Strætó, Göngubrautarskýrsla Vegagerðarinnar, Sorpa bs, Strætó bs., Kvosin, Landsímareitur, Gamla höfnin - Vesturbugt, 1.171.1 Hljómalindarreitur, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Umhverfis- og auðlindamál, Snorrabraut, Sæmundargata - Hringbraut, Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, Hundagerði, Náttúruskólinn, Vesturbæjarlaug, Gönguljós í borginni, Reykjavíkurtjörn, Rauðalækur, Reykjavegur Suðurlandsbraut, Gatna og umhverfismál, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Erindisbréf, Umhverfis- og skipulagsráð, Grundarstígur 10,

4. fundur 2013

Ár 2013, miðvikudaginn 30. janúar kl. 09:10, var haldinn 4. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Guðmundur B. Friðriksson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir og Hrönn Hrafnsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 130026
1.
Strætó, farþegatalningar
Lögð fram skýrsla Strætó bs. um farþegatalningar haustið 2012 og þróun á farþegafjölda.

Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs. kynnti.

Umsókn nr. 130024
2.
Göngubrautarskýrsla Vegagerðarinnar, skýrsla Mannvits
Lögð fram skýrsla Mannvits dags. í desember 2012 varðandi forgang og öryggi gangandi vegfarenda á gönguþverunum.

Hörður Bjarnason frá Mannvit kynnti.

Umsókn nr. 130018
3.
Sorpa bs, Strætó bs., Eigendastefna Sorpu bs. og Strætó bs.
Erindi frá SSH til byggðaráða aðildarsveitarfélaganna - Eigendastefna fyrir Sorpu bs og Strætó bs. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 23. nóvember 2012 ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs varðandi Strætó bs. dags. 29. janúar 2013

Umsögn um eigendastefnu Strætó bs. dags.29. janúar 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 120528
4.
Kvosin, Landsímareitur, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lögð fram tillaga Ask arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kvosin - Landsímareitur dags. 25. janúar 2013.
Í breytingunni felst breytt uppbygging á reitnum samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum 1 og 2 og ásamt skýringaruppdrætti. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti.


Samþykkt að tillagan verði í fyrstu kynnt næstu hagsmunaðilum, s.s. eigendur Aðalstrætis 9 o.fl. . Síðan verði tillagan kynnt á opnum kynningarfundi, sem hagsmunaaðilar verði boðaðir sérstaklega til, auk þess sem uppdrættir verða kynntir í þjónustuveri Höfðatorgs og í Ráðhúsi Reykjavíkur


Páll Gunnlaugsson arkitekt og Lilja Grétarsdóttir verkefnastjóri tóku sæti á fundinum undir þessum lið.



Umsókn nr. 120436 (01.0)
5.
Gamla höfnin - Vesturbugt, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju lýsing vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012. Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri. Einnig eru kynnt drög að deiliskipulagi svæðisins dags. í janúar 2013.

Jakob Líndal arkitekt og Kristján Ásgeirsson arkitekt kynntu.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.


Umsókn nr. 120137 (01.17.11)
460509-0410 Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
6.
1.171.1 Hljómalindarreitur, lýsing, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1. Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti, skilmálateikningu og skuggavarpi Studíó Granda dags. 7. nóvember 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg. Hagsmunaaðilakynning stóð til og með 4. október 2012. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram bókun Húsafriðunarnefndar frá 18. október 2012, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 23. október 2012 og umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2012. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2012 til og með 4. janúar 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir : Bréf frá "Miðborginni ykkar" dags. 12. nóvember 2012, Máni Sær Viktorsson ódags,, Haukur Í. Jóhannsson dags. 18. nóvember 2012, Páll Þorsteinsson dags. 21. nóvember 2012 og Íbúasamtök Miðborgar dags. 11. desember 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2013.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. janúar 2013.
Umhverfis- og skipulagsráð leggur áherslu á að framkvæmdaaðili upplýsi með skiltum um framkvæmdaráætlanir, byggingartíma og annað það sem skiptir íbúa máli.
Vísað til borgarráðs.
.
Hólmfríður Jónsdóttir vék af fundi kl. 13:30


Umsókn nr. 10070
7.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 25. janúar 2013.



Umsókn nr. 45423
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 716 frá 29. janúar 2013.



Umsókn nr. 130040
9.
Umhverfis- og auðlindamál, heildarstefna Reykjavíkurborgar í umhverfis- og auðlindamálum.
Kynntar tillögur stýrihóps um mótun heildarstefnu Reykjavíkurborgar í umhverfis- og auðlindamálum.



Samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs.
Hrönn Hrafnsdóttir verkefnastjóri kynnti.



