Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Verknúmer : US160158

150. fundur 2016
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað. Mikið er um að hjólreiðamenn noti gangstéttirnar og valda oft gangandi vegfarendum ugg með of hröðum hraða eða einfaldlega því að óöryggi skapast þar sem ekki er á hreinu hvoru megin gangstéttar hinn hjólandi á að fara. Við þróun og uppbyggingu mismunandi samgönguþátta verður að passa að það sé pláss fyrir alla og allir geta verið öryggir. Það er eðlilegt að borgin gangi fram fyrir skjöldu og geri sitt til að þarfir mismunandi samgönguhátta gangi sem best á meðan borgin er að koma sér upp endanlegu samgöngukerfi þar sem allir hafa sitt pláss."


151. fundur 2016
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir, leggja til að borgin gefi út leiðbeinandi tilmæli um hvernig reglum á gangstéttum sé háttað. Mikið er um að hjólreiðamenn noti gangstéttirnar og valda oft gangandi vegfarendum ugg með of hröðum hraða eða einfaldlega því að óöryggi skapast þar sem ekki er á hreinu hvoru megin gangstéttar hinn hjólandi á að fara. Við þróun og uppbyggingu mismunandi samgönguþátta verður að passa að það sé pláss fyrir alla og allir geta verið öryggir. Það er eðlilegt að borgin gangi fram fyrir skjöldu og geri sitt til að þarfir mismunandi samgönguhátta gangi sem best á meðan borgin er að koma sér upp endanlegu samgöngukerfi þar sem allir hafa sitt pláss." Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2016.