálagarður, Víkingahátíð
Lagt fram bréf borgarráðs ásamt erindi Einherja Víkingafélags Reykjavíkur varðandi leyfi til að halda Víkingahátíð í Hljómskálagarðinum dagana 13-14 júlí 2013. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2013.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.

Umsókn nr. 130161
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
61">Betri Reykjavík, Gróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 "Gróðursetja fleiri tré meðfram Bústaðavegi við Fossvog" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.

Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.

Umsókn nr. 130162
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, Að setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum.
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efsta hugmynd í málaflokknum Umhverfismál frá 28. febrúar 2013 "Að setja upp fleiri og burðugri ruslatunnur á gönguleiðum" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013.


Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2013.

Umsókn nr. 130163
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, Strætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 "Strætó frá Mjódd og í Árbæjarhverfi" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2013.


Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. apríl 2013.

Umsókn nr. 130164
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Samgöngur frá 28. febrúar 2013 "Gangbrautarljós á Arnarbakka fyrir skólabörn" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. mars 2013.


Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 27. apríl 2013.

Umsókn nr. 130165
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, Norðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu
Lögð fram efsta hugmynd á samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum Skipulagsmál frá 28. febrúar 2013 "Norðlingaholt- ný göngubrú yfir Bugðu" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. apríl 2013.


Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. apríl 2013.

Umsókn nr. 130108
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, Samsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 úr málaflokknum Framkvæmdir frá samráðsvefnum Betri Reykjavík "Samsíða göngu- og hjólastígar í sitthvoru lagi" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.




Tillögunni vísað frá með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.

Umsókn nr. 130109
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Betri Reykjavík, Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum
Lögð fram fjórða vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og kemur úr málaflokknum Samgöngur "Barnagjald í strætó þótt greitt sé með peningum" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 130110
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Betri Reykjavík, Strætómiðar fyrir námsmenn
Lögð fram þriðja efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Samgöngur "Strætómiðar fyrir námsmenn" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.


Hafnað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2013.

Umsókn nr. 130113
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Betri Reykjavík, Matjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum
Lögð fram önnur vinsælasta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík og jafnframt efst úr málaflokknum Umhverfismál "Matjurtahverfisgarðar búnir til inni í hverfunum" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2013.




Jákvætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 29. apríl 2013.

Umsókn nr. 130111
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Betri Reykjavík, Tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni
Lögð fram fimmta efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík sem kemur úr málaflokknum Samgöngur "Tvöfalda reiðhjólastíg suður með Árbæjarstíflunni" ásamt samantekt af umræðum og rökum.




Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.

Umsókn nr. 130112
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Betri Reykjavík, Betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Skipulagsmál "Betri aðstöðu fyrir hunda á Geirsnefi" ásamt samantekt af umræðum og rökum.



Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 130115
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, Tiltektardagur í Reykjavík
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar 2013 frá samráðsvefnum Betri Reykjavík í flokknum Ýmislegt "Tiltektardagur í Reykjavík" ásamt samantekt af umræðum og rökum.




Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.

Umsókn nr. 130101 (01.25.110.2)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Laugavegur 178, kæra, umsögn 33/2012
Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun um afskráningu sem byggingarstjóri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. apríl 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. apríl 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 130102
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
Ármúli 6, kæra, umsögn 33/2012
Lögð fram kæra Sigurjóns Ólafssonar dags. 26. mars 2013 þar sem kærð er neitun umafskráningu sem byggingarstjóri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 9. apríl 2013.

Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 9. apríl 2013 samþykkt.