Umsókn nr. 130032
10.
Snorrabraut, þrenging til bráðabirgða
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeild dags. 21. janúar 2013 ásamt tillögu að aðgerðum á Snorrabraut.

Frestað.

Umsókn nr. 130029
11.
Sæmundargata - Hringbraut, framkvæmdir
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 18. janúar 2013 varðandi umbætur á Sæmundargötu, gönguleið yfir Hringbraut og 30km afmörkun á svæði Háskóla Íslands skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. í janúar 2013.

Frestað.

Kristín Soffía vék af fundi kl. 14:55


Umsókn nr. 130033
12.
Vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið, heildarendurskoðun
Lögð fram verklýsing dags. desember 2012 fyrir heildarendurskoðun á vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 21. janúar 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 130030
13.
Hundagerði, framkvæmdir á árinu 2012
Kynntar framkvæmdir við þrjú ný hundagerði í Reykjavík sem sett voru upp til að mæta óskum íbúa. Gerðin eru öll um 600 fermetrar að stærð með 1,2 metra hárri girðingu umhverfis og við þau hefur verið komið fyrir bekkjum og ruslastömpum. Gerðið í neðra Breiðholti er sunnan við Arnarbakka og austan Breiðholtsbrautar; í Laugardal er gerðið staðsett milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar og í miðborginni er það við Vatnsmýrarveg rétt hjá Umferðarmiðstöðinni (BSÍ).

Frestað.

Umsókn nr. 130036
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Náttúruskólinn, Ársskýrsla Náttúruskólans 2012
Lögð fram ársskýrsla Náttúruskólans 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 130038
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Vesturbæjarlaug, Framkvæmdir 2013, nýtt pottasvæði
Kynnt fyrirkomulag, frumkostnaðaráætlun og áætlaður framkvæmdatími vegna Vesturbæjarsundlaugar. Einnig er lagt fram bréf mannvirkjadeildar umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. desember 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 130004
16.
Gönguljós í borginni, græntími fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2013 ásamt minnispunktum Vinnustofunnar Þverá ehf. dags. 15. janúar 2013 varðandi græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósagatnamótum.

Frestað.

Umsókn nr. 130037
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Reykjavíkurtjörn, skýrsla 2012
Lögð fram skýrsla um ástand fuglastofna Tjarnarinnar 2012 dags. í febrúar 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 130035
18.
Rauðalækur, Lokun fyrir gegnumakstri eða hægaksturs/vistgata.
Rætt um tvær tillögur að lokun Rauðalækjar, önnur tillagan feli í sér íbúatorg sem loki götunni fyrir bílaumferð um miðju en hin hægakstursgötu með þrengingum og fegrun götunnar.


Frestað.

Umsókn nr. 130042
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Reykjavegur Suðurlandsbraut, hjólastígur.
Lögð fram til kynningar tillaga Landslags að hjóla- og göngustíg dags. í janúar 2013 yfir Reykjaveg við Suðurlandsbraut. Einnig lagt fram minnisblað VSB Verkfræðistofu dags. 25. janúar 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 130043
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20.
Gatna og umhverfismál, framkvæmdir
Kynnt áætlun um framkvæmdir gatna og umhverfismála 2013.

Frestað.

Umsókn nr. 130007
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Betri Reykjavík, Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 "Jólalokun á Bankastræti og Laugavegi rétt fyrir jól" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

Umsókn nr. 130011
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22.
Betri Reykjavík, Carpooling verði ekki hallærislegt
Lögð fram ein af fimm efstu hugmyndum frá Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012"Carpooling verði ekki hallærislegt " ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

Umsókn nr. 130030
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23.
Betri Reykjavík, Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. desember 2012 "Slipparóló leikvöllur og kaffihús í skipi í miðborginni " ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Frestað.

Umsókn nr. 130044
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24.
Erindisbréf, Sundhöll Reykjavíkur
Lagt fram erindisbréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. janúar 2013 varðandi skipan í starfshóp vegna samkeppni um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur.

Frestað.

Umsókn nr. 130041
25.
Umhverfis- og skipulagsráð, leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna
Lögð fram til kynningar drög að leiðbeiningum um ritun fundargerða sveitarstjórna dags. 1. nóvember 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 120433 (01.18.33)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Grundarstígur 10, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 3. sept. 2012, þar sem kærð er útgáfa byggingarleyfis þann 14. mars 2012 vegna samþykktar umsóknar þann 3. janúar 2012 um leyfi til að byggja við kjallara sal úr steinsteypu, steypa vegg á lóðamörkum að Grundarstíg 8, setja op og hlið í vegg að Skálholtsstíg og breyta nýtingu í blandaða atvinnustarfsemi á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. sept. 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. janúar 2013. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá nefndinni.

Frestað.