Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Verknúmer : US160121

145. fundur 2016
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þrif á tækjum sem fara út af framkvæmdasvæðum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Hildur Sverrisdóttir leggja til að tæki sem fara út af framkvæmdasvæðum í borginni verði þrifin til að koma í veg fyrir svifryk. Fyrst og fremst er um að ræða malarflutningabíla sem aka inn og út af framkvæmdasvæðum með tilheyrandi moldar- og malarburði inn á götur borgarinnar. Þessir bílar þyrla upp svifryki og skilja eftir sig slóðir af efni sem aðrir bílar þyrla svo upp líka. Til að koma í veg fyrir þetta er lagt til að settar verði reglur um að dekk þessara tækja verði þrifin áður en farið er út á götur.
Frestað.