Reglur um framkvmdir í miðborgum Evrópu

Verknúmer : US160054

138. fundur 2016
Reglur um framkvmdir í miðborgum Evrópu, Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Að undanförnu hafa íbúar og rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur og á svonefndum þéttingarreitum í eldri hverfum orðið að þola mikið ónæði vegna byggingarframkvæmda . Oft hafa skapast aðstæður sem ekki verður lýst öðruvísi en sem óþolandi fyrir þau sem næst eru byggingarstað.
Óskað er eftir því að umhverfis- og skipulagssvið taki saman greinargerð um þær reglur sem gilda um framkvæmdir í miðborgum Evrópu. Einkanlega skal athyglinni beint að þeim borgum þar sem uppbygging í sögulegum miðborgum hefur verið mikil á undanförnum árum. Jafnframt verði gerð samantekt á þeirri tæknilegu þróun sem orðið hefur á tækjum sem notuð eru við jarðvinnu við þessar aðstæður. Þessar upplýsingar verði notaðar til að fara yfir og endurskoða reglur sem gilda um framkvæmdir í eldri íbúðahverfum og svæðið sem er innan Hringbrautar og Snorrabrautar en ýmislegt bendir til þess að þær séu of rúmar. Niðurstöður verði lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsráð sem mun taka ákvarðanir um endurskoðun og breytingar á reglum borgarinnar hvað þetta varðar í framhaldinu. Vegna mikillar uppbyggingar sem einkum tengist aukinni ferðaþjónustu er mikilvægt að hraða þessari vinnu.

Frestað.