Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs

Verknúmer : US170070

184. fundur 2017
Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hlutfall íbúðauppbyggingar
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 22. febrúar 2017 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar: Samkvæmt skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030 frá því í desember 2016 er áætlað að hlutfall íbúðauppbyggingar hjá húsnæðisfélögum hafi verið 35% 2014-5, sé 39% 2016-7 og muni vera 46% 2018-9. Spurt er hvort eingöngu sé hér um að ræða húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða (e. non-profit). Ef svo er ekki, hve mikill hluti uppbyggingarinnar er á könnu húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða?



181. fundur 2017
Fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, hlutfall íbúðauppbyggingar
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar.
"Samkvæmt skýrslu um framfylgd Aðalskipulags Reykjavíkur 2010 - 2030 frá því í desember 2016 er áætlað að hlutfall íbúðauppbyggingar hjá húsnæðisfélögum hafi verið 35% 2014-5, sé 39% 2016-7 og muni vera 46% 2018-9. Spurt er hvort eingöngu sé hér um að ræða húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða (e. non-profit). Ef svo er ekki, hve mikill hluti uppbygingarinnar er á könnu húsnæðisfélaga án hagnaðarsjónarmiða?"
Frestað.