Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016

Verknúmer : US160080

145. fundur 2016
Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, tillaga
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 4. apríl 2016, varðandi afnot af borgarlandi vegna viðburða sumarið 2016. Einnig er lögð fram umsókn KSÍ, Símans, Landsbankans, Icelandair, N1, Vífilfells, Borgun og Íslenskrar Getraunar um aðstöðu á Ingólfstorgi til sýninga á leikjum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu 2016, ódags., umsókn Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, ódags. um þrjá viðburði innan borgarmarkanna, tölvupóstur Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, dags. 16. mars 2016, bréf Magnúsar Ragnarssonar framkvæmdastjóra Miðla Og markaða til Nova, dags. 16. mars 2016, og tölvupóstur Ómars Smárasonar, dags. 21. mars 2016 ásamt skýringarmyndum. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Nova dags. 15. apríl 2016 og tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2016 varðandi afnot af borgarlandi vegna viðburða sumarið 2016.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjori tekur sæti á funinum undir þessum lið.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. apríl 2016 samþykkt.

143. fundur 2016
Afnot af borgarlandi vegna viðvarandi viðburða sumarið 2016, tillaga
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 4. apríl 2016, varðandi afnot af borgarlandi vegna viðburða sumarið 2016. Einnig er lögð fram umsókn KSÍ, Símans, Landsbankans, Icelandair, N1, Vífilfells, Borgun og Íslenskrar Getraunar um aðstöðu á Ingólfstorgi til sýninga á leikjum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu 2016, ódags., umsókn Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, ódags. um þrjá viðburði innan borgarmarkanna, tölvupóstur Guðmundar A. Guðmundssonar markaðsstjóra Nova, dags. 16. mars 2016, bréf Magnúsar Ragnarssonar framkvæmdastjóra Miðla Og markaða til Nova, dags. 16. mars 2016, og tölvupóstur Ómars Smárasonar, dags. 21. mars 2016 ásamt skýringarmyndum.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.