Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé

Verknúmer : US170046

181. fundur 2017
Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé, vaxandi umferðaþungi
Á fundi borgarráðs 22. desember 2017 lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn um hvernig áætlað sé að takast á við vaxandi umferðaþunga.
"Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu á ummælum formanns umhverfis- og skipulagsráðs yfir umferðarmálum í Reykjavík sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. Má af þeim ummælum skilja að óþarfi sé að gera bragarbót á umferðarmannvirkjum í Reykjavík vegna þess að þau séu svo mikið notuð af ferðamönnum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hyggst gera til að takast á við sívaxandi umferðarþunga á götum Reykjavíkur, sérstaklega helstu flutningsæðum. Sérstaklega er verið að spyrja um hvað á að gera varðandi umferð einkabíla sem er yfir 80% af heildarumferðinni. Tilefni er til að spyrja um þetta eftir gagnrýni vegamálastjóra á að þótt fjármagn sé til staðar af hálfu ríkisins til að bæta umferðarmannvirki s.s. á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þá heimilar meirihlutinn ekki slíkar framkvæmdir þótt þær geti bætt umferð verulega. Einnig lagt fram svar fulltrúa meirihluta umhverfis- og skipulagsráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir, þakka meirihlutanum fyrir að hafa tekið saman á eitt A4 blað yfirlit yfir samninga og stefnur sem ætlað er sem svar við fyrirspurn um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vaxandi umferðarþunga.Þó verður að segjast að svar meirihlutans svarar engu efnislega um það sem spurt er um. Spurningin er um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Bent er á samkomulag við önnur sveitarfélög, Vegagerð o.s.frv. Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum hjá meirihlutanum í borgarstjórn.


179. fundur 2017
Fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hvernig áætlað sé, vaxandi umferðaþungi
Á fundi borgarráðs 22. desember 2017 lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi fyrirspurn um hvernig áætlað sé að takast á við vaxandi umferðaþunga.
"Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir furðu á ummælum formanns umhverfis- og skipulagsráðs yfir umferðarmálum í Reykjavík sem lesa má í Morgunblaðinu í dag. Má af þeim ummælum skilja að óþarfi sé að gera bragarbót á umferðarmannvirkjum í Reykjavík vegna þess að þau séu svo mikið notuð af ferðamönnum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvað meirihluti Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna hyggst gera til að takast á við sívaxandi umferðarþunga á götum Reykjavíkur, sérstaklega helstu flutningsæðum. Sérstaklega er verið að spyrja um hvað á að gera varðandi umferð einkabíla sem er yfir 80% af heildarumferðinni. Tilefni er til að spyrja um þetta eftir gagnrýni vegamálastjóra á að þótt fjármagn sé til staðar af hálfu ríkisins til að bæta umferðarmannvirki s.s. á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar þá heimilar meirihlutinn ekki slíkar framkvæmdir þótt þær geti bætt umferð verulega. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